Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 40
52 FÖSTUDAOUR 7. JÚU2006 Helgin DV leið þegar ég fékk hana í fangið. Það vita allir sem reynt hafa hvaða tilfinning grípur foreldri. Þeir sem ekki hafa upplifað það myndu hvort sem er ekki skilja mig þótt ég reyndi að færa þær tilfinningar í einhvern lýsingarorðabúning. Ég vildi ekki sleppa henni og mun sjálfsagt aldrei gera. Ást mín til móður hennar - sem ég hélt að gæti ekki orðið sterkari - er nú á einhverju allt öðru stigi og ekki lengur bara ást á milli tveggja ein- staklinga heldur ótrúlega sterkt band sem heldur heiminum okkar saman. Ég er óendanlega þakklát- ur fyrir hvað sú litla er heilbrigð og hraust því það er nú langt frá því að vera sjálfsagt. Mér finnst líka yndislegt að fylgjast með því hvað konan mín er ofboðslega góð móð- ir. Hún dóttir mín kann sko sann- arlega að velja sér mömmu!" Hvað þýðir orðið „faðir“ í þín- um huga; hvað er að vera góður pabbi? „Að vera kallaður faðir finnst mér vera titill sem ber með sér bæði vald og mikla ábyrgð. Þess vegna hef ég kynnt mig síðustu misseri annað hvort sem „verð- andi faðir“ eða „faðir“. Mér finnst sá titill skemmtilegri en athafna- maður eða framkvæmdastjóri! Ég get ekki beðið eftir því þegar dóttir mín fer að kalla mig pabba.“ Himinninn er á fæðingardeildinni Upplifðir þú barnsfæðinguna sem kraftaverk? „Já - ekki bara fæðinguna sem slíka, heldur er það kraftaverk hvaða áhrif stelpan hefur á alla sem eiga hlut í henni. Ef börnin koma af himnum, þá eru himnarn- ir inni á fæðingardeild Landspítal- ans. Þar er margt yndislegt fólk. Það hlýtur að vera sérstakt að vinna á himnum en koma heim á kvöldin, ef þú skilur hvað ég meina!" Breyttist heimilislífið mikið eftir að prinsessan mætti? „Já, heimilislífið hefur mikið breyst hjá okkur, í dag er mikil ró á heimilinu. Sjaldan kveikt á sjón- varpi eða útvarpi og alltaf slökkt á hringingunni á farsímanum," segir hann af sannfæringu. „Við vorum mikið heima saman síðustu vik- urnar fyrir fæðingu og ég kaus að vinna allt að heiman sem ég þurfti að gera, en ég reyndi hvað ég gat að slíta mig frá daglegu amstri. Eft- ir fæðinguna hef ég því miður þurft að ferðast mikið til London en þeg- ar ég er heima reyni ég líka að vera heima hjá konu og barni og vinna þaðan. Annars er ég með frábært starfsfólk á Concert sem gerir mér kleift að vinna að heiman. Dagleg- ur rekstur Concerts er í höndum Helgu Lilju Gunnarsdóttur sem stýrir skútunni af mikilli festu og hjá okkur starfar gott fólk.“ Saknar þú ekki dótturinnar þeg- ar þú ert svona íburtu? „Jú, alveg agalega..." Smáþögn. „En ekki síður mömmu hennar. En svona er bara lífið, það verður líka að draga björg í bú. Ég gat leyft mér að vera heima milli þess sem ég var hér í London að undirbúa útgáfu plötunnar á mánudaginn. Ég vona nú að þegar þessi smáskífa er komin út verði smá tími fyrir frí svo ég fái að skeina svolítið, skipta á í friði og horfa á dóttur mína hlæja svolítið að pabba sínum!“ Stærsta afrekið á listanum / ljósi þess að þú hefur í fjöida ára staðið fyrir tónleikum til styrkt- ar krabbameinssjúkum börnum, Ieiddir þú þá hugann einhvern tima að því að þið eignuðust jafn- vel ekki heilbrigt barn? „Já, svo sannarlega veit ég að það er ekki sjálfgefið að eignast heilbrigt barn, eða að börn búi við góða heilsu. Kveikjan að þessum styrktartónleikum var veikindi lít- ils frænda míns sem með hjálp Guðs, góðra lækna og aðstoð frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, er nú að verða stór. Ég var í námi í Ameríku þegar fréttir af veikindum hans bárust mér í gegn- um síma. Það var mjög óraunveru- legt. Við heimkomu mína síðar á „Þarna hafði frænka mín verið að „safna" myndum sem hugs- anlega hefðu getað orðið síðustu mynd- irnar afbarninu hennar á lífi. Þegar ég gerði mér grein fyrir því, þá gerðist eitthvað innra með mér sem breytti mér til frambúðar." árinu var meðferð hans lokið og hann á batavegi. Þegar ég kom í heimsókn til móður drengsins, frænku minnar, sá ég að hún hafði tekið nokkur hundruð myndir af stráknum áður en hann gekkst undir aðgerðina. Þá laust því allt í einu niður í mig hvað hafði í raun gengið á. Þarna hafði frænka mín verið að „safna“ myndum sem hugsanlega hefðu getað orðið síð- ustu myndirnar af barninu hennar á lífi. Þegar ég gerði mér grein fyrir því, þá gerðist eitthvað innra með mér sem breytti mér til frambúðar. Síðan þá hefur þessi fjölskylda þurft að ganga í gegnum margt og hún frænka mín er ótrúlega sterk kona." Ertu kannski stoltari af þessu tónleikahaldi en mörgu öðru sem þú hefur áorkað? „Það verður að nota það sem manni er kennt og gera eitthvað meira en bara djöflast út í eitt frá degi til dags. Og já, ég viðurkenni það fúslega að þessir tónleikar eru stærstu afrekin á mínum lista. Þeir eru vitnisburður um það að ég á vini í þessum bransa sem eru til- búnir að koma með mér í þetta. Á meðan ég á vini í þessum bransa hlýt ég að vera að gera rétt. Einar Björnsson og hans menn hjá EB hljóðkerfi koma þarna ár eftir ár og gefa alla vinnuna sína og rukka enga leigu fyrir tækin. Háskólabíó rukkar enga húsaleigu og fjöldi annarra leggur hönd á plóginn. Sálin hans Jóns míns hefur til dæmis leikið á öllum tónleikunum og ég þarf aldrei að ganga á eftir þeim. Þetta fólk er ómetanlegt og aðstoð þess aldrei metin til fjár, enda veit það allt að allir pening- arnir hafa alltaf skilað sér óskertir að fullu. Ég trúi því að við njótum góðs af þessu starfi á öðrum stöð- um." Frægð og frystitogari Einar, úr því ég þarf ekki að horfa íaugun á þér, þá leyfi égmér að spyrja: Er ekki vonlaust fyrir ís- lendinga að meika það í útlönd- um? „Þeir sem eru í þessu til að „meika það“ - þeir meika það aldrei." Sama einlægnin. „Þetta er einfaldlega ekki þannig. Þetta er margra ára vinna og reynsla og maður þarf að beita því sem maður kann og nota það í síbreytilegu umhverfi. Þetta er svo- lítið eins og að vera á frystitogara - bullandi erfið vinna - bara öðruvísi galli!" segir hann skellihlæjandi, en ljóstrar ekki upp hvort hann er á nærbuxunum í þessu viðtali. „Ég notfæri mér alla þá reynslu sem ég hef fengið í gegnum árin, það á jafnt við um það sem ég lærði af Helga Björns fyrir tíu árum og það sem ég lærði af lögfræðingnum mínum hér úti í gær.“ Hvað með Idol-stjörnurnar á Is- landi? Er þetta tímabundin frægð hjá þeim eða eiga þau eftir að verða eins og EUý Vilhjálms og uppáhaldssöngvarinn þinn, Ray Charles? „Hmmm." Held að sambandið hafi rofnað. En nei, hann ætlar greinilega bara að vera diplómatískur í þessu svari. „Það er enginn sem getur tekið við af Ellý eða Ray. En veistu það, að Hildur Vala er til dæmis algjör- lega einstök söngkona. Það er Mættur á svæðið. „Það hefur mikil Guðs blessun fylgt þessum tveimur verkefnum og ég trúi þvíað Guð komi llka til London þótt borgin sé vissulega skítug stundum." 1 Sp*-* 'Vvíí }]V 1 1 enginn á íslandi sem hljómar eins og hún. Hún er æði. Snorri er líka ótrúlegt talent. Spáðu í það að á meðan hann rölti í rólegheitunum í gegnum Idol-keppnina án þess að blása úr nös - þá stjórnaði hann upptökum á nýjustu plötu Jet Black Joe! Síðan gefur hann út sína plötu fulla af frábæru efni og fullt af frábæru efni eftir sjálfan sig. Ef svona gullmolar réttlæta ekki Idol- keppnina, þá veit ég ekki hvað. Það eru margir óslípaðir demantar þarna úti sem eiga fá tækifæri til að brjótast í gegn og kynna sig fyrir landi og þjóð. Idolið er fárra leið til þess." En nú verður ekkert meira Idol, gengið sér tilhúðar um allan heim. Sérðu eftir einhverju sem þú lést út úr þér sem dómari þar? „Nei, finnst þér ástæða til þess?" spyr hann á móti stríðnis- lega. Hvað er framundan hjá þér annað en að bíða eftir sölutölum af Nylon-plötunni í London og ná enn meiri tengslum við dótturina? Skellihlátur. „Á nú að plata mann í lokin og láta mig segja eitthvað sem ég sé eftir?! Nei, það er í alvöru ekki frá neinu merkilegra að segja en það að ég ætla að skipta á bleium í sumar í friði og það að Stöð 2 hefur viðrað við mig að vera með í nýjum þætti sem á að byrja í haust. Það eina sem ég get sagt með fullri vissu og í sannleika er að það er ekki íslenska útgáfan af Sopranos!" annakristine@dv.is DV-myndir: Kamil M. Janowski, London. Myndir úr einkasafni Einars Búrðarsonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.