Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 45
DV Menning FÖSTUDAGUR 7. JÚLl2006 57 i í fyrri viku opnaði Damien Hirst sýningu á verkum sínum í London. Hann er rétt fer- tugur talinn áhrifamesti myndlistarmaður í heimi og hefur á átján árum breyst úr óþekktum uppreisnarmanni í listjöfur og milljarðamæring. Sýningin er sett upp í sýningarsal Larrys Gagosian bandarísks listsala, sem segir Hirst einn hinna fáu sem minnst verði frá umbrotasömu skeiði í myndlistum á síðustu öld ia» Damien Hirst og hans frægasta verk með hákarl (formaldehýði Myndin var tekin fyrr á þessu ári I Mexikó en þar hefur Hirst haft búsetu hluta úrári um nokkurtskeið Reuter/Andrew Winning Hirst kom fram á vettvang mynd- listar í London með frægri sýningu sem hann setti saman með verk- um skólafélaga sinna úr Goldsmith College í Suður-London. Þar hafði hópast saman nokkuð sterkur hóp- ur nemenda og Hirst hafði forgöngu um að þau sýndu saman að loknu námi undir nafninu Frieze. Ungur auðmaður úr auglýsingabransan- um, Charles Saatchi, keypti hluta verkanna og tók að safna verk- um þessa hóps. Breska nýbylgjan í myndlistinni hófst með óheyrilegri athygli, kænskufullri markaðssetn- ingu og skyndilega var ný kynslóð komin á vettvang og ruddi burtu forgöngumönnum frá Þýskalandi og Bandaríkjunum sem höfðu um tíma átt sviðið. Hákarl í formaldehýði Nú löngu síðar er Hirst að kaupa verk sín frá þessu tímabili og endur- gera sum þeirra sem hafa ekki elst vel, frægt verk hans The Physical Impossibility of Death in tlie Mind of Someone Living - stór glertankur fullur af formaldehýði með fljótandi hákarli frá 1991 skipti um eigend- ur 2003 þegar Saatchi seldi tankinn fyrir 6,5 milljónir punda til Ameríku. Hirst hefur fallist á að endurgera verkið í aðeins minni útgáfu. Verðmæti verka hans eru afar misjöfn, enn geta menn keypt bæði þrykk og stakar útgáfúr af blettaverk- unum fýrir aðgengilegar upphæð- ir, litaspjöldin hans sömuleiðis eða fiðrildamyndimar. Hann hefur ffam- leitt þær í stóm upplagi og mörgum útgáfum, þegar honum er borið á brýn að notfæra sér eftirspurn yppt- ir hann öxlum og segir Monet hafa framleitt blómamyndir í tugatali til að anna eftirspum á markaði. Demantskreytt hauskúpa Önnur verk hans eru aðeins gerð í einni útgáfu, nú vinnur hann að frágangi af hauskúpu í réttri stærð sem verður skreytt demöntum. Ást Drottins kallar hann verkið. Það þarf átta þúsund og fimmhundruð dem- anta til að þekja kúpuna, sá stærsti er 55 karöt og er verðmæti efnisins talið tíu milljón pund. Á sýningunni í London eru verk úr hans eigin safpi, en þessa dag- ana er hann orðinn virkur safnari og státar þegar af góðu safni samtíma- listamanna. Auk hans eigin verka verða á sýningunni stórar myndir eftir Bacon sem standa saman þrjár. Úldinn og ormétinn kýrhaus Baulaðu nú Búkolla mín... Athygli fjölmiðla hefur einkum beinst að nýju verki sem er gler- klefi með hitaelementi, haus af kú og hvítum kassa. í hausinn flæðir safi sem Iíkist blóði en í hann verpa flugur eggjum sínum svo í safanum lirfast eggin og verða að flugum. Aða af ormum lifir því í hausnum. Maður eins og Hirst er ekki einn að starfi við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Hann er fyr- irtæki og hefúr á fimmta tug starfs- manna í vinnu. Verkefni hans eru líka stór. Lengi hefur hann unnið að verki sem samanstendur af þrem- ur kúm í formaldehýði í þremur tönkum sem verða gerðir úr hvítri marmaragrind á svörtum marmara- grunni. Það mun vega 70 tonn. Stór skali Það er allt stórt við þennan mann sem er hversdagslega dæmi- gerður hvatvís Englendingur með sjálfstæðar skoðanir sem ekki fer í manngreiningarálit. Hann segir einn kost ríkidæmis vera að í partíin sín geti hann boðið David Bowie og strákum sem hann var með í gaggó. Annar kostur þess að vera met- inn upp á 100 milljónir punda er kaupgetan, Hirst keypti 2003 stórt herrasetur í niðurnfðslu og hyggst breyta því í safn. Það verður tíu ára framkvæmd. Toddington-Manor er í Glosturskíri og kostaði hann 3 milljónir punda. Höllina verður hann að láta standa í einhver ár en nú er verið að stöðva þurrafúa í byggingunni. Síðan er að þekja húsið að nýju, leggja í það raf- magn og hita og þá er eftir að gera við húsið að innan. Heimsókn til Kings Cross Það er því vel þess virði fyrir ferðalanga í London að bregða sér til Kings Cross á Britanniu-strætí og sjá verk Hirsts. Staða hans í vest- rænum myndlistarheimi er ótvíræð og verk hans vekja jafnan furðu þess sem mætir þeim augliti tíl auglitis, því þrátt fyrir að yfir þeim hvíli helgi auðsins sem hvað mest er virt nú um stundir verður ekki af peyjan- um skafið að hann er merkilegur og mikilvirkur myndlistarmaður. Sýn- ingin er líka eitt besta tækifæri sem gefist hefur til að sjá svo mörg verka hans í einu frá ólíkum tímabilum á skammri starfsævi hans. Menningarhús rís nyrðra Nú er að hefjast bygging menningarhúss á Akureyri og var tekið tilboði Istaks í bygg- ingu hússins í þenslunni. Þeir áttu lægsta tilboðið upp á 740 millur og er stefnt að því að uppsteypun hefjist sem fyrst en skila á húsinu þann 1. júlí á næsta ári. Þá er fyrsta húsið af mörgum sem ríkisstjórnin lofaði að byggja að verða að veruleika. Þar nyrðra verður raunar ekki leyst brýn þörf LA fyrir svið. Félagið verður áfram homreka í menningarlíf- inu nyrðra. Obristíviðtölum íslandsvinurinn HansUlrich Obrist sem hefúr verið í samstarfi við Ara Alexander um stórt við- talsverkefni við stjómmálamenn og listamenn, ætlar að setja met í viðtölum, í sólarhring hyggst hann halda uppi samræðum við kunna listamenn, stjómmálamenn og vitr- inga í Serpentine-galleríinu í Lond- on þann 28. júlí, en hann er þar starfandi sem sýningarstjóri. Við- talshrotan er tengd opnun á sumar- Rem Koolhaas sérfræðingur Reykja- víkurborgar um ffamtíðarskipulag Vatnsmýrarsvæðisins, til í að hlaupa í skarðið. Ætli þessa viðburðar sjái ekki einhver merki í þáttaröð Ara? Þekktur klúbbur lokar - um sinn Einn frægasti einkaklúbbur í London, Groucho-club, sem er í Soho og hefur verið skjól frægra Breta í tvo áratugi er að loka. Ástæðan er einföld, húsnæði hans í Dean Street hefur skipt um eig- endur. Klúbburinn var stofnaður 1985 og yngri kynslóð breskra lista- I manna og fjölmiðlafólks hefur * ® haldið þar til, meðlimir eru fjög- ur þúsund og innganga er erfið. Heimsókn í klúbbinn tryggði for- vitnum svala, annar hver maður þar við bari og i leikherbergjum var þekkt andlit. Talið er líklegt að stjórn klúbbs- ins muni finna honum nýjan stað í miðborg London þótt þröngt sé um bekki þar og húsnæði dýrt. Klúbburinn var byggður á eldri fyrirmynd breskra einkaklúbba en var fyrir aðra kynslóð og nýja og bæði konur og karla. Hann bauð upp á frið fyrir þekkt andlit og gist- ingu ef þess þurfti með. Aðeins er vitað til þess að einn íslendingur hafi verið og sé með- limur í þessum selskap: Jakob Magnússon, en félagar eru nú á fjórða þúsund. Jakob mun hafa gengið í klúbbinn 1992 á þeim tíma þegar hann starfaði við utan- ríkisþjónustuna. Breski Ieikarinn Stephen Fry hélt til á Groucho og leit hvern þann mann hornauga sem hann kannaðist ekki við. Fólk á borð við Tracy Emin, Damon Albarn, Juliu Birchell og Peter Gabriel var með- al félaga, en ekki mun Björk vera þar á félagaskrá. vgí# W r | Stephen Fry Leikarinn og grinlstinn hélt til á Groucho clubog réði þar miklu um hverjir komust inn. Zidane seldur í Guggenheim Heimildarmynd Sigurjóns Sig- hvatssonar um knattspyrnuhetj- una Zinedine Zidane sem lýkur keppni nú um helgina var sýnd þúsundum áhorfenda á iista- messunni miklu Art Basel fyrir skömmu eins og greint var frá hér á síðunum. Valcti sýningin mikla athygli, en sem meira er, í fram- haldinu var myndin keypt sem listaverk af Guggenheim-safn- inu í sautján eintökum fyrir 160 þúsund evrur og verður tíl sýnis í safninu í framtíðinni sem lista- verk, enda báðir höfundarnir þekktir myndlistarmenn: Douglas Gordon og Philippe Parreno.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.