Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 17
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ2006 1 7 Enskirtæma þýska bari Áhangendur enska lands- liðsins á HM í Þýskalandi eru á góðri leið með að tæma þýska bari af bjór og öðru áfengi. Raunar höfðu brugg- verksmiðjur varað við því að þessi staða gætí komið upp, að sögn breska blaðsins fbe Sun. í Niimberg drukku Englendingar 1,2 milljónir stórra bjóra meðan á leikn- um gegn Trínidad stóð. Og í Stuttgart sögðu kráareigend- ur að 900.000 stórir hefðu selst aukalega eftír sigurinn gegn Ekvador. Þegar jafntefli var gert við Svía urðu barir í Köln uppiskroppa með kúta og flöskur. Naktirungl- ingaránetinu hot Vaxandi ijöldi danskra unglinga sýnir sig nú á net- síðum meira og minna naktír. Að sögn blaðsins metr- oXpress gera þeir þetta til að skora stíg út á útlit sitt fr á jafnöldrum sínum. Stærsta netsíðan með fáklæddum unglingum er Hotpeople.dk sem hefur um 350.000 meðlimi og er heimsótt af um milljón net- notendum daglega. Eigend- ur netsíðunnar segja að þeb hatí strangar reglur um nekt á síðunni og að altír undir 18 ára aldri verði að vera að minnsta kostí á nærklæð- um. Ennfremur að ekkert sé á síðunni sem ekki megi sjá á næstu baðströnd. Kannabiste í heilsubúðir Bresk- ar heilsubúðir munu brátt hefja sölu á kannabis- te að sögn hins svissneska fram- leiðanda tesins. Það verður selt imdir nafninu „C-Ice Sviss Cannabis Ice Tea" og 5% innihalds þess verður hampsíróp með örlitlu eða 0.0015% af THC, hinu virka efni í marijúana. Bresk sam- tök gegn eiturlyíjavandaniál- inu eru á mótí þessari vöru þar sem hún gefur til kynna að kannabis sé algengt. Þeg- ar er þetta te selt í löndum á borð við Austurríki, Þýska- land, Holland, Portúgal og Spán. Naomi fór fyrirdómara Tískudívan Naomi Campell gerði stuttan stans hjá dómara á Man- hattan í vikunni en hún hefur verið ákærð fýrir að slá aðstoðarkonu sína utan undir með farsíma. Naomi valsaði inn og út úr réttarsalnum á innan við átta mínútum sem er styttri tí'mi en tekur flesta að kom- ast í gegnum öryggiskertíð og inn í salinn. Naomi reyndi ákaft að láta eina 50 ljós- myndara og blaðamenn ekki fara í taugamar á sér er þeir hópuðust að henni fyrir utan dómhúsið. Hún sagði ekkert utan að þakka einum aðdá- enda sinna sem hrópaði að henni „You go, girl". Rannsókn yfirvalda í Washington á því hvernig Qárhagsaðstoð almannavarna landsins (FEMA) var varið til fórnarlamba fellibylsins Katrínar hefur leitt í ljós að þar stendur vart steinn yfir steini. Svik, pretti og klúður má finna í hverju horni og ekki sér enn fyr- ir endann á ýmsum hneykslismálum sem upp hafa komið í tengslum við aðstoðina. Katrín lagði New Orleans nær í rúst og uppbyggingarstarfi þar er langt í frá lokið. Hreinsun Hreinsunarstarf hefurstaðiö yfir f ár en hvergi sér fyrir endann á þvl. Rúmlega 1100 fangar í fangelsum vítt og breitt um suðurströnd Bandaríkjanna fengu meira en 10 milljónir dollara eða sem nem- ur um 750 milljónum króna í fjárhagsaðstoð frá almannavörnum Bandaríkjanna (FEMA) eftir fellibylinn Katrínu. Hluti fjárhæðar- innar var til að borga húsaleigu. Þetta er aðeins eitt dæmið af fjöl- mörgum um svik, pretti og klúður í tengslum við fyrrgreinda að- stoð til handa fórnarlömbum fellibylsins. Áætlað er að reikningurinn sem skattborgarar sitja uppi með sökum svikanna nemi um 2 milljörðum dollara eða um 150 milljörðum króna. Blaðið The New York Times fjall- aði í vikunni um þetta mál og kallar það eitthvert mesta skrifræðisklúður í nútímasögu landsins. „Þessi augljósu svik, ósvífiiu prettir og umfang þess sem glatast hefur gerir mann orðlaus- an," segir öldungadeildarþingmaður- inn Susan Coltíns í samtali við NYT en hún er ein þeirra sem stjóma rann- sókn á hvert fjárhagsaðstoðin fór. Klúður á klúður ofan NYT nefnir nokkur dæmi um klúð- ur þeirra sem sáu um að útdeila fjár- hagsaðstoðinni. Sem dæmi má nefha að hóteleigandi í Sugar Land í Tex- as hefur verið ákærður fyrir að leggja fram reining sem nemur um 25 millj- ónum króna fyrir fómarlömb sem ekki vom til. Og svo em það starfsmenn- imir sem pöntuðu bráðabirgðaíbúða- hús fýrir um 350 milljónir króna. Þau standa enn auð og ónotuð ári eftír hörmungamar á flugvelli í Arizona og greiðir FEMA um 30 milljónir króna. á mánuði fyrir leigu á landinu undir þeim. Kona í Illinois reyndi að fá bæt- ur fyrfi að hafa horft á dætur sínar tvær drukkna í flóðinu sem fylgdi fellibyln- um. Síðar kom í ljós að dætur hennar vom tilbúningur. Opinberir starfsmenn rannsakaðir Það sem kemur kannski mest við kaunin á yfirvöldum em dæmin um þá opinberu starfsmenn sem nýttu sér aðstöðu sína til ýmissa svika í tengsl- um við fjárhagsaðstoðina. David R. Douglas, saksóknari í Louisiana, sem vinnur að rannsókn á vegum dóms- málaráðuneytísins í málinu nefitír sem dæmi í samtali við NYT að starfsmað- ur vinnumiðlunar hafi verið ákærð- ur fyrir að hafa í ein 80 skiptí útbúið atvinnuleysiskort fyrir „fómarlömb" fellibylsins og þegið 300 dollara í mút- ur fyrir hvert þeirra. Og tveir starfs- menn FEMA í New Orleans hafa verið ákærðir fyrir að hafa þegið 20.000 doll- ara í mútur fyrir að breyta reikningum og hækka þá verulega frá verktaka sem annaðist mötuneytí fyrir hjálparstarfs- menn. Dæmi sem þessi em mýmörg en Douglas og starfsmenn hans hafa hingað til gefið út ákærur á hendur 335 einstaklingum. 7000 mál Rannsóknamefhdir á vegum þingsins hafa hingað til sent um 7.000 mál til saksóknara til nánari skoðun- ar vegna gruns um svik í tengslum við Á floti New Orleans fór bókstaflega á flot eftir fellibylinn Katrlnu. fjárhagsaðstoðina. Þar á meðal em í NYT að rannsókn sé hvergi nærri þeir 1100 fangar sem fengu úthlutað lokið og reiknað er með að þúsundir hundmðum milljóna króna, að mestu af ákæmm verði gefnar út til viðbótar til að borga húsaleigu. Fram kemur þeim sem þegar em komnar frarn. Merkilegur fundur á Mauritius Fundu heilleg bein Dodo-fugls Vísindamenn hafa fundið hluta af beinagrind Dodo-fugls á Mau- ritius en fugl þessi dó út fyrir um 300 árum síðan. Talið er að evr- ópskir innflytjendur til eyjarinn- ar hafi útrýmt fuglinum með veið- um á honum. „Þetta er dásamlegt safn af beinum sem við höfum fundið/'segir dr. Julian Home hjá Natural History Museum í Lond- on í samtali við BBC. Eina heillega beinagrindin sem til var af Dodo- fuglinum eyðilagðist í eldsvoða á safni í Oxford árið 1755. Meðal þess sem nú hefur fund- ist er mjöðm og fjögur leggbein í góðu ásigkomulagi og brot af höf- uðskel, goggi og vængbeinum. Vís- indamenn telja að beinafundurinn muni leiða til þess að hægt verði að kortleggja lífshlaup fuglsins nán- ar en nú er. Talið er að beinin séu um 2.000 ára gömul. Nafnið Dodo kemur úr portúgölsku og þýðir fífl eða bjáni en fyrstu innflytjendurn- ir gáfu fuglinum þetta nafn vegna stærðar hans og óttaleysis gagnvart hungruðum veiðimönnum sem drápu þessa fugla sér til matar í stórum stíl. Sjálfur lifði Dodo-fugl- inn á smáfisld í pollum og tjörnum á eyjunni. Mauritius var óbyggð eyja er Portúgalar komu þangað fyrst árið 1598 en síðar fluttu Hollending- ar þangað í stórum stíl. Aðeins 200 árum eftir að Evrópubúar hófu að flytjast til eyjarinnar var Dodo- fuglinn útdauður. Dodo Teikning af Dodo-fugiinum sem dó út fyrir 300 árum. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.