Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Blaðsíða 31
I i Menning DV MÁNUDAGUR 13. MARS2006 31 Jón Nordal og einleikarar | Sinfóníunnar í lok tónleikanna snaraðist Jón upp á sviðið sem unglamb væri og tók við ham- ingjuóskum. Þessar myndir eru þó teknar á æfingu. Mozart leikinn á glerhörpu Mozart með föður sínum og systur Þaðer eitthvað sem segir manni að systirin hljóti að hafa fallið f skuggann. Á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í tilefni 250 ára ártíðar Mozarts á sunnudaginn verður í fyrsta skipti á íslandi leikið á gler- hörpu. Glerharpan var algengt hljóðfæri á dögum Mozarts, en féll í gleymsku um miðja 19. öld. Var það fyrst á níunda áratug 20. aldar sem hljóðfærið var endursmíðað og vak- ið til virðingar á nýjan leik. Kamm- ersveitin fær franskan glerhörpu- leikara, Thomas Bloch, til að kynna okkur íslendingum glerhörpuna. Á tónleikunum verða leikin verk fyrir glerhörpu eftir Mozart og sam- tímamann hans, C.P.E. Bach, einn sona Johanns Sebastians Bachs, og frumflutt verður verk eftir ungan Norðmann Jan Erik Michalsen. Tónleikarnir verða sem fyrr segir haldnir í Salnum í Kópavogi, á sunnudagskvöldið og hefjast kl. 20. „Þetta var unaðsleg upplifun sem náði alveg inn í þá dularfullu og torræðu kviku sem felst í því að vera manneskja,“ segir stórhrifinn Sigurður Þór Guð- jónsson meðal annars í dómi sínum um afmælistónleika Sinfóníuhljómsveitar íslmids til heiðurs Jóni Nordal áttræðum sem haldnir voru á fimmtudagskvöld. Ogleymanlegt kvöld Ingvar E. Sigurðsson og Björn Hlynur Haraldsson í Pétri Gaut Sýningin hefur hlotið eintómt lof. Málþing um PéturGaut Næsta laugardag munu Þjóð- leikiiúsið og norska sendiráðið standa fyrir málþingi um Pétur : Gaut eftir Henrik Ibsen. Þetta mun vera gert í tilefni af sýningu Þjóð- leikhússins á verkinu, í leikgerð og leikstjóm Baltasars Kormáks, sem hefur hlotið einróma lof gagn- rýnenda og leikhúsgesta. Yfirskrift málþingsins er kross- j gömr og mun Teije Mærli halda erindi er hann nefhir „Pétur Gaut- ur í samhengi við önnur verk Ib- sens". Teije er leikstjóri og hefúr sett upp meira en þijátíu sýningar á verkum Ibsens víða um heim. Er- indi Terjes verður haldið á norsku en að því loknu verða pall- borðsumræður á íslensku með Baltasar Kormáki Ieikstjóra, Karli Ágústi Úlfssyni þýðanda, Bimi Hlyni Haraldssyni, sem fer með hlutverk Péturs Gauts og Grétari Reynissyni, höfundi leikmyndar. Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leik- listarráðunautur Þjóðleikltússins, stýrir umræðunum. Pémr Gautur kom fyrst út á bók árið 1867 en tæpum áratug síðar var verkið frumflutt og hefur reglu- lega verið sett upp í helstu leikhús- um heims síðan þá. Á þessu ári er hundrað ára ártíð Ibsens og skáldsins er minnst með leiksýn- ingum, hátíðahöldum og hvers kyns uppákomum víða um heim. í ár er jafnframt hundrað og þrjátíu ára sýningarafmæli leikritsins Pét- urs Gauts sem var frumflutt í Krist- janíuleikliúsinu þann 24. febrúar 1876. Málþingið verður haldið í Kass- anum kl. 15. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Jón Nordal segist hafa hafa elskað haustið aUt frá barnæsku. „Það er eitthvað við haustið, litimir í um- hverfinu, stemningin í veörinu," er haft eftir honum í efnisskrá þessara tónleflca. Sumir hafa fyrir satt að mennirnir standi nær dulmögnun lífsins í hauströkkrinu en á öðmm árstímum: kyrrðinni, viskunni og jafnvel guðdóminum. Tónlist Jóns Nordals hefur lengst af haft á sér svona haustblæ. f henni ríkir dýpt og viskublandinn kyrrðarblær. Þótt tón- list sé í eðli sínu ólík ljóðlistinni minnir tónlist Jóns oft á ljóð Snorra Hjartarsonar. í list þeirra beggja er svipaður hugarheimur dulúðugrar kyrrðar og innhverfs myndmáls og tónmáls. En það er líka mfldl hug- kvæmni og fjölbreytni í tónlist Jóns og afburða handbragð einkennir hana. Og hún er bæði íslensk og al- þjóðleg. Víkingur lék af miklum bravúr Elsta verkið sem flutt var á tón- leikunum, pfanókonsertinn ffá 1957, ber vitni um nýklassísk áhrif, en hann er samt snjöll og fersk tónsmíð, skemmtileg með afbrigðum og til- tölulega úthverf, jafnvel glaðbeitt og röggsamleg. Konsertinn var leikinn af miklum bravúr af Víkingi Ólafs- syni. Haustvísa frá árinu 2000 er hins vegar algerlega sjálfstæð rödd tón- skáldsins, andlega óháð öllum stefn- Afmælistónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands til heiðurs Jóni Nordal áttræðum: Efnis- skrá: Choralis, Tvísöngur fyrir fiðlu, lágfiðlu og hljómsveit, Pí- anókonsert, Haustvísa fyrir klarínettu og hljómsveit, Selló- konsert. Einleikarar: Guðný Guðmundsdóttir, Ásdís Valdi- marsdóttir, Vikingur Ólafsson, Einar Jóhannesson og Erling Blöndal Bengtsson. Stjórnandi: Petri Sakari. Háskólabíó 9. mars. ★★★★★ Tónlist um og straumum. Tónlistin hljómar reyndar eins og raddir úr djúpinu. Farið er um innri lendur sálarinnar og hlustendum veitt hlutdeild í þeirri dýpt, þroska og visku, sem tónskáld- ið hefur öðlast. Það var eins og Einar Jóhannesson yrði innblásinn af verk- inu og lék af fi'ngerðara næmi, tón- fegurð og djúphygli en sá sem hér rit- ar hefur hefur nokkm sinni heyrt frá honum áður. Þetta var unaðsleg upplifun sem náði alveg inn í þá dul- arftillu og torræðu kviku sem felst í því að vera manneskja. Ekki var Er- ling Blöndal síðri í hinum magn- þrungna sellókonsert og einleikar- amir í Tvísöngnum voru líka aldeilis frábærir. Hljómsveitin hefur sjaldan eða aldrei leikið betur. Sorglegt að salurinn var hálfsetinn Þetta kvöld var í sannleika sagt al- veg ógleymanlegt. Það var á heimsklassa. Allt hjálpaðist að. Und- ursamleg tónlist, afburða hljóm- sveitarleikur þar sem hvergi var mis- fellu að heyra og innblásnir flytjend- ur sem spiluðu af einstakri helgun. Það var því sorglegt að salurinn var einungis hálfsetinn. Til hvers er að byggja stóra tónleikahöll ef fólk mæt- ir ekki þegar það besta í tónlist þjóð- arinnar er á boðstólum? Hvað veldur þessu vanmati? Getur verið að það sé taumlaust ofdekur fjölmiðlanna við poppið en fálæti að sama skapi við aðra tónlist? Það er til dæmis til skammar að Fréttablaðið, sem dreift er í hvert hús, skuli ekki bjóða upp á neins konar gagnrýni eða umsagnir um tónleika þar sem flutt er svoköll- uð klassísk tónlist. SigurðurÞór Guðjónsson I Guðjón Pedersen leikhússtjóri Varð al- j veg hlessa þegar símkerfið sprakk. Metsala á Full- komið brúðkaup Fyrir helgina hófst sala á sýn- ingar f Borgarleikhúsinu á upp- setningu LA á gamanleikritinu Fullkomið brúðkaup. Ekki þurfa aðstandendur að kvarta yfir áhugaleysi, því strax fyrsta daginn seldust 4000 miðar. Því er uppselt á fyrstu átta sýningarnar á stóra sviðinu en þvílfk sala er algert met í Borgar- leikhúsinu. Að sögn Guðjóns Ped- ersen leikhússtjóra Borgarleik- hússins sprakk símkerfi leiklrúss- ins undan álagi og hann bætti við „Við höfum aldrei upplifað aðra eins sölu í þessu húsi á einum degi, þetta er með ólíkindum. Bætt hefur verið við aukasýning- um í Reykjavík." Fullkomið brúðkaup sló öll að- sóknarmet á Akureyri og er vin- sælasta sýning í sögu leikhússins. Sýningin hætti fyrir fullu húsi til að rýma fyrir næstu frumsýningu hjá LA, Litlu hryllingsbúðinni, sem frumsýnd verður eftir tvær vikur. Fullkomið brúðkaup er eftir Robin Hawdon en leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Leikarar eru Álfrún Helga örnólfsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Esther Thalia Casey og Þráinn Karlsson, * * C

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.