Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 7. JÚU2006 Fréttir DV Eldfjall fundið í sjó ítalskir jarðvísindamenn hafa fundið nýtt eldfjall undan ströndum Sikileyj- ar. Tindur þess er hálfan kílómeter ofan hafsbotns- ins. Talið er að hræringar hafi síðast verið í eldfjallinu 1831 svo líkur eru á að það sé enn virkt. Fjallið er kall- að Empdokles eftir gríska heimspekingnum sem fyrst- ur kannaði Etnugíg. Nýja fjallið er á stærð við Etnu, um þrjátíu ferkílómetrar. Fjallið fannst með sónar- tækni og var síðan skannað með ómönnuðum kafbát- um. Italskir jarðvísinda- menn útiloka ekki fleiri gos úr fjallinu sem er á plötu- skilum sem eru enn virk. Abro kaupir páfanúmer Roman Abramovich hefur borgað sem svarar nær 350 milljónum króna fyrir númeraplötu sem upphaflega var gerð fýrir Jóhann- es Pál páfa. Platan ber stafina VIP 1 og var fyrst notuð á páfabíl- inn þegar Jóhannes Páll kom í heim- sókn til írlands árið 1979. Að sögn heimildarmanns breska blaðsins The Mirror er Abramovich venjulega mjög meðvitaður um ör- yggi sitt. „En freistingin að eiga sérstökustu númera- plötu í heimi var of mikil fyrir hann." Ferrari og frú til sölu Þýsk kona hefur sett Ferrari-bíl- inn sinn til sölu á e-Bay og bætt sjálfri sér í pakkann sem aukagetu. Hin 26 ára gamla kona, sem kallar sig Leilu á vefnum, segist vona að þetta hjálpi sér við að eignast eiginmann. „Ég fékk bílinn þegar ég erfði auðævi eftir foreldra mína og nú er ég að leita að einhverj- um sem vill giftast mér, ekki bara vegna peninganna," segir hún. Lágmarksboð er rúmar 100 milljónir króna og hún hefur þegar feng- ið hundruð tölvupósta frá áhugasömum kaupendum. Nakin mót- mæli gegn HM Þrír menn hlupu naktir um götur Sao Paulo í Bras- ilíu meðan á leik Brasilíu og Gana stóð á HM í Þýska- landi. Þetta munu hafa verið mót- mæli af þeirra hálfu þar sem þeir voru andsnúnir því að allt landið stoppaði til að horfa á fót- boltaleik meðan gríðarlega vandamál Brasilíu halda áfram að vaxa. Einkum hvað varðar skort á mennt- un og heilbrigðisþjónustu. Talsmaður lögreglunnar segir að ákveðið hafi verið að láta mótmælin afskipta- laus þar sem lögreglan, eins og allir aðrir, voru að horfa á leikinn. í San Francisco eru nú 30 klúbbar sem selja kannabis og svo virðist sem borgarbúar telji að nóg sé komið. Það hefur verið löglegt að selja kannabis í borginni undanfarinn áratug til langþjáðra sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma eins og eyðni og krabbamein. Klúbb- arnir sinna nú þörfum um 25.000 manns í borginni. Opna á nýjan klúbb á Fisherman‘s Wharf, vinsælasta ferðamannastað borgarinnar, en íbúar þar mótmæla þeim áformum ákaft. Kannabiskltibbar Margir telja að nog se komið af kannabisklúbbum iSan Francisco en þeir eru nú 30 talsins með um 25.000 viðskiptavini. -ts . J 1,50 /-s , I si , y» -v ■'[.} B ■ p»ri *■' « : *■ - * *- j^L| • „Nýjasti staðurinn sem fyrirhug- aður er á Fisherman's Wharf, vinsæl- asta ferðamannastað í San Franc- isco, hefur ekkert skilti og auglýsir ekki. Samt telja flestir að staðurinn, The Green Cross, muni verða vinsæll og laða að viðskiptavini alls staðar að úr hverfinu til að bragða á lyktsterkri vörunni sem er til sölu. Fyrir suma er þetta nákvæmlega vandamálið." Þannig hefst grein í bandaríska stór- blaðinu The New York Times undir fýrirsögninni „Marijúanastríð í upp- siglingu á Fisherman's Wharf". The Green Cross er kannabis- klúbbur sem selur marijúana til við- skiptavina sinna gegn lyfseðli frá lækni. En þessir klúbbar hafa hing- að til verið staðsettir langt frá stöð- um á borð við Fisherman's Wharf þar sem allt annað en kannabis er á boðstólum fyrir ferðamenn. Og íbú- ar í fleiri hverfum borgarinnar berj- ast nú gegn klúbbum á borð við The Green Cross. Þeir segja að klúbbarn- ir laði að sér glæpamenn og dóp- sala sem reyna að endurselja vöruna sem í boði er í klúbbunum. „Borgin er yfirfull af kannabisklúbbum," seg- ir T. Wade Randlett forseti SF SOS, samtaka sem tekið hafa upp barátt- una gegn hinum fyrirhugaða klúbbi. „Fisherman's Wharf er ferðamanna- staður og þetta er ekki sú ferðaþjón- usta sem við þurfum á að halda." Hæstiréttur flækir málið Kalifornía er eitt af 11 ríkjum Bandaríkjanna þar sem löglegt er að selja kannabis gegn lyfseðli en dómur hæstaréttar landsins í fyrra- sumar hefur flækt lagalegan grunn þeirrar sölu. Samkvæmt hæstarétti er lögregluyfirvöldum í þessum ríkj- um heimilt að lögsækja fólk fyrir að hafa kannabis undir höndum þrátt fýrir að hafa fengið efnið gegn lyf- seðli frá lækni. Þetta hefur leitt til þess að hætt hefur verið við að gefa út sérstök skírteini til sjúklinganna Árið 1996 samþykktu borgarbúar í San Francisco með yfirgnæf- andi meirihluta Tillögu 215 sem fól í sér að löglegt væri að selja kannabis til sjúklinga sem þjást af erfiðum og ólæknandi sjúkdóm- um á borð við eyðni. Þetta kom ekki á óvart þar sem hlutfall eyðni- smitaðra er hvergi hærra í neinni borg Bandaríkjanna. Nú virðist sem borgarbúum þyki nóg komið af klúbbum sem selja kannabis enda segja þeir að ýmsir glæpir séu fylgifiskar þessara klúbba. Samkvæmt lyfseðli Ný kynslóð af iPod mun geta tekið við hali á kvikmyndum. Bíómyndir í iPodinn Ekki hefur verið staðfest hve- nær ný kynslóð af iPod-inum verð- ur sett á markað en miðlar vestan hafs telja að það verði einhvern tíma í haust. Tímasetning á nýrri útgáfu þessa vinsæla grips ræðst af samningum Apple við kvik- myndafyrirtækin í Hollywood en helsta nýjungin við nýjan iPod er að hann hefur geymsluminni til að halda um kvikmyndafæla. Steve Jobs, aðaleigandi Apple, sækir fast að fá að selja aðgang að kvikmyndum í niðurhali fjn-ir 9,99 dali, en kvikmyndaframleiðend- ur vilja fá meira fyrir sinn snúð. Þeir vilja hafa verðið breytilegt og stendur jafnframt stuggur af því ægivaldi sem Apple hefur á dreif- ingu. Þeir vilja frá tvöfalda þá upp- hæð fyrir nýjar kvikmyndir sem eru í bíódreifingu. Verð á hlut í Apple hefur hækk- að í kjölfar frétta um að viðræð- ur milli aðila væru á góðu róli og Apple teldi sig geta leyst tækni- lega vanda við niðurhal á svo stór- um fælum. Fyrr á þessu ári tók Jobs slag- inn við rétthafa tónlistar sem vildu að verð fyrir iag yrði hækkað upp fyrir 99 sent. Jobs vann þann slag. Fox og Universal vilja ekki að Apple nái og haldi yfirburðastöðu á dreifingu um net, en nú heldur Apple tveimur fjórðu af öllu nið- urhali vestan hafs. Þeir vita líka að neytendur vilja frekar horfa á kvikmyndir af stórum skjám en smáum. Miklar breytingar eru um þess- ar mundir á kvikmyndamarkaði. Beggja vegna Atlantshafsins er mikill uppgangur í fyrirtækjum sem dreifa DVD í pósti til leigjenda og sala á diskum eykur stöðugt hlut sinn á markaði. Myndbandið er liðið undir lok, diskurinn enn í sókn en framtíðin er sú að neyt- endur taki mynd af neti og gæðin virðast jafnvel vera fullnægjandi í hali niður í iPod-inn nýja ef Steve Jobs hjá Apple nær sínu fram. Nýjasti iPod-inn í höndum skapara síns SteveJobs hyggur á frekara landnám f halheimum. svo opinberir starfsmenn eigi ekki á hættu lögsókn fyrir að hafa liðkað fyrir um glæpi. Kaupmenn óttast klúbbinn The Green Cross er ætlað að vera sá fullkomnasti sinnar tegundar í borginni með netaðgang, öryggis- myndavélar og háklassavöru. Alls á að bjóða upp á 55 tegundir af kanna- bis og marijúana og er verðið um 700 krónur fýrir grammið. Kaupmenn í grennd við staðinn óttast þó að hann muni draga að sér „óæskilegt fólk" og að viðskiptavinir klúbbsins muni nota næstu gangstéttir og bekki til að reykja „lyfin" sín í stórum stíl. Starfs- leyfið fyrir klúbbinn er nú til athug- unar hjá borgaryfirvöldum og áætl- að að það komi til afgreiðslu í næsta mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.