Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 7. JÚU2006
Fréttir DV
Jakob Bjarnar Grétarsson
Sandkorn
• Ásgeir Dav-
íðsson, öðru
nafni Geiri á
Goldfinger, er
afarósáttur við
kaldar kveðjur
sendiráðsmannanna bandarísku
sem skrifuðu skýrslu þess efnis
að vændi tengdist súlustað hans í
Kópavoginum. Geiri tók sendiráðs-
mönnum með kostum og kynjum,
frítt á barnum og ókeypis einkadans.
Geiri taldi og telur sig ekki hafa
neitt að fela. Geiri er nú í Tælandi
þar sem hann er á heilsuhæli í stífri
megrun. Þar hefur hann verið áður
og náði þá af sér um 20 kílóum en
haft er eftir honum að þeim bæti
hann einhverra hluta vegna á sig
heimaáíslandi...
• Þá er Geiri af-
skaplega ósáttur
við Morgunblað-
ið og fréttaflutning
blaðsins af um-
ræddri vændis- j.
skýrslu sendiráðs-
mannanna.-Segist
hann hafa viljað
koma á framfæri
athugasemdum
en var tjáð að hans skoðanir væru
ekki velkomnar á síður blaðsins. En
gremja hans snýr þó fyrst og síðast
að Bandaríkjamönnum, að þejr vogi
sér að setja út á rekstur hans í Kópa-
vogi. Síðast þegar spurðist til Geira
var hann í Pattaya þar sem hann
segist vera að kanna hvernig Kaninn
hagar rekstri strípibúlla en Pattaya -
sem kallað hefur verið stærsta hóru-
hús heims - er byggt upp af Bánda-
ríkjamönnum...
• Lítt hefur heyrst frá Ágústu Evu
Erlendsdóttur og hópnum í kring-
um Silvíu Nótt eftir umdeilda Grikk-
landsför. Enginn bilbugur er
þó á þeim bænum
og er nú unnið
hörðum hönd-
um að tökum nýrrar
sjónvarpsþáttaser-
íu og einnig er verið að
taka upp plötu með Sil-
víu Nótt...
• Gullveig
Sæmundsdóttir
fyrrverandi ritstjóri
Nýs Lífs kvaddi
Fróða í síðustu viku
snúin vel. Hún lét
þess getið við það
tækifæri að fyrir-
tækið væri fólkið
sem þar starfaði.
Hún óskaði þá starfsfólkinu gæfu
og gengis en tók það fr am að hún
óskaði fyrirtækinu ekki slíks hins
sama...
• Dóris Róbertsdóttir vann lúxus-
ferð til Rómar í „hættum að reykja"
átaki sem
Lyfja og
Nicotinell
stóðu fýrir
í þættin-
um ísland
íbítið.
Lesendur
Mogga sáu mynd af því þegar Dóris
tók við verðlaunum úr höndum...
Ernu Kaaber! Erna kemur víða við
en eftir því sem næst verður komist
er hún innblaðsstýra Blaðsins. Þetta
dæmi gengur illa upp. Af hverju er
Erna að afhenda? Er Erna flugumað-
ur íslands í bítið (365) á Blaðinu?
Eða öfugt? Eða tengist þetta dálka-
seríu í Blaðinu: Hættið að reykja
með Emu Kaaber? Þá hlýmr Ásgeir
Sverrisson ritstjóri að spyrja sig
hvort sú sagnasería hafi verið í boði
Nicotinell...
Netið hefur gerbreytt nútíma fjölmiðlun og lýsir það sér í mun meiri hraða en áður hef-
ur þekkst. Sorgaratburðir eru til umfjöllunar á netinu. Hvort sem mönnum líkar betur
eða verr. Tvö nýleg dæmi eru um að minningarsíður hafi orðið til skömmu eftir sviplegt
fráfall.
Minning með hraði á Netið
Mjög færist í aukana að fólk riti
minningargreinar á sérstakar síð-
ur á netinu - bloggsíður látinna. Þar
skrifa vinir og kunningjar kveðjuorð
til hins látna og oft þegar aðeins fáein-
ar klukkustundir em liðnar ffá því að
viðkomandi hefur kvatt hið jarðneska
líf. Hvað sem mönnum finnst um þá
staðreynd þá er víst að netið hefur
breytt og mun breyta nútíma fjölmiðl-
un. Einnig hvað varðar sviplegt frá-
fall en um það hefur ríkt samkomu-
lag að láta tiltekinn tíma h'ða frá því
að sviplegt fráfall verður og þar til það
er kynnt opinberlega. Netið virðir það
samkomulag að vettugi.
Viðkvæmt málefni
„Það er mjög margt viðkvæmt í
þessu. Það er margt sem ber að var-
ast í þessu. Það er kannski ekki búið að
ná í alla aðstandendur" segir Hjörtur
Magni um að það hafi færst í aukana
að fólk skrifi minningarorð um nýlátið
fólk í gestabækur bloggsíðna skömmu
eftir að fólk hefur fallið fr á.
„Kannski ætti að reyna að setja regl-
ur um þetta," spyr Hjörtur sem bendir
á mótsögnina sem felst í því að fjöl-
miðlum er bannað að birta nafn hins
láma en nöfhin birtist kannski strax á
bloggsíðum.
Minningarorð klukkustundum
eftirfráfall
„Megi englamir vaka yfir þér. Við
elskum þig," mátti lesa á bloggsíðu Sig-
rúnar Kristinsdóttur sem lést í bflslysi
á Skagafjarðarvegi við Varmahlíð á
sunnudagsmorgun. Þessi minningar-
orð voru rituð á síðu Sigrúnar einung-
is fáeinum klukkustundum eftir slysið.
Var það vinkona hennar sem skrifaði.
Hin hefðbundna leið er sú að
minningargreinar birtist í Morgun-
blaðinu á útfarardag. En sú virðist ekld
vera leiðin sem ungt nútímafólk kýs til
að minnast ástvina. Nú þegar hafa um
fimmtíu aðilar skrifað minningarorð
um Sigrúnu.
„Tilkoma bloggsins minnir mig
á þann tíma þegar fyrstu frjálsu út-
varpsstöðvamar vom að hasla sér völl
og kepptust við að vera fyrstar í loftið
með slysafréttir og tilkynna andlát,"
segir Hjörtur Magni.
Hann segir svo frá að þegar hann
þjónaði á Suðumesjum hafi hann
þurft að taka þátt í hasarkappakstri
Morgunblaðið Stefán Ólafsson sérekki
fram á miklar breytingar á minningargrein-
um blaðsins I náinni framtið.
„Aðgát skal hafa í nærveru sála," segir Hjörtur Magni Jóhannsson prestur í
Fríkirkjunni um þá staðreynd að fólk er byrjað að skrifa minningargreinar á
bloggsíður - og þá oft skömmu eftir fráfall viðkomandi.
„ISárakrakkartesa
mmningargremar
Morgunbtaðsms og æti-
ast til að minningar-
greinarséu skrifaðar
um bá beqar þeir sjálfír
^Hafrá"
til að ná í aðstandendur fyrir útsend-
ingartíma. En hann segir jafnframt að
hálfsannleikur geti verið skaðlegri lyg-
inni.
„Sannleikurinn getur verið grimm-
ur og miskunnarlaus. Sannleikurinn
getur birst manni í formi vitneskju sem
skyndilega sviptir mann allri gleði, von
og jafnvel lífslöngun."
Fallinn Snigill kvaddur á netinu
Á heimasíðu Sniglana má lesa
minningargreinar um Heiðar Þ. Jó-
hannsson en hann lést í vélhjólaslysi í
Öræfasveit á sunnudaginn var.
„Mitt fyrsta landsmót... búinn að
hlakka miídð til... það sem ég hlakkaði
einna mest til að prufa var víðfræga
súpan hans Heidda. Hún stóð sko al-
veg undir væntingum, enda át ég á
mig gat. Ég á voðalega fá
orð til að lýsa sársaukan-
um í hjartanu, eina sem
kemur í hugann er gífur-
leg sorg og söknuður. Ég
sendi fjölskyldu hans, vin-
um, samferðamönnum
sem og öllum öðrum mín-
ar dýpstu samúðarkveðjur.
Hvíl í friði vinur."
Þessi orð skrifar Ámý
Sesselja mánudaginn 3.
júh', daginn eftir slysið. Á
eftir Ámýju hafa svo um
300 skrifað minningarorð
um Heiðar.
Morgunblaðið heldur
sínu striki
„Kannanir sýna að 18 ára krakkar
lesa minningargreinar Morgunblaðs-
ins og ætlast til að minningargreinar
séu skrifaðar um þá sjálfa þegar þeir
falla frá," segir Stefán Ólafsson sem sér
um minningargreinar hjá Morgun-
blaðinu.
- Q
l jd
Bloggsíða Sigrunar
Skömmu eftir fráfall hennar
var bloggslða hennar orðin
vettvangur minningarorða
vina hennar.
Minningarsíða Þegar
eru komin þrjú hundruð
innlegg þarsem fólk
kveður Heiðarog
minnisthans.
Veigamikill þáttur í útgáfu Morg-
unblaðsins er og hefur verið um ára-
tuga skeið birting minningargreina.
Víst er að þeir sem eiga um sárt að
binda vegna fráfalls ættingja og vina
líta til þess að þar sé hinn formlegi
vettvangur minningarorða. Stefán sér
ekld fram á breytingar þar á í náinni
framtíð þrátt fyrir þessa nýbreytni sem
fylgir netinu.
„Tíminn leiðir það svo bara í ljós
hvað bloggið kemur til með að gera í
þessu samhengi," segir Stefán.
myrdal@dv.is
Sigurður G. Tómasson telur Landsvirkjun skaða lífríki Þingvallavatns
Vatnabobbar Bubba í bobba
„Kunningi minn sagði mér að
lokustjórar iLandsvirkjunar við útfall-
ið hefðu enn einu sinni sturtað nið-
ur og næmi vatnsborðslækkunin tíu
sentimetrum á afar stuttum tíma. Ég
hef ekki getað staðreynt þetta en ef-
ast ekki um að þetta sé satt í ljósi fyrri
reynslu," segir Sigurður G. Tómasson á
síðu sinni.
Sigurður, eða Bubbi eins og hann
er kallaður, hefur fylgst með Þingvalla-
vatni í áratugi og á bústað í Þingvalla-
hreppi. Veiðimenn hafa orðið þess
varir í vor að óvenju daufleg silungs-
veiði hefur verið í Þingvallavatni.
Sigurður segir að svo virðist sem
Landsvirkjunarmenn geti ekki lært
þær einföldu staðreyndir að svona fikt
í rennslinu, með tilheyrandi snöggri
vamsborðslækkun virki eins og Þing-
vallavam hafi orðið fyrir víðtækri
sprengjuárás.
„Allt lífrfldð verður fyrir áfalli.
Mýklak skemmist, vamabobbi drepst
og bleikjan hverfur út á djúpið."
Héðinn Stefánsson er stöðvarstjóri
Frá Þingvallavatni Veiðin hefur verið daufl
vor og telur Bubbi Landsvirkjun valda þvl
með flökti áyfirborði Þingvallavatns.
á Steingrímsstöð og hefur verið und-
anfarin 12 ár. Hann hafnar gagnrýni
Sigurðar. „Við reynum að halda skekkj-
unni innan við þrjátíu sentimetra.
Áður en Steingrímsstöð kom nam
náttúruleg sveifla á vatnsyfirborðinu
allt að metra. Þannig að þetta er nú
þrisvar sinnum minni sveifla sem við
höfum í dag."
Héðinn segir ýmislegt geta vald-
ið sveiflum á vamsyfirborði, hlýindi
og miklar rigningar. „Við höfiun verið
í samvinnu við svokallaða hagsmuna-
aðila sem þama eru," segir Héðinn og
aftekur með öllu að þeir hafi verið að
fikta í afrennslinu með óeðlilegum
hætti.
Sigurður vimar í áramgareynslu
heimamanna sem best þekkja vam-
ið. Og segir alkunnuga þá Iíffræðilegu
staðreynd að virkni lífríkisins sé mest í
efstu sentimetrum vatnsins.
„Baráttan við lokustjóra Lands-
virkjunar hefur staðið í áramgi, eða
síðan þeir settust við kranana á virkj-
ununum við Sogið. Upphaflega báru
þeir hinum ótrúlegustu firrum við.
Þeir þrættu fyrir að vamsborðið hefði
hækkað við stíflugerð í útfallinu, þótt
það lægi fyrir skjalfest. Þeir héldu því
fram að vatnsborðsbreytingar hefðu
engm áhrif á lífrfldð. Þeir héldu því
fram að vatnsborðsbreytingar væru
minni eftir virkjun en fyrir og minnt-
ust þá ekkert á það að áður voru vatns-
borðsbreytmgar sneggstar í kerling-
arhlákum á vetuma þegar áhrifin eru
sáralítfl á lífrfldð."
Sigurður segir þá sem unna náttúm
Þingvallavatns láta liggja í láginni fyrri
glæpi, eins og þegar merkilegasta
urriðastofni Evrópu var útrýmt til þess
að byggja smávirkjun og bitmýinu í
Sogrnu var útrýmt með eitri. Þá vissu
menn kannski ekki hvað þeir voru að
gera.
„Nú eiga menn að vita betur. Lát-
ið þið Þingvallavatn í friði,
lokustjórar. Þið hafið gert
nægar skammir af ykkur
á liðnum árum."
myrdal@dv.is