Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDACUR 7. JÚLÍ2006
Helgin DV
Make frá Guerlain
„Nýr litur frá þeim en ég
var að koma ffá Spáni og er
svolítið dökk svo ég nota frek-
ar dökkan lit
núna."
Sólarpúður frá
Guerlain
„Þetta er
nýjasta tegundin
og það er svolítill
glans í þessu. Það
gefur ferskan blæ.“
Augnblýantur frá
Guerlain
„Þessi er dökkbrúnn
og sanseraður og ofsa flott-
ur í sumar."
Varalitablýantur frá
Guerlain
„Nú nota ég
bninrauðan í /
stíl við glossið
sem er lfka frá
Guerlan sem.
er aðeins út í
appel-
sínugult."
Maskari frá Clarins
„Bara svona venju-
legur, en ég nota
hann lítið og helst
bara spari."
Augnskuggar frí
BobbyBrown
„Eg nota augnskugga mjög
sjaldan en þessir eru í jarðarlit-
um og voða
fallegir."
Inga Gottskálksdóttir er aöstoðarverslunarstjóri í Kúltúr í Kringlunni. Hún
er Ifka stflisti og fer með konur f innkaupaleiðangra og ráðleggur þeim þeg-
ar mikið stendur til. Hún var í óða önn að undirbúa forútsölu hjá versluninni
þegar DV náði sambandi við hana en útsalan mun standa eitthvað fram eft-
ir vikunni. Inga opnar snyrtibudduna sfna fyrir lesendur en hún segir veru-
legan mun á snyrtivörunum sem hún notar að vetri og sumri. Litirnir sem
hún velur á sumrin eru dekkri og svo notar húnn maskara og augnskugga
eingöngu spari. Hún maelir þó sérstaklega með MAC-Fix-spreyi til að frfska
upp á snyrtinguna f hita og þunga dagslns. Inga er nýbúin að vera á Spáni
og er full tilhlökkunar á leið í laxveiði í Vfðidalsá innan tfðar.
Athafnakonan
Björg Kristín Sigþórsdóttir er nánast alin
upp í bakaríi föður síns, Bakarameistaranum, og er lærður
kökugerðarmaður. Hún kúventi þó þegar hún festi kaup á
versluninni Bylgjunni í Hamraborg þar sem hún býður upp á
vandaðan og sérstakan fatnað fyrir konur ásamt snyrtivörum,
skartgripum og öðrum fylgihlutum.
Björg Kristín Sigþórs-
dóttir rekur verslunina
Bylgjuna í Hamraborg.
Úr kökugerð í fatabransann
„Ég ætíaði reyndar alltaf að fara í
snyrtifræði," segir Björg Kristín,
kölluð Bogga. „Það að ég hóf rekstur
hér var svolítil tilviljun, en ég var að
leita mér að atvinnuhúsnæði fyrir
kvenfatnaðinn Ghost sem ég var
búin að fá umboð fyrir. Þetta er sér-
lega vandaður breskur fatnaður, en
fyrirtækið býr sjálft til sín efni. Þeir
eru mikið að vinna með viskos og
auðvitað fleiri efni en aðaleinkenni
þeirra er viskosið sem þeir með-
höndla sérstaklega. Þar af leiðandi
verður efnið mjög sérstakt, það er
þungt og leggst vel, en á móti leggja
þeir mikla áherslu á sniðin. Þetta
eru sígild föt, hátískan frá Bretíandi
og klæðnaður sem er gott að vera f.
Það þarf heldur ekki að fara með
þennan fatnað í hreinsun, hann
þolir þvott í venjulegri þvottavél."
Snyrtivöruverslun með í
kaupunum
Þegar Bogga festi kaup á hús-
næðinu í Hamraborg fylgdi með í
kaupunum 35 ára gömul snyrti-
vöruverslun. „Mér fannst ómögu-
legt að hætta rekstrinum á þeirri
verslun sem stóð á svo gömlum
merg. Mér fannst lfka passa vel að
hafa föt og snyrtivörur saman. Þetta
er svona dótabúð fyrir konur," segir
Bogga hlæjandi. „Við bættum við
nýjum merkjum eins og Guerlain,
Chanel og Elisabeth Arden og erum
þar að auki að taka inn skartgripi frá
breskum hönnuði undir merkinu
Mawi. Áherslan hjá okkur er að vera
með vandaða vöru sem fólk fær ekki
annars staðar og ætíunin er að bæta
við og opna aðra verslun í viðbót við
þessa. Það er hugur í okkur," segir
Bogga hlæjandi.
Hún segist hafa nóg að gera í
rekstrinum en nýtur hverrar mín-
útu. „Þetta er langur vinnudagur en
ég er líka með þrjú börn, Tinnu sem
er 10 ára, Kristínu öldu fimm ára og
Jörgen Viggó þriggja ára. Maðurinn
minn hefur verið mjög hjáiplegur
en hann er auðvitað í fullri vinnu
annars staðar. Daglegur rekstur er í
mínum höndum en ég er með þrjá
lausráðna starfsmenn og þarf að
bæta við."
Allur frítími nýttur með
fjölskyldunni
Bogga segist nota allan sinn frí-
tíma með börnunum og um helgina
ætlar fjölskyldan í sumarbústað og
njóta íslenskrar náttúru. „Mér
finnst alltaf mest gaman að ferðast
innanlands," segir Bogga, sem þarf
auðvitað að ferðast mikið til Bret-
lands í tengslum við reksturinn. „Ég
reyni að nota tímann sem best með
fjölskyldunni því verslunin er ekki
opin um helgar í sumar. Á virkum
dögum erum við með opið frá 10-18
og á föstudögum til 19. í haust verð-
ur verslunin opin á laugardögum."
edda@dv.is
Nýjar rannsóknir benda til þess að konur geti notað innsæi sitt til þess að velja sér maka
Konur geta lesið úr andlitum karlmanna hvað þeir vilja
Þú sérð allt sem þú vilt vita um
næsta mann sem þú hittir ef þú horf-
ir nógu lengi á andlit hans ef marka
má nýjustu rannsókn frá Santa Bar-
bara-háskólanum í Kalifomíu og há-
skólanum í Chicago.
í rannsókninni kemur fram að
konur geti lesið úr andlitum karl-
manna hvort þeir séu líklegir lífstíðar-
makar og vilji böm eða bara
elskhugar í skamman tíma. í rann-
sókninni er karlmönnunum einmitt
skipt niður í tvo hópa, menn tíl að
byggja upp framtíð með og menn til
að eiga í ástarsambandi við.
Andlitið segir allt sem segja
þarf
„Útkoman sýnir okkur að konur
velja frekar karlmannlega menn til að
eiga í stuttum ástarsamböndum við
en karlmenn sem hafa áhuga á böm-
um sem maka til ffambúðar," segir
Dr. Dario Ma-
estripieri hjá
Santa Barbara-há-
skólanum. Hann
tekur það einnig
fram að hægt sé að
lesa meira úr
andiitum karl-
manna um sið-
ferði og framtíðarmarkmið en fólk
gerir sér grein fyrir.
Til þess að framkvæma rannsókn-
ina vom tekin testósterónsýni úr stór-
um hópi manna á þrítugsaldri til þess
að mæla testósterónmagnið í þeim.
Síðan vom þeim sýndar myndir af
fiillorðnu fólki og bömum og þurftu
að svara hvort höfðaði meira til þeirra.
Teknar vom myndir af öllum
mönnunum og 29 konur vom fengn-
ar til að gefa álit sitt á því hvort þeim
líkaði við böm, væm karlmannlegir,
aðlaðandi eða vingjamiegir. Þeir
menn sem konumar völdu sem lík-
legasta til að vilja böm í framtíðinni
vom þeir sömu og sýndu áhuga á
bömum á myndunum. Konunum
tókst einnig að velja þá menn sem
þær töldu vera með mesta magnið af
testósteróni og vom allar konumar
miklu hrifhari af þeim mönnum.
Konumar völdu þó frekar menn sem
sýndu áhuga á bömum sem lífstíðar-
maka.