Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Síða 26
26 MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 Bílar DV i&Ja Spurt og svaraD Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur, svarar fyrirspurnum á leoemm.com og eru þær birtar á bílasíðum 3 Vitara jeppabreyting Spurt: Mig langaði að forvitnast aðeins. Ég er með Suzuki Vitara breyttan 33" oglangaðiað vita hvað þú heldur að ég muni þurfa að gera til að koma 35“ dekkjum undir hann. Eru það dýrar breyt- ingar eða er nóg að skera aðeins úr? Svar: Ég hef séð Vitara á 35“ dekkjum en þekki ekki dæmið. Prófaðu fyrirspurn á vefnum (spjaUrásinni) f4x4.is en þar eru áreiðan- lega einhverjir sem hafa framkvæmt þessa breytingu og geta miðlað þér af sinni reynslu. ABS-ljós Spurt: Ég á Ford Econoline ‘94, ekinn 200 þús. sem kveikir öðru hvoru gult aðvörunarljós fyrir ABS-kerfið. Sé drepið á vélinni og hún gangsett aftur slokknar ljósið en það kemur ailtaf aftur. Þessi bíll er með ABS á öllum hjólum. Búið er að skifta um straumloku í öryggja- boxi í húddinu og öryggi í boxinu inni í bílnum en án árangurs. Kloss- ar, diskar og borðar eru í lagi. Getur verið að ABS-nemar séu ónýtir eða þarfnist hreinsunar? Svar: Oftast þegar þetta gerist í amerískum Ford er orsakarinnar að leita í kerutenglinum. Venjulega er hægt að ganga úr skugga um þetta með því að kanna hvort bremsuljósin virki eðlilega. Hafi bremsuljósa- öryggið brunnið við það að tengja ljós á kerru við bílinn eða brennur strax og stigið er á bremsuna (en þá kviknar ABS-ijósið) eru miklar líkur á því að kerrutengillinn sé ekki rétt tengdur. Bremsuljósin í tenglinum (Nr. 54 rauður) þarf að tengja um straumloku beint frá bremsuljósarofanum. Væri bilunin í ABS-kerfinu myndi gaumljósið lýsa stöðugt. Byrjaðu að kanna bremsuljósin/kerrutengilinn. Of mikil smurolía Spurt: Ég fór með bílinn í smurningu og þar var sett of mikil olía á vélina en það uppgötvaði ég af bláum reyk sem kom úr pústinu. Ég fór samdægurs til að fá dælt af honum - það reyndist vera um 300 ml of mikið á vélinni (er 5 lítrar í allt). Reykurinn hefur stafað af því að smurolía hefur smitast með stimplunum inn í brennslurýmið - hvaða skaða getur svona yfirfylling valdið á vélinni? Svar: 300 ml gera vonandi ekki meira en að valda reyknum sem þú lýsir vegna þess hve fljótt þú brást við. YfnfyMing getur valdið alvar- legum skemmdum á vélum - jafnvel eyðilagt hedd í vélum með lárétt liggjandi stimpla á borð við Porsche og Subaru. Það gildir með vélar eins og sjálfskiptingar að olíumagn á undantekningarlaust að mæla nákvæmlega. Hraðamælir í Skoda Spurt: Ég á í vandræðum með hraðamæl- inn í Skoda Octavia 1600 ‘99. Hann virkar bara öðru hverju og á því er engin regla. Hjá umboð- inu er mér sagt að mælaborðið sé ónýtt. Getur það verið? Ég er með KN-svepp sem er frekar mikið mixaður í - getur hann haft áhrif á mælinn? Hvað er hægt að gera í stöðunni? Svar: KN-sveppurinn (loftsían) hefur örugglega ekkert með þetta vandamál að gera. Líklegasta skýringin er sú að prentrás í mælaborð- inu sé rofin en nái sambandi þegar undirlagið hefur náð að þenjast vegna hita (þegar miðstöðin er orðin heit - eða útihitastig hátt o.s.frv.). Bili mælaborð af þessari gerð er sjaldan hægt að gera við það. Lausnin er því sú að endurnýja mælaborðið. Jarðvegsmengun af tjöruleysiefni Spurt: Til stendur að útbúa þvottaaðstöðu á stæði við hliðina á mínu í bílageymslu fyrir 50 bfla. Er ekki mengun af þessum tjöruleysi- efnum sem fólk úðar yfir bflana - t.d. loftmengun en fólk fer daglega með börn í og úr bflageymsl- unni? Svar: Það er ekki að ástæðulausu að notkun þessarra tjöruleysiefni við heimahús er yfirleitt bönnuð eða verulega takmörkuð á Norður- löndum. Leysiefnið sjáift, sem oftast er terpentína (næsti bær við dísilolíu), er bæði mengandi og hættulegt (krabbameinsvaldur í and- rúmslofti) ekki síður en koltjaran sem efnið leysir af bílunum. Hér- lendis fer hluti tjöru og leysiefnis út í jarðveginn og væntanlega sam- an við grunnvatn með tímanum. í byggingarsamþykktum eru sérstök ákvæði um frágang frárennslis frá þvottastæðum. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélags fer með þessi mál og á að geta veitt allar nauðsynlegar upplýsingar. www.leoemm.com Vinnubíll Defender er hannaöur sem vinnublll. Hann má t.d. fá 5 sæta með palli, sem pallbíl eöa sem 9 sæta. Hann kostar 3,7 milljónir króna. Skyldu margir hafa veitt því eftir- tekt að flestir óbreyttir íjórþjÖladrifs- bflar eru orðnir of fínir til áð standa undir nafni sem jeppar, hvað þá tor- færutæki? Og þrátt fyrir trukkslegt útlitið er ekki mikill veigur í cimerísk- um palibflum í hlutverki jeppans. Land Rover Defender er hins vegar aivöru jeppi og hann á sér talsverða sögu. Búnaðarbíllinn í sveitinni Fyrstu bresku Land Rover-jepp- arnir komu á markaðinn árið 1949. Þeir voru fluttir inn af Heklu hf. upp úr 1950 sem auglýsti þá sem „Búnað- arbflinn Land-Rover“. Land Rover tók markaðinn með trompi því hann var orðinn algengasti bfll til sveita hérlendis á 7. og 8. áratug 20. aldar. Fram að árgerð 1958 var Land Rover lítið breyttur en þá kom sería 2 sem þekktist á rúnnuðum kanti á húddinu. Sá var við lýði til 1970 og hafði ökuljósin í grillinu á milli brett- anna - nema á sérstök export-gerð frá 1968 sem hafði ökuljósin úti á brettunum (sú gerð með dísilvél var seld hérlendis frá 1968). Sería 2A var við lýði frá 1961 til 1971. Sá var framleiddur með 88 og 109 tommu hjólhafi og 6 sflindra 83ja ha 2625 rsm bensínvél og 4ra sflindra 62ja ha 2286 rsm dísilvél. Millikass- inn hafði hærra yfirdrif í háa (1,53) í lengri bflnum af árgerðum 1968- 1971. 1971 til 1983 Sería 3 var ný gerð sem kom 1971 og var ffamleidd til 1983 þegar nýr bíll leysti hinn upphaflega Land Rover af hólmi. Ef frá er talin Export- gerðin af Seríu 2 frá 1968 þekktist Seria 3 af ökuljósum á brettunum. Að öðru leyti var ekki um byltingar- kenndar breytingar að ræða ef frá er talinn nýr alsamhæfður gískassi, breytt mælaborð og betri stólar. Þá komu sterkari Salisbury-afturhás- ingar í lengri bflnum frá 1972. Stutti bfliinn vóg um 1470 kg og lengri bíll- inn með 6 sflindra vélinni uml730- 1940 kg. Staðaldrifhlutfallið var 4,7:1 en í langa bflnum var hærra drifhlut- fall (3.27:1). Svokölluð „Stage l-gerð“ af Seríu 3 kom sem árgerð 1979. Það var lengri bfllinn (109“) með sömu 3,5 Ktra V8-álvélinni og var í Range Rover. Með tveimur Zenith- Stromberg blöndungum var vélin 91 ha við 3500 sn/mín. lanframt var sami drifbúnaður (sítengt aldrif) og í RangeRoverþóttjeppinnværi áfram á blaðfjöðrum. Frambyggður Land Öldungur í fullu fjöri =. ■ "fc 4 ♦% V 4* * ♦ Þessi Land Rover er af seríu Ila og árgerð 1968 með 2,3 lítra dísilvél. Hann ber enn upphaflega skráningar- númerið A2863. Fyrsti eigandi var Ágúst Guðlaugs- son á Akureyri sem átti bfl- inn þar til hann lést 2003. Þá eignaðist bflinn núverandi eigandi sem er Bjöm Sig- urðsson læknir á Akureyri. Þessum bfl hefur verið ekið innan við 30 þúsund km frá upphafl. Þótt hann hafi verið óslitinn og óryðgaður hafði hann veðrast eins og gengur. * Obreyttur alvör

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.