Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 13. MARS2006 Sport 0V KA með tvö lið í bikarúrslit- um í blaki Um helgina fóru fram undanúr- slit í Brosbikar- keppni karla og kvenna í blaki en lið KA frá Ak- ureyri mun eiga lið í úrslitum í báð- um flokkum. Karlalið KA vann Þrótt frá Nes- kaupsstað á útivelli á laug- ardag, 3-0, á sama tíma og Stjaman vann HK, 3-1. Verða því Stjömumenn sem em núverandi bikarmeistar- ar í úrslitum fjórða árið í röð. í kvennaflokki vann KA Fylki á útivelli, 3-0, og mæt- ir því Þrótti frá Reykjavík sem vann HK, 3-1. Curbishley í viðtali Enska knattspyrnu- sambandið staðfesti á laugardags- kvöldið að Brian Barwick, formaður sam- bandsins, hef- ur nú þegar hitt Alan Curb- ishley, knattspymustjóra Charlton, að máli vegna stöðu enska landsliðsþjálf- arans. News of the World birti í gær myndir frá fundi þeirra og því var ekki ástæða til að halda fundin- um leyndum. „Fyrir þremur vikum gerðum við öllum grein fyrir að við myndum byrja að þetta ferli eftir landsleikinn gegn Úrúgvæ," sagði talsmaður enska sam- bandsins. Blaðið sagði einnig að Barwick hefði hitt Sam Allardyce, stjóra Bolton. Arsene Wenger var í vikunni harðlega gagnrýndur fyrir að nota ekki enska leik- menn í leiknum gegn Real Madrid í Meistaradeildinni. En hann hefur áhuga á að bæta úr því og fá sjálfan fyrirliða enska landsliðsins til að taka þátt í nýju upphafi liðsins á nýjum heimavelli næsta haust. Beckham og Arsenal Beckham gæti klæöst gulu treyjunni ihaust. Nordic Pliotos/Gctty rsena tghelaliuga Bítlahöfundur skrifarsögu Rooney Eins og við greindum frá á laugardag hefur Wayne Rooney þegið 600 millj- ónir króna fyrir fyrirfram- greiðslu vegna ævisögu hans sem á að koma út í sex bindum á næstu tólf ámm. Það er enginn aukvisi sem hefur nú verið fenginn til að skrifa hana en þar er Hunter Davies. Hann er þekktastur fyrir að hafa skrifað sögur Bítlanna, skáldsins Williams Wordsworths og Paul Gasc- oigne. Davies er sjötugur og hefur skrifað skáldsögur og barnasögur auk ijölda sjálfs- ævisagna í gegnum árin. FKKI MISSA AF ÞESSU 16.00 Ensku mörkin á rúv. 20.10 Skólahreysti 2006 á .... Sýn. 45 grunnskólar taka þátt í ár. 20.55 ítölsku mörkin á Sýn. 21.25 Ensku 1. deildar- mörkin á Sýn. 21.55 Spænsku mörkin á Sýn. „Auðvitað myndi ég vilja fá hann,“ sagði Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, spurður hvort hann hefði áhuga á enska landsliðsfyrirliðanum David Beckham. Arsenal vann Real Mad- rid í 16-liða úrslitum Meistaradeiidarinnar og var Wenger gagn- rýndur fyrir að nota engan enskan leikmann í síðari leik liðanna. Sjálfur hefur Beckham alltaf sagt að hann vilji ljúka sínum ferli í Madríd en það er engu að síður talið að Arsenal gæti heillað hann. Beckham er uppalinn Lundúna- búi en lék með Tottenham á sínum yngri árum. Hann var þó alltaf að- dáandi Manchester United og hóf atvinnumannaferil sinn þar. Eins og allir vita skipti hann yflr í Real Madrid á hátindi ferilsins en hefur á sínum þremur árum þar aldrei tek- ist að vinna titil með liðinu. Og það er ekkert feimnismál að fyrir jafn- mikinn keppnismann og Beckham er það óásættanlegt. Fyrir skömmu sagði forseti Real Madrid, Florentino Perez, upp störfum vegna slæms gengis liðsins að undanförnu. Eftir að liðið tapaði fyrir Arsenal var sagt í spænskum fjölmiðlum að það markaði endi stórstjörnutímabil liðsins. Nú þyrfti að stokka upp með nýjum þjálfara - helst Fabio Capello. Og það gæti vel farið svo að Beckham sæi hag sín- um best borgið í því að snúa aftur til Englands. „Ég veit ekki hvernig áætlanir hans hljóma," sagði Wenger. „Hann hefur hæfileikana til að spila hjá Arsenal en ég hef ekki reynt að fá hann til félagsins. Ég mun skoða það mál í lok tímabilsins. Ég gæti „Hann hefur hæfileik- ana til að spila hjá Arsenal en ég hefekki reynt að fá hann til félagsins." nefnt 20 leikmenn sem gætu komið Arsenal að notum og myndu bæta liðið. Við þurfum að gera einmitt það og hann gæti vel orðið einn af þeim leikmönnum." Beckham er vitanlega á svívirði- lega háum launum hjá Arsenal en það er einnig vitað mál að Beck- ham-nafnið eitt og sér halar inn miklar tekjur fyrir það félag sem hann er hjá. Hins vegar mun eigin- kona hans, Victoria, áhugasöm um að snúa heim en hjónin eiga heim- ili í Lundúnum sem er ekki nema í um tíu mínútna fjarlægð frá æf- ingasvæði Arsenal. Arsenal veitti einnig ekki af því að styrkja hægri kantinn en þeir Robert Pires, Freddie Ljungberg og Alexander Hleb hafa ekki náð að skapa þann stöðugleika sem þarf í þeirri stöðu, til að mynda vegna meiðsla. Cesc Fabregas hef- ur einnig spilað þá stöðu en hans staður á vellinum er í hjarta miðj- unnar, að mati Wengers. Þar að auki rennur samningur Pires við félagið út í sumar. Wenger hefur hins vegar haft það sem reglu að semja ekki við leikmenn sem eru yfir þrítugt. En hann myndi gera undantekningu á þeirri reglu ef Beckham stæði honum til boða, þrátt fyrir allan þann pakka sem honum fylgir. „Það eina sem fylgir knattspyrnu- manninnum Beckham er að hann er stórstjarna á heimsvísu. Og okkar vegna er það ekkert vanda- mál." eirikurst@dv.is Minningarathöfn Peters Osgood ekki næg ástæða til að koma gömlum félaga til hjálpar Roman tímdi ekki að borga flugfar gamallar Chelsea-hetju A laugardaginn minntust núver- andi og fyrrverandi leikmenn Chel- sea hetjunnar Peters Osgood sem lést fyrir skömmu, aðeins 59 ára að aldri. í gær mættust Chelsea og Tottenham og voru meðal áhorf- enda margir af gömlu félögum Os- goods sem skoraði annað marka Chelsea í frægum bikarúrslitaleik gegn Leeds árið 1970. Hann skoraði svo sigurmarkið í úrslitaleik Evr- ópukeppni bikarhafa gegn Real Madrid ári síðar. Einn af þeim var Alan Hudson, sem gat ekki spilað gegn Leeds vegna meiðsla en var með gegn Real, en hann þurfti þó að þiggja boð ensks dagblaðs um flug- far frá Kýpur, þar sem hann býr nú. Hudson var lýstur gjaldþrota árið 1997 en hann hefur átt í baráttu við Bakkus síðan knattspyrnuferli hans lauk. Honum var vitanlega boðið á leikinn en hafði ekki efni á flugfarinu og bað því Chelsea um aðstoð. En þrátt fyrir alla þá fjár- muni sem það og eigandi þess, Roman Abramovich, hefur yfir að ráða, neituðu þeir bóninni. „Ég skil þetta ekki. Ég skammast mín fyrir að viðurkenna að ég er blankur og hef ekki efni á flugfarinu heirn," sagði Hudson. „Enginn af gömlu liðsfélögum Osgoods eða kollegar hans hafa beðið um neitt fyrir að taka þátt í þessari athöfn. Allir vilja þeir vera hér og vottuðu honum virðingu sína og minntust hæfileika hans," sagði í yfirlýsingu frá Chelsea. Osgood og Hudson var aldrei neitt sérstaklega vel til vina en þeir báru þó virðingu hvor fyrir öðrum. Báðir voru þeir seldir ungir frá fé- laginu, Hudson var 22 ára og Os- good 27 ára, en þeir voru mikilvæg- ir hlekkir í liðinu sem vann ofan- töldu titlana sem skipta afar miklu máli í sögu Chelsea. Peter Osgood Var sagður bestur á Englandi árið 1970 en lést fyrir skömmu, aðeins 59 ára. Allsport UK/ALLSPORT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.