Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki síst MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 39 Spurning dagsins 1 Heimspekingarnir í The Shaggs höfðu áhrif á Dr. Gunna. Eiga þingmenn að vera spariklæddir? Snyrtilegir stjórnendur „Jú, þeir eiga að vera snyrtilegir sem stjórna landinu." Högni Þorsteinsson nemi. þaðferþeim betur. Þá eru þeir virðulegri." Heiðrós Hann- esdóttir nemi. „Já,þá tekur maður meira mark á þeim." Sigurlaug Thorarensen „Tví- mælalaust. Þetta ergrundvallar starfog fínn klæðaburður vek- urtraust." Andri Axelsson nemi. Umræðan um klæðnað þingmanna komst aftur í deigluna þegar Hlynur Halls- son neitaði að vera með bindi þegar hann fór á þing. Hann ákvað að lokum að vera með bindi, með þeim formerkjum að umræðan um klæðaburð þing- manna yrði tekin upp. Forsetinn, Taívan og fjölskylduvænt þing ýrruss m. Það er auðvitað aðeins á ábyrgð forseta þingsins ef blaða- menn fá vitlausar upp- lýsingar um fjarveru þingmanna, og þær reglur sem um þær gilda. Blaðamenn DV voru greinilega með rangar upplýsingar í höndum þegar þeir skrifuðu Taiwanfrétt- imar, sem kipptu tauga- kerfí bæði forsetans og ýmissa annarra í þinghús- inu úr venjulegum takti. Því miður má álykta af þvi máli að forseti þingsins hafi álíka stjórn á upplýsingagjöf þingsins til fjölmiöla og á þingmönnunum sjálfúm. [■••] Taiwanferðir orka tvímælis Forseti þingsins hefúr talið það hluta af starfsskyldum sínum síð- ustu daga að fínna að því við mig með ýmsum hætti að ég hefði - óvart - látið upp skoðun mína á Taiwan- leiðöngrum þingmanna og komið þinginu i vanda. Ég hef bara prinsipp einsog vafalaust Qeiri þingmenn. Mín eru til dæmis þessi: Ég fer ekki í boðsferðir til Taiwan, ég þigg ekki boð í laxveiðiár, ég fer ekki í þingveislur og hef aldrei gert af því ég tel ekki að skatt- borgararnir eigi að greiða árshá- tið þingmanna. Ég hef sagt það eitt um Taiwanferðirnar að þær orki tvímælis. En það verður hver að gera upp við sig. Forseti þings- ins er greinilega á annarri skoðun og ég geri enga athugasemd við það. Þinmannasamband til stuðnings Taiwan „Ég las i blaði - væntanlega sam- kvæmt upplýsingum þingsins - að 17 þingmenn hefðu farið á und- anförnum árum í ókeypis boðs- ferðir til Taiwan. Það jafngildir aíSSfts því að 175 þing- menn á breska þinginu hefðu á ör- fáum árum farið í slíkar ferðir. Dettur einhverjum í hug að forseti breska þingsins hefði ekki skoð- un á því? Halda menn að ríkis- stjórnin á Taiwan sé einhver fyr- irmyndarríkisstjórn varðandi mannréttindi og lýð- ræði? Svo las ég fírétt um að nú ætlaði Sjálf- stæðisflokkurinn und- ir forystu þingflokks- formannsins að setja á stofn sérstakt þingmannasam- band til stuðnings Taiwan. Það hlýtur að vera gert með samþykki forsetans. Varla getur þingfíokks- formaður Sjálfstæðisflokksins efht til útlátasamra nýrra þing- mannasamtaka nema með sam- þykki hennar - svo fremi það sé einhver stjórn á þinginu?" Sólveig segi meiningu sína „Er þá ekki kominn tími til að forseti þingsins út- skýri skoðun sina á Taiwanreisunum fyr- ir fjölmiðlum fyrst hún hefur áhuga á því að koma viðhorfum sín- um um málið á framfæri við ein- staka þingmenn einsog ég hef orðið áþreifanlega var við? Ég skulda forseta þingsins að sjálf- sögðu engar skýringar á lögmæt- um skoðunum minum enda fær hún engar - nema hugsanlega úr ræðustóli þingsins ef þarf. Sjálf- um fínnst mér hins vegar kominn timi til að forseti þingsins tjái sig um þetta mál fyrst það heldur henni fanginni. Hún getur þá skýrt sínf viðhorf og leiðrétt, missagnir. En auðvitað sleppir hún við fjöl-' miðlana. Á hún ekki Mogg- ann?“ Össur Skarphéðinsson ritar á ossur.hexia.net Um: Heimspeki heimsins Stundum grípur mig sú tilfmning að ég sé að missa af einhverju. Einhverju sem má alls ekki missa af. Ein- hverju sem aðrir eru að upplifa en ég er ekki með í. Það er engin trygging fyrir framhaldslífi. Það er meira að segja frekar ólíklegt að eitthvað taki við annað en hæg rotnun í mold, þótt nöturlegt sé að segja það, og því er um að gera að nota nú þetta líf út í ystu æsar. Kreista úr því allt sem hægt er að kreista úr því, svo maður standi nú ekki uppi sem ósjálfbjarga gamalmenni sem tókst ekki að lifa lífinu lifandi, eins og sagt er. Fátt er meiri hneisa en það, enda er krafa á vestrænu nútímafólki um fullkomna nýtingu lífsins. Ég geri mér samt ekki alveg grein fyrir því hvað það er sem ég held ég sé að missa af, en ég er viss um að það er eitthvað. Eg gæti sem dæmi verið svo víða annars staðar en ég er nákvæmlega núna (fyrir fram- an tölvuskjá í Skaftahlíð). Ég gæti til dæmis verið við hjálparstörf í þriðja heiminum, sólbrunninn í Rauðakrossbfl að keyra mat til nauðstaddra. Ég gæti verið að vinna á bensínstöð á Tonga. Ég gæti verið að synda með höfr- ungum. Ef ég hefði nú haft vit á því að læra eitthvað af viti gæti ég verið á svaka laun- um að vinna á einhverri greiningar- deild. Æ, nei, það er einum of leið- inleg tilhugsun. En svona hugsar maður. Dagar, vikur, mánuðir, ár líða en samt breytist lítið. Maður er bara eins og maður er, hjakkar í vinnu, glímir við reikninga og yfirdrátt, iætur fjölmiðlana fylla sig af lygum og rusli og berst ein- hvern veginn áfram eins og pappírsbátur í straumharðri á. Lífsmöguleikarnir jf -> flökta fyrir augum v manns. Ásóknin eftir vindi, eins og það er \\ kallað, knýr áfram at- ' 'i vinnulífið og hag- , N vöxtinn, hið stóra vestræna mengi fólks hefur stans- laust á tilfinning- unni að það sé að missa af einhverju og grípur það feg- ins hendi þegar því er boðið að kaupa það sem það heldur sig vera að missa af. Við hlaupum öll á eftir gulrót og verðum svo gróðurmold fyrir gulrót ef við erum heppin. Fáir hafa sungið um þetta á einfaldari hátt en systurnai í kvennahljómsveitinni The Shaggs. Þær kunnu ekkert að spila en spil- uðu samt og pabbi þeirra sendi þær í stúdíó til að taka upp plötuna Philosophy Of The World. í titillaginu komust þær að kjarna málsins: Oh, the rich people want what the poor people’s got And the poor people want what the rich people’s got And the skinny people want what the fat people’s got And the fat people want what the skinny people’s got You can never please anybody in this world Oh, the girls with short hair want long hair And the girls with long hair want short hair Oh, the boys with cars want motorcycles And the boys with motorcycles want cars You can never please anybody in this world. an Dr. Cunni fRtrrAsMipv SEFUR ALDREI Viðtökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrarnafnleyndar er gætt. Síminn er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.