Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 43
DV Helgin
FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ2006 55
Sjónvarpsstjarnan úr íslandi
í bítið með nýjan þátt
„Mér var bara kastað
út ídjúpu laugina...
Ég held samt að mér
hafi tekist nokkuð vel
Ragnheiður og Amar Hafo verið með námskeið i
gangi fyrir unglinga sem hafa gengið afspyrnu
vel. Tveimur námskeiðum er lokið en þau stefna
aðþviað halda ótrauð áfram á næsta ári.
læra af því en svo hefur gagnrýnin
ekki alltaf verið alveg réttmæt,"
segir hún hugsandi og segist
hlakka mikið til að takast á við nýja
verkefnið. „Það er enn ekki ákveð-
ið hversu langir þættirnir verða og
hversu oft í viku en þetta er bara
spennandi og svarar örugglega
þörf fólks fyrir þátt af þessu tagi."
Líkamsrækt fyrir unglinga
ástríða
Hún segir að sjálfsögðu miklu
fleiri þekkja hana núna en
þegar hún var fegurðar-
drottning. „Nú er það
miklu breiðari hópur
>em þekkir mig. Það er
allt frá unglingunum
upp í gamalt fólk sem
stoppar mig á götu
}g vill spjalla. Það
er ekkert nema
gaman," segir
Ragnheiður,
sem er á leið í
langþráð frí. Hún
ætlar hugsanlega
að skreppa til
Kaupmannahafnar
með son sinn og
bara njóta lífsins,
; en fyrir utan starf
sitt í sjónvarpi
hefur hún nýlok-
ið námskeiði fyrir
unglinga ásamt
Arnari Grant lík-
amsræktarþjálf-
ara.
Námskeiðið
kalla þau Lífskraft
en þeim finnst
mikilvægt að ís-
lendingar fram-
Fegurðardrottningin og sjón-
varpsstjarnarn Ragnheiður
Guðfinna Guðnadóttir er á
förum úr íslandi í bítið, en það
bíða hennar að sjálfsögðu ný verk-
efni. „Það er nýr þáttur í bígerð og
stefnan er að fara með fyrsta þátt-
inn í loftið fyrir 15. ágúst. Þetta
verður þáttur með funheitu nýju
efni frá Hollywood, allar fréttir af
fræga fólkinu og innlenda fræga
fólkinu líka að sjálfsögðu. Þáttur-
inn mun trúlega hljóta nafnið Hér
og nú en það er
þó
endan-
lega
ákveðið," segir Ragnheiður sem
undanfarna morgna hefur stjórnað
íslandi í bítið með Hálfdáni Stein-
dórssyni.
„Það verður nú ekki framhald á
því,“ segir Ragnheiður, „en ég mun
vera í þættinum einu sinni í viku
og hugsanlega að auki með innslög
um allt mögulegt".
Hún segist munu sakna morg-
unþáttanna en þegar hún byrjaði í
sjónvarpi var hún alveg blaut á bak
við eyrun í þeim efnum.
„Mér var bara
kastað út í djúpu
laugina," segir hún.
„Ég held samt að
mér hafi tekist
nokkuð vel og ég
hef vaxið með
hverjum degin-
um. Ég hef oft
sætt gagnrýni og
reynt að
tíðarinnar læri að bera ábyrgð á
eigin lífi. Á námskeiðunum eru all-
ir virkjaðir, líka þeir einstaklingar
sem hafa átt erfitt uppdráttar fé-
lagslega. Líðan ungmenna á ís-
landi er nefnilega meira en áhuga-
mál fyrir Ragnheiði og Arnari,
þeim er málefnið beinlínis ástríða.
Þau voru með sams konar nám-
skeið í fyrra sem lukkaðist mjög vel
°g hyggjast halda ótrauð áfram.
Málhelti Arnars hefur aldrei
hamlað honum
Þau eru sammála um að ung-
linga í dag skorti aga og þar sé oft-
ast við foreldrana að sakast. „Við
tökum eina kvöldstund með for-
eldrunum og ráðleggjum um
mataræði fjölskyldunnar. Krakkar
hafa tilhneigingu til að nota vasa-
peningana sfna í skyndibita en við
viljum að þau læri að smyrja sjálf
sitt nesti og taki með sér hollan
mat á námskeiðið."
Arnar Grant er löngu þekktur
líkamsræktarþjálfari en hann hef-
ur verið þjálfari í World Class í
Laugardal síðan stöðin opnaði þar.
Áður þjálfaði hann í Fellsmúlan-
um. Arnar er lifandi dæmi um
hvernig hugurinn getur borið
mann áfram og hvernig hægt er að
fmna styrk sinn þrátt fyrir að vera
ekki alveg eins og allir hinir. Arnar
hefur átt við stam og talvandamál
að stríða en hann hefur aldrei látið
það hamla sér í samskiptum við
fólk eða til að ná árangri.
Siðleysi á deitmarkaði
Arnar og Ragnheiður tala sam-
an eins og gömul hjón, en leiðrétta
það hlæjandi að þau séu par.
Ragnheiður kynntist Arnari þegar
og ég hefvaxið með
hverjum deginum. Ég
hefoft sætt gagnrýni
og hefreynt að læra
afþví en svo hefur
gagnrýnin ekki alltaf
verið alveg réttmæt."
hún fór til hans í einkaþjálfun fyrir
nokkrum árum en Arnar er ham-
ingjusamur í sambúð og á átta ára
dreng með sambýliskonu sinni.
Ragnheiður býr ein með fimm ára
syni sínum.
„Við mamma keyptum okkur
hús saman fyrir tæpu ári og ég hef
mest verið að flísaleggja og mála,"
segir Ragnheiður. „Það eru engir
sambýlismenn í augnablikinu, ég
er eiginlega í svona millibils-
ástandi," segir hún og blikkar Arn-
ar.
Hvað þýðir það?
„Ja, við skulum bara segja að
kostirnir séu margir og vandamál-
ið aðallega að velja rétt. Maður vill
ekki gera sömu mistökin aftur og
aftur."
Aðspurð um „markaðinn" segir
hún alltof mikla spillingu ríkjandi.
„Það er allt of mikið siðleysi í
gangi," segir hún hugsandi.
Arnar skýtur inn í að virðing
fólks fyrir sjálfu sér og öðrum sé
ekki nógu mikil. „Fólk heldur alltaf
að grasið sé grænna hinum megin
og skilur ekki að grasið grænkar
eftir því sem maður ræktar garðinn
sinn."
edda@dv.is