Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 7. JÚLl2006 Helgin PV „Eg var d ú kkmíhaiísftfá b ba^ Ása María Björnsdóttir-Togola er glæsi- leg kona á fimmtugsaldri, menntaöur hótelstjóri frá virtum skóla í Sviss, nam markaðs- og útflutningsfræði í Tæknihá- skóla íslands, hefur stofnað og rekið lista- gallerí við Skólavörðustíginn og í Osló og stundar nú nám í næringarfræði. Ekkert gefur til kynna að hún beri í sálu sinni ör sem vart er hægt að ímynda sér að muni Hún slóst við strákana í Bolungarvík. Enda líkamlega sterk og lét engan vaða yfir sig. Hún sótti skólann af kappi og náði góðum árangri. Fimmtán ára tók hún allt sparifé sitt og fór á heimavistarskóla. Varð að komast í burtu. Sextán ára flutti hún til pabba síns og konunnar hans. Fyrir fimm árum kom ung stúlka í fjölskyldunni til hennar. Sagði henni að þessi pabbi hennar sem hún elskaði hefði misnotað hana kynferðislega í mörg ár. „Ég gat ekki á nokkurn hátt mun- að hvað hafði gerst á æskuárum mínum," segir hún og augun fyll- ast af tárum. „Þegar ung stúlka í fjölskyldunni kom og sagði mér að pabbi minn hefði misnotað hana í mörg ár fann ég innra með mér ein- hverja samsvörun. Ég hvatti hana til að kæra hann, sem hún gerði. í heilt ár á eftir fóru mér að birtast minn- ingabrot: Ellefu ára sest ég inn í bíl- inn hans pabba. Það næsta sem ég man er að ég fór úr bílnum. Hvað gerðist þar er mér enn ógjörning- ur að muna. Fyrsta bernskuminn- ing mín er í rauninni ekki frá því fyrr en ég var sex ára og fór að fá ítrek- aðar martraðir um slímuga, risa- vaxna ánamaðka sem réðust á mig. Ég skildi ekki hversu vel eldri bróðir minn mundi allt úr æskunni en mitt minni var takmarkað. Mamma og pabbi skildu þegar ég var rúmlega þriggja ára og nú veit ég að pabbi misnotaði mig fram að skilnaðinum og í heimsókn hjá honum þegar ég var sex ára gömul. Ég vissi alltaf að ég hefði upp- lifað eitthvað ólíkt öðrum, en áfall- ið varnaði mér að muna það fyrr en ég var tilbúin. Þá var ég að verða fertug. Ég hafði skrýtnar hugmynd- ir um fólk. Ég hræddist eldri menn og þeir máttu ekki koma of nálægt mér. Hræðslan við snertingu hélst allt fram að því að ég fór að takast á við minningarnar. Eini maðurinn sem ég gat átt eðlileg samskipti við var stjúpfaðir minn. Hann var ynd- isleg manneskja - og snerti mig heldur aldrei. Hann var maðurinn á heimilinu, sjómaður sem var lítið í landi en var okkur afskaplega góð- ur. Ég hugsaði til pabba míns með ákveðnum trega en undir niðri ótt- aðist ég hann. Ég skildi ekki þess- ar ólíku tilfinningar sem ég bar til hans.“ Mjóbaksverkir Ása Maria segist hafa veriö stöðugt reið þegar hún var barn. „Ég var alltaf öskureið. Ég skrif- aði ljóð og setningar á blöð og faldi þau í leynihóifi í skápnum mínum. Fann þau þegar ég var átján ára og hreinlega roðnaði yfir því hvað ég hafði skrifað. Sjálfsagt hefur það bjargað mér og haldið mér á floti að hafa skrifað reynsluna frá mér." Undirmeðvitundin geymir en gleymirekki. „Sextán ára flutti ég til pabba og konunnar hans og um leið og ég sá stofusófann þeirra fylltist ég skelf- ingu við það eitt að horfa á áklæðið. Skömmu síðar var sófinn fjarlægð- ur og yfirdekktur og þar með hvarf áreitið. Þegar minningarnar flæddu fram fyrir fjórum árum mundi ég að það var einmitt í þessum sófa sem ofbeldið átti sér stað... Ég skildi ekki þegar ég bjó hjá pabba hvers vegna hann reyndi að komast inn á baðherbergi þegar ég var í baði. Ég skildi ekki hvers vegna hann kom irm í herbergið mitt eftir miðnætti. Núna veit ég ástæðuna. Yngri bróðir minn bjó síðar í sama húsi og pabbi og unnusta hans vaknaði smnd- um við það að pabbi stóð við rúmið hennar og horfði á hana. Ég held að hugurinn sé svo margslunginn að hann felur það sem við erum ekki reiðubúin að takast á við. Ég þjáð- ist af verkjum í mjóhrygg og öxlum í áratugi, fékk ristilkrampa og höf- uðverk en eftir að ég fór að vinna í málunum hvarf það að mestu. Þeg- ar létti á kvíðanum." Dúkkanhans pabba „Ég átti ekki samleið með stelp- um á mínum aldri vesmr í Bol- ungarvík þar sem ég bjó frá átta ára aldri. Þær léku sér að dúkkum. Dúkkur voru ekkert fyrir mig. Ég var í fótbolta og lék mér með strákun- um. Núna man ég þegar pabbi sagði að ég yrði að vera góð við hann því ég væri „dúkkan hans". Minningar mínar af dúkkum tengdust því ekki leikföngum heldur öðm." Átján ára var Ása María komin í sambúð og varð mamma ári síðar. „Við maðurinn minn áttum saman nítján ár," segir hún og bæt- ir við: „Okkar tími saman var svo- lítið draumkenndur. Hjónabandi okkar lauk eftir að ég hafði starfað í Noregi í tvö ár. Núverandi maður- inn minn er Davis Togola frá Fíla- beinsströndinni og hann er fyrsti einstaklingurinn í lífi mínu - fyrir utan dóttur mína - sem sýnir mér skilyrðislausa ást. Hann elskar mig eins og ég er og leyfir mér að vera eins og ég er. Fyrir það elska ég hann en það er stórt orð fyrir mig að segjast elska einhvern án þess að orðið tengist hræðslu eða ann- arlegum tilfinningum." Með fyrri manninum sínum og dótturflutti Ása María til Sviss. „Þar lærði ég hótelstjórnun við Hosta, sem nú hefur sameinast Glion, einum virtasta hótelstjórn- unarskóla veraldar. Við bjuggum þar í tæp þrjú ár, síðan hálft ár í Finnlandi. Ég hafði ekki löngun til að koma aftur til íslands. Ég vissi ekki þá hvað ég hræddist hér." Eftir heimkomuna varð Ása María aðstoðarhótelstjóri á Hót- el Örk og síðar hótelstjóri á Hótel Húsavík. Eigendur og þeir sem réðu brutu á rétti hennar. Hún lögsótti þá og vann málin. „Ég þoldi ekki meiri yfirgang af hálfu karlmanna," segir hún til út- m' > | Asa Marfa „Tilfinningar mínar til pabba eru og voru söknuður. Söknuður eftir manni sem átti að vera faðir minn“ Undirmeðvitundin geymdií áratugi hræðilega upplifun lítillar stúlku. Fyrirfimm árum fékkhún staðfest að faðir hennar hefði misnotað ungar stúlkur. Þá fóru minningarnar að flæða fram. Hún kærði föður sinn, en málið varfyrnt. Hann léstán þess að axla ábyrgð gjörða sinna. skýringar. „Þessa menn þorði ég að lögsækja." Reynsla Ásu Maríu af hótel- stjórnun var því ekki jákvceð og hún ákvað að þrátt fyrir námið væri þetta ekki sú hilla sem hún œtlaði að vera á. Hún skellti sér á námskeið- ið Frá hugmynd til framkvœmd- ar hjá Stjómunarfélagi Islands og stofnaði í kjölfarið listagalleríið Smíðar og skart við Skólavörðustíg. „Mér finnst gaman að vinna með fólki og myndlist skemmtileg. Með listagalleríinu gat ég sameinað þessar ástríður. Ég næ því fram sem ég ætía mér og einhvern veginn hef- ur allt heppnast hjá mér." Smíðar og skart rak hún í nokkur ár en ákvað þá að setja upp gallerí í miðborg Oslóar. „Þar rak ég mjög stórt fyrirtæki, gallerí á 600 fermetrum á þrem- ur hæðum. Ég stofnaði líka verslun þar sem ég seldi fatnað hönnuða og vann myrkranna á milli þrátt fýrir að hafa verið úrskurðuð öryrki eftir að hafa lent í hverjum árekstrinum á fætur öðrum. Ég var eins og seg- ull fyrir kærulausa bílstjóra. Það var sama hversu mikið ég slasaðist, ég hélt áfram að læra og starfa. Sárs- auki var eitthvað sem sálin í mér þekkti alltof vel. Ég lét sársauka ekki stöðva mig. Ég geri mér grein fyr- ir að ég var það sem kallast vinnu- alki." Fyrnt mál En sársaukinn í sálinni varð nánast óbœrilegur þegar Ása María hajði heyrt frásögn af misnotkun fóður hennar. Árið var 2001. „Stúlkan opnaði málið og þá kom í ljós slóðin eftir föður minn. Marg- ar stúlkur höfðu þurft að þola kyn- ferðislegt ofbeldi og áreiti af hans hálfu. Ég og yngri bróðir minn stóð- um strax með þessari ungu stúlku. Við fórum heim til pabba og sögð- um honum að við vissum sann- leikann um hann. Það var í síðasta skipti sem við fórum á heimili hans. Ég vildi að hann tæki ábyrgð á því sem hann hafði gert. Að hugsa til þess að fullorðin manneskja, fað- ir minn, gæti gert litíu barni svona mikinn skaða. Hvernig gemr full- orðnum manni risið hold gagnvart litíu barni? Ari síðar byrjuðu minningarnar að flæða yfir mig... Ég las mér til um kynferðisafbrotamenn á internet- inu, lærði um viðbrögð og hjálp. Ég hafði burðast með byrði og hræðslu sem ég vildi losna við.Ég ákvað að kæra pabba. Kæran var ekki tekin til greina þar sem svo langt var um liðið og málið fyrnt. Mál ungu stúlk- unnar gleymdist hins vegar í skúff- um lögreglunnar. Þeir voru of fálið- aðir til að taka það fyrir. Pabbi dó tveimur og hálfu ári síðar án þess að máhnu væri lokið í dómskerfinu." Hún segistenn eiga eftirað vinna úr heilmiklu. Bestu stundirnar henn- ar eru við íhugun ogjóga. „Kyrrðin er svo notaleg. Jóga veitir innri ró. Tilfinningar mínar til pabba eru og voru söknuður. Sökn- uður eftir manni sem átti að vera faðir minn. Að hafa ekki átt eina manneskju að í lífinu sem ég gat leitað til, treyst og átt að vini. Ein- hvem sem var til staðar fyrir mig." „Fyrir mér varst þú maðurinn sem gerði hluti sem feður gera ekki og svo maðurinn sem ég var stolt af að kynna sem pabba minn. Maður- inn sem byggði upp, skapaði öðrum atvinnutækifæri og hafði mikilvægu hlutverki að gegna..." (úr minning- argrein Ásu Maríu um föður sinn í nóvember 2005). annakristine@dv.is i PV Helgin FÖSTUDAGUR 7. JÚLl2006 43 i.«»«•« • mmA'’ . Jóhanna Guðrún Jónsdóttir íjölskylduráðgjafi hefur fengið til sín fjölda einstaklinga sem hafa graf- ið voðaverkin djúpt í sálu sinni en þau gert vart við sig á ótrúlegum stundum. Eftir að hafa starfað við að aðstoða konur sem hafa orðið fyrir kynferðis- legu ofbeldi fór hún að endurupplifa kynferðis- legt ofbeldi sem hún sjálf hafði orðið fyrir sem barn og byrgt inni. Jóhanna Guðrún starfaði í flölda ára í Svíþjóð og er einn höfunda kennslu- bókarinnar Hugrekki sem aðferð sem notuð er til hjálpar starfsfólki sem mætir fórnarlömb- um kynferðislegs ofheldis. Eg vil reyndar ekki tala um fórnarlömb, held- ur hetjur," er það fýrsta sem Jóhanna Guðrún segir. „í Svíþjóð hitt- umst við ráðgjafarnir frá tíu með- ferðarheimilum; áfengismeðferð- arheimilum og upptökuheimilum, tvisvar í mánuði í eitt ár og rædd- um það hvernig best væri að mæta því fólki sem upplifað hefði kyn- ferðislegt ofbeldi. Sannleikurinn er nefnilega sá að margir þeirra fara út í eyðileggjandi hegðun, stúlkur verða vændiskonur og selja sig, enda viðhorf þeirra að það sé hvort sem er búið að eyði- leggja líf þeirra. Karlmenn, sem ég hef haft til meðferðar, eiga mun erfiðara með að sýna tilfinningar sínar. Þeir eiga sérstaklega erfitt með að gráta. Fullorðið fólk sem man skyndilega þessa hræðilegu reynslu verður aftur eins og lítil börn." Fyrsta reynsla Jóhönnu Guð- rúnar af endurupplifún kynferðis- ofbeldis kom óvœnt á áfengismeð- ferðarheimili. „Ég var verkefnastjóri og byggði upp tólf spora prógrammið héð- an að heiman, þar sem ég hafði mikla reynslu af kvennameðferð á Vogi og hafði verið forstöðumað- ur Dyngjunnar. I einu viðtalanna í Svíþjóð datt ein konan inn í svona minningu, varð eins og fjögurra ára gamalt bam, lagðist í hnipri í gólfið og veinaði. Þar sem ég hafði enga reynslu af að takast á við svona hluti ákvað ég að gera sem minnst og kaus að vera bara til staðar. Eft- ir þessa reynslu leitaði ég aðstoðar hjá geðlækni og fékk handleiðslu og kennslu hjá honum. Sú kona sagði mér að 30% þeirra kvenna, sem lögðust inn á geðsjúkrahús- ið sem hún starfaði á, undir sjúk- dómsgreiningunni „raunvem- leikafirring" væru konur sem væru að fara ofan í minningar. Það æxlaðist þannig að ég fékk öll mál sem snertu kynferðislegt of- beldi til mín. Eftirþví sem leið á tím- ann og viðtölin urðu fleiri fór ég sjálf að finna fyrir líkamlegum einkenn- um. Mér varð óglatt, átti erfitt með að kyngja og gat ekki borðað. Sam- starfsfólk mitt hélt ég væri einfald- lega að taka hlutina of nærri mér. Einhveiju sinni var ég að hlusta á konu segja frá hroðalegum munn- mökum sem hún var neydd til sem bam. Þá gerðist eitthvað innra með mér og ég bað um frí úr vinnunni. Á leiðinni heim barðist ég við ofsa- hræðslu og þurrkaði svo fast á mér háls og bringu að ég reif blússuna mína. Ég hélt ég væri að missa vitið og hringdi í geðlækninn. í meðferð hjá henni endumpplifði égkynferð- islegt ofbeldi sem ég hafði orðið fyr- ir sem barn og hafði grafið í undir- meðvitundina. Þarna kom skýringin á gríðarlegum verkjum í hnakkan- um sem ég hafði verið með í ára- tugi, en engin læknisfræðileg skýr- ing fundist á. Mér hafði verið þrýst niður og hálsinn teygður aftur með- an ódæðisverkið var framið." Spurning um að lifa af I bókinni Hugrekki sem aðferð talar Jóhanna Guðrún um að „lifa af“. „Já, þetta er spurning um að lifa af," segir hún blátt áfram. „Kynferðislegt ofbeldi er fýrst og fremst árás í litla barnssál. Þar er sárið. Þess vegna finnst mér þetta vera hetjur. Margar þeirra villast af leið, fara út í drykkjuskap, eit- urlyfjaneyslu, búlimíu og offitu, lifa við sjálfseyðandi hegðun. Mér finnst að það megi líkja litíu barni sem lendir í kynferðislegu ofbeldi við tré sem er gróðursett í röngum jarðvegi. Ræturnar deyja smátt og smátt. Maður visnar að innan. Ég er óskaplega ánægð með Stígamót og Blátt áfram. Blátt áfram hef- ur gert algjöra byltingu í þessum málum. Eftir að þær fóru að segja frá hefur aukist til muna að kon- ur og menn leiti sér hjálpar. Ef það eru einhverjir sem ættu að fá orðu í þessu landi, þá eru það Sigríður og Svava í Blátt áfram. Orðan á að hanga í þeirra barmi frekar en ráð- herra á fullum launum." Sárið sem grefur um sig í barns- sálinni grær aldrei. „Það grær aldrei, en það þarf að setja græðandi á sár og sauma það saman. Sárið hverfur ekki, en svið- inn og sársaukinn hverfa." Þú nefndir áðan karlmenn. Eru þeir margir sem upplifa kynferðis- legt ofbeldi? „Þeir eru í minnihluta, en þeir eru til ekkert síður en konur. Ég held það sé mjög erfitt fyrir karl- menn að tala um þetta og leita sér hjálpar. Þótt nútímakonur séu að leita að mjúka manninum, þá er ennþá lögð áhersla á að þeir séu þessir sterku. Þungamiðjan í um- ræðunni hefur verið að konan er fórnarlambið og karlmaðurinn er bófinn í dramanu. Þá verða kon- urnar áfram í þessu fórnarlambs- hlutverki. Ég þoli þetta ekki vegna þess að konur beita ofbeldi líka, andlegu, líkamlegu og kynferðis- legu. Umræðan um allt ofbeldi lit- ast af því að karlmenn fremji of- beldið. Ég vil breyta þessu. Það mun taka tíma, því þetta er allt- af spurning um traust og trúnað- arsamband. Það er búið að ræna þessar manneskjur trausti frá barnsaldri." Mæður beita líka ofbeldi Hvers vegna telur þú að ofbeldi kvenna hafi ekki komið meira upp áyfirborðið? „Þetta er svipað og með alkó- hólismann," segir hún og bros- ir lítillega. „Það var ekki talað um að konur væru alkóhólistar. Hér á landi er þagað um kynferðislegt of- beldi kvenna - ennþá - en rann- sókn í Svíþjóð sýndi að 30% þeirra sem beittu börn kynferðislegu of- beldi voru konur og þá einkum mæður sem beittu syni sína kyn- ferðislegu ofbeldi. Sá sem beitir ofbeldi er ekki stór og sterkur karl. Því ofar í þj óðfélags- stiganum sem gerandinn stend- ur, því erfiðari er sönnunarbyrðin. Það er skelfilegt fyrir lítið bam að lifa með þetta innan í sér. Skömm- in, hræðslan og vanmátturinn eru ólýsanleg. Þessi óttí sáir út frá sér og það sem mér finnst skelfilegast er að sá sem beitir ofbeldinu er yfir- leitt einhver sem barnið þekkir. Það eru ekki mennirnir í skuggasund- unum. Barninu er talin trú um að þetta sé ást á milli þeirra, ofbeldis- mannsins og bamsins. Þessi börn óttast kynlíf þegar þau fullorðnast. Þeim þykir oft vænt um ofbeldis- manninn. Mæður sem beita of- beldi eru að sýna vald sitt og halda því áfram þótt synimir eða dæturn- ar séu orðin fullorðið fólk." Akademískar stofnanir heilagar Þarfþessi umrœða ekki að koma meira inn á heilsugæslustöðvarnar og sjúkrahúsin? „Jú, auðvitað," svarar hún með áherslu. „Það er algengt að börn sem hafa verið misnotuð séu með líkamleg einkenni, eins-og þvag- færasýkingar, ristilvandamál, önd- unarfærasjúkdóma og margt fleira. Það þarf að taka þetta inn í heil- brigðiskerfið. Þetta mál þarf að taka eins og sykursýki og alkó- hólisma, það þarf að ræða þetta á mannamáli. Það ætti að vera eðli- legt að spyrja bam hvort einhver hafi gert því eitthvað, á því máli sem bam skilur. Eins er með kon- ur sem koma í mæðraskoðun eða annað, það verður að spyrja hreint út. Þessi tregða er trúlega hræðsla við að tala um kynlíf. Allir þeir sem þurfa að taka á svona málum þurfa að skoða hvaða viðhorf þeir hafa til kynlífs. Það á að vera eins einfalt að spyrja að þessu og hverju öðru. Það þarf að tala um þetta eins og þetta er, ekki „þegar atburðurinn átti sér stað". Af hverju eru ekki bara sögð orð eins og limur, sæði og öll þessi orð. Það er aldrei talað út um þetta, það er alltaf þetta leyndarmál í kringum þetta. Hins vegar held ég að það verði nú ekki á næstunni að heilsu- gæslustöðvar og sjúkrahús fari að leita álits hjá okkur ráðgjöfunum sem vinnum með þessi mál. Það er ekki auðvelt að komast inn á aka- demískar stofrianir í þjóðfélag- inu. Þær eru heilagar fýrir venju- legt fólk. Ég tala bara mannamál, er hvorki með blöð né skjávarpa...! Ég reikna nú ekki með að prófess- orarnir á Landspítalanum myndu taka mér opnum örmum! Það yrði þá okkur til góðs ef einhver í aka- demíska flokknum gengi fram. Þetta er eins og þegar fr ægu alkarn- ir stigu fram, þá minnkaði skömm- in á því að vera alkóhólisti. Þetta er allt spurning um viðhorf." Þú nefndir áðan að sjálf hefð- ir þú verið með verk í hnakkanum í áratugi. Eru líkamleg einkenni þeirra sem ekki muna eftir ofbeld- inu mismunandi? „Börn sem eru beitt kynferð- islegu ofbeldi geta endurupplifað atburðinn eins og þau missi all- an mátt, séu lömuð. Líkamleg ein- kenni geta komið út á hvaða hátt sem er. Ef nauðgun er framin einu sinni og manneskjan fær hjálp um leið, þá er mun auðveldara að vinna með það en einhvern sem hefur falið þetta árum saman. Hræðileg- ar minningar, faldar í undirvimnd- inni, geta komið upp sem ristil- krampi, bakverkur og margt annað líkamlegt. Kynferðisleg misnotk- un á börnum hefur verið við lýði frá örófi alda og mér finnst algjör óþarfi að hvísla um það í tækni- væddu, vel upplýstu velferðarþjóð- félagi. Þetta eru fullorðnar hetjur, ekki fórnarlömb." annakristine@dv.is DV-myndir: Höröur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.