Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 38
50 FÖSTUDAGUR 7. JÚU2006
Helgin 0V
Einar Bárðarson, Umboðsmaður íslands, tónleikahaldari og eiganda Concerts, í einlægu samtali um ný-
fædda dóttur sína, ástina, Guð í London og Qárfesta sem hann gleymdi að taka nafnspjöldin hjá. Fyrir
tveimur mánuðum varð gjörbylting í lífi Einars þegar hann fékk frumburð sinn í fangið og honum varð
ljós forgangsröðun lífsins. Hann stendur í stórræðum í Bretlandi en bíður þess að komast heim í frí til
að skeina og skipta á litlu dótturinni.
Sex ára gutti stóð fyrir utan Kaupfélagið á Selfossi og seldi dag-
blöð. Þegar Kaupfélaginu var lokað tveimur tímum síðar
rærði hann sig í blóma- og gjafavöruverslun foreldra sinna,
seldi afganginn af blöðunum og hjálpaði til í búðinni. Núna er
sami strákur að selja stærri hluti, aÚan Nylon-flokkinn og Garðar
Thór Cortes, í aðeins stærra þorpi en Selfossi. Á mánudaginn
kemur fyrsta smáskífa Nylon-stelpnanna í verslanir í Bredandi og
þá sér landinn hvort Einar Bárðar hafi veðjað á rétta hesta enn
eina ferðina. f haust kemur svo væntanlega breiðskífa og áform
eru uppi um útgáfu plötu með Garðari Thór Cortes í febrúar á
. næsta ári. Staddur í London í alltof miklum hita og úrhellisrign-
ingu segist hann sakna gríðarlega tveggja mánaða dóttur sinnar
og eiginkonunnar Áslaugar, en það þurfi að draga björg í bú.
„Efvið náum inn á topp 40 verð ég yfír mig
ánægður. Ég gerí ekki ráð fyrir því að við
leggjum undir okkur breska branstmn íeinni
tilraun. Eins og ég hefsvo oftsagt: Þetta er
ekki sprettur - þetta er langhlaup
Einar Báröarson hefur oft verið
kallaður Mídas, enda virðist flest
það sem hann kemur nærri breyt-
astígull. Fyrirtækið hans, Concert,
er einn stærsti tónleikahaldari
landsins. Hann hefur staðið fyrir
fjöldamörgum stórtónleikum, afl-
að fjár fyrir krabbameinssjúk börn
árum saman, fengið hingað til
lands heimsfræga skemmtikrafta,
gaf út mest seldu plötu íslands í
fyrra og er maðurinn á bak við
Nylon-flokkinn, sem hefur verið að
gera það gott á Englandi.
Guð kemur líka til London
„Núna er ég hér vegna þess að
ég get auðvitað ekki sent verð-
bréfagaurana eina til London!"
segir hann skellihlæjandi símleiðis
frá Lundúnaborg. „Það verður að
vera smá litróf í útrásinni. Útrásin
er einhvers konar keppniskomplex
og eftir góðan árangur heima lang-
ar mig náttúrlega að prófa og sjá
hvort ég eigi eitthvert erindi á
„heimsmeistaramótið" í London.
Ég tel að bæði Garðar Thór Cortes
og Nylon-stelpurnar eigi fullt er-
indi inn á markaðinn hér. Þess
vegna ákvað ég að bíða ekki eftir
því að mér yrði boðið heldur mætti
bara á svæðið. Það hefur mikil
Guðs blessun fylgt þessum tveim-
ur verkefnum og ég trúi því að Guð
komi líka til London, þótt borgin
sé vissulega skítug stundum."
Einar á ekki langt að sækja við-
skiptahæfileikana. Mamma hans,
fOara Sæland, rak um árabil
blóma- og gjafavöruverslun á Sel-
fossi ásamt pabba hans, Haraldi
Hallgrímssyni, sem gekk Einari
ungum í föðurstað. Ni' eru þau
með hestabúgarð í Holtunum og
Einar segir mömmu sína í raun
vera heimavinnandi kúreka sem
baki brauð. Garður móðurforeldr-
anna, Huldu og Eiríks Sæland, var
margverðlaunaður af Sambandi
sunnlenskra bænda og hann er
ekki frá því að þetta fólk hafí mót-
að hann mikið.
„Mitt fólk hefur alltaf verið
sjálfs sín herrar. Það eina sem ég á
ekki sameiginlegt með honum afa
mínum er að hann hefur alltaf ver-
ið gallharður kommúnisti!" segir
hann skellihlæjandi. „Ég get þó
þakkað honum það að hafa kennt
mér ríka réttlætiskennd."
Einar á tvö hálfsystkin í Noregi,
þar sem blóðfaðir hans, Bárður
Einarsson, býr en nánastúr honum
er hálfbróðirinn Arngrímur Fann-
ar, Addi Fannar, í hljómsveitinni
Skítamórall.
„Addi er hálfbróðir minn á
pappírum en ég lít nú ekki á það
þannig. Hann er „heilli" bróðir en
nokkur hefði getað óskað sér þrátt
fyrir að vera „háif" bróðir. Mamma
og blóðfaðir minn Bárður skildu
þegar ég var mjög ungur. Mamma
var að vinna á símstöðinni í Ara-
tungu þegar hún kynntist Haraldi,
sem gekk mér í föðurstað. Hann
hefur reynst mér gríðarlega vel og
ég á honum allt að þakka. Hann
kenndi mér mikið og er sá sem hef-
ur undirbúið mig mest undir al-
vöru lífsins.
Það má því segja með sanni að
ég hafi fengið sveitaballastemn-
inguna beint í æð sem pjakkur í
Aratungu. Þar byrjaði ég að tína
gler fyrir utan Aratungu þegar ég
var fimm ára, eftir böllin hjá Sum-
argleðinni. Nú er ég meira að segja
búinn að plata þá til að koma sam-
an aftur! Við Áslaug Thelma völd-
um Aratungu fyrir brúðkaupið
okkar í fyrrasumar, en til að flnna
Áslaugu þurfti ég að fara alla leið til
Phoenix í Arizona! Það var ansi
magnað að fara einhleypur til
Ameríku og það út í miðja eyði-
mörk til að kynnast stelpu frá
Keflavík. Það voru sannarlega ein-
hver örlög," segir hann glaðlega.
Veit ekki nöfnin á
fjárfestunum
Áður en við forvitnumst um
nýjasta ævintýrið ílífí Einars Bárð-
ar, dótturina sem fæddist 12. maí,
spyr ég hvort hann trúi því að
Nylon eigi eftir að leggja Bretland
að fótum sér.
„London er svolítið eins og Bif-
röst í goðafræðinni - leiðin að
nafla alheimsins. Ég væri sannar-
lega ekki að leggja alla þessa vinnu
á mig og alla þessa peninga í þetta
Með José Carreras Einar og Áslaug Thelma með stórsöngvaranum José Carreras, sem er
einn þeirra heimsfrægu sem Einar hefur fengið til að stlga d svið d Islandi.
Umboðsmaðurinn og tónlistarfólkið Á Nordica hóteli með Aslaugu Thelmu, Kiri Te
Kawana, Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, Garðari Cortes og vini söngkonunnar Kiri.