Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 7. JÚU2006
Helgin DV
Valur Gunnarsson er aftur kominn til Finnlands og segir hér af heimsókn sinni á miöaldahátíð sem árlega er
haldin í hinni fornu höfuðborg Finnlands, Turku.
Ofsatrúarmenn og vUlutrúarmenn
takast á í Miðausturlöndum. Evrópa
þenur sig austur á bóginn. Menn eru
skapaðir í mynd Guðs af afli sem eng-
inn hvorki sér né skilur. Nema valda-
mestu menn heims, sem segjast vera í
beinu sambandi við það.
Allt fer í hringi og 21. öldin virð-
ist stundum vera að stefna beint aft-
ur inn í miðaldir, sem stundum bera
forskeytið „hinar myrku." Því er um að
gera að líta á björtu hliðamar og taka
þeim bara fagnandi. Og fáir staðir eru
jafn heppilegir til þess og hin foma
höfuðborg Finnlands, Turku.
Klóakkrossfarar
I júlí á hverju ári klæða íbúar borg-
arinnar sig upp sem riddarar og hefð-
arfrúr, munkar og útlagar og æfa sig í
bogflmi jafnt sem sverðfimi, éta grill-
uð svín og skola niður með bjór í leir-
krúsum og selja aðkomumönnum
alls konar glingur til minja um hátíð-
ina.
Staðsetoingin er ekki valin af
handahófi. Turku, sem nefnist á
sænsku Ábo, var stofnuð af sænsk-
um krossförum á 12. öld þegar þeir
komu til að kynna Finnum frelsisboð-
skapinn og þeir sem lifðu þá fræðslu
af voru síðan innlimaðir í Svíaveldi.
Ábo var um tíma næststærsta borg
Svíþjóðar á efdr Stokkhólmi og þar
stendur enn einn glæstasti kastali
Norðurlanda. í hönum er að finna
sögusafn Turku og þar eru einnig til
sýnis búningar hljómsveitarinnar
Lordi, sem sóma sér jafn vel í mið-
aldakastala sem á sviði í Eurovision-
keppninni.
Bóndinn í klósettinu
Sagan segir einnig að bændahetjan
og uppreisnarmaðurinn Johann Dkka
hafi verið geymdur í Turkukastaia um
sinn, eftir að hafa verið handtekinn
fyrir þá iðju sína að hvetja bændur til
uppreisnar. Hann grenntist svo mikið
í vistinni að honum tókst að sleppa út
með því að smeygja sér í gegnum klós-
ettið. En rétt eins og heilagur Sebastí-
an, sem skammaði Rómarkeisara fyrir
að hafa reynt að drekkja sér og var þá
aftur og endanlega tekinn af iífi, lét Ilk-
ka sér ekki segjast og var seinna hand-
tekinn aftur og slapp ekki í það skipt-
ið.
Múmínpabbi talar við barn Hrekktir
unglingar í heitum búningum ganga um sem
þekktarpersónur úrsögum Tove Jansson.
DV-Myndir Valur Gunnarsson
Paradís klósettáhugamanna
Fyrir klósettáhugamenn er af nógu
að taka í Turku. Sérstaklega ber að
nefria klósettbarinn, sem hefur verið
kominn fyrir í gömlu almenningsklós-
etti. Allar innréttingar bera á einn eða
annan hátt vitni um uppruna hans,
svo sem klukkur og öskubakkar í klós-
ettlíki og brúðupar hangir úr loftínu og
gerir þar þarfir sínar.
Allt góðar hugmyndir sem ber
að hafa í huga þegar kemur að því
að Núllan verður, eins og aiit annað,
einkavædd. Einnig er að finna í Turku
Bankabarinn og Bamaheimilisbarinn,
sem einnig bera nöfn þeirra stofhana
sem áður nýttu þá staðsetningu er þá
nú hýsir.
Múmínálfarnir og Mið-Ameríka
í næsta nágrenni við Turku er bær-
inn Naantali, sem helst er þekktur fyrir
að vera núverandi heimili múmínálf-
anna. Þar er hægt að skoða hús múm-
ínfjölskyldunnar og séu menn illa inn-
rættir, hrekkja unglinga sem hafa það
sumarstarf að ganga um sveittir í bún-
ingum múmínfjölskyldunnar. Ef til
vill eiga þeir ekki betra skilið, þar sem
garðurinn er styrktur af Chiquita-fyr-
irtækinu, og eiga þeir þannig óbeint
þátt í að Múmínsnáðinn er orðinn
meðsekur í mannréttíndabrotum her-
foringjastjóma í hinum ýmsu banana-
lýðveldum Mið-Ameríku.
Öskrandi miðaldalýður
Miðaldahátíðinni lýkur að fjómm
dögum liðnum, og brátt þagna þeir
leikarar sem hafa öskrað sig hása í
hlutverkum sínum á hinu gamla ráð-
hústorgi Turku. Ekki em þó allir jafn
sannfærðir um sögulegt gildi háfi'ð-
arinnar. „Finnar hafa fi'tið breyst und-
anfarin þúsund ár," segir stúlka sem er
að læra sagnfræði í Turkuháskóla og
vinnur sem leiðsögumaður í kastal-
anum á sumrin. „Þeir segja lítíð núna
og ég reikna með að þeir hafi sagt lítíð
þá. Þess vegna skil ég ekki hvers vegna
fólk þarf að öskra svona mildð um leið
og það er komið í miðaldaföt."