Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 39
Helgin DV
FÖSTUDAGUR 7. JÚU2006 5Í
ef ég héldi í alvörunni að þetta
myndi ekki virka. Ég veit um leið
að þetta er erfiðasti markaður í
heimi og ég frá íslandi á ekki
heimtingu á neinu. Ég trúi því bara
að ef ég vinn eins vel og ég get og
hvet alla í kringum mig áfram í átt
að réttu marki muni þetta verkefni
uppskera eins og til er sáð. Það er
náttúrlega mikið verið að pæla í
þessu núna heima og verið að spá
fyrir um gang mála. Stundum
heyrir maður spár um miklar hrak-
farir og stundum fær maður klapp
á bakið, en það breytir því ekki að
ef maður vaknar snemma, vinnur
mikið og af samviskusemi þá er
„ekkert víst það klikki" eins og Pét-
ur heitinn Kristjánsson sagði alltaf.
Við erum alveg eins tilbúin að
koma heim með fyrstu vél á morg-
un ef þetta gengur ekki! Stelpurnar
- og á sama tíma ég - gerum okkur
þeim hér ... ekki ennþá allavega!"
Hverjir eru fjárfestarnir að baki
þér, sem eru kannski að fjárfesta
meira íþér en Nylon?
„Tryggvi Jónsson, fyrrverandi
forstjóri, fjárfestir og tónlistar-
áhugamaður hefur leitt hóp góðra
manna sem ákváðu að koma til
leiks við mig þegar ég hafði unnið
hérna í London á eigin reikningi í
eitt ár. Þetta er gríðarlega mikið og
dýrt batterí og London er dýr borg.
Þessir menn höfðu trú á þessu
þegar ég kynnti þeim planið. Ég
hef hitt þessa fjárfesta nokkrum
sinnum en ég gleymdi að taka
nafnspjaldið þeirra þannig að ég
man ekkert hvað þeir heita - enda
er Tryggvi í forsvari fyrir þá. Það er
fráþært að vinna með Tryggva,
hann er mikill áhugamaður um
tónlist og veit reyndar miklu meira
en ég um tónlist. Það er gott að
„Við Áslaug erum sammála um að þótt starf
mitt bjóði upp á fjölmiðlaumfjöllun eigi ekki
að draga nýfætt barnið inn í þau mál. Ég skal
hins vegar alveg ræða við þig um hvernig til-
finning það er að verða pabbi “
alveg fullkomlega grein fyrir því að
þetta getur tekið enda jafnhratt og
þetta byrjaði. Hvað sem gerist þeg-
ar geisladiskurinn með Nylon
kemur í verslanir hér í Bretlandi á
mánudaginn, þá mega stelpurnar
eiga það að þær hafa staðið sig frá-
bærlega. Við höfum fengið frábær
tækifæri eins og það að syngja á
sama sviði og Westlife. Þær gáfu
erlendu stjörnunum ekkert eftir.
Sá árangur sem við höfum náð er
frábær. Ef við náum inn á topp 40
verð ég yfir mig ánægður. Ég geri
ekki ráð fyrir því að við leggjum
undir okkur breska bransann í
einni tilraun. Eins og ég hef svo oft
sagt: Þetta er ekki sprettur - þetta
er langhlaup."
Hvernig er ungum ísiendingi
tekið af stórlöxunum íLondon?
„Það eru nú ekki allar dyrnar
opnaðar einn, tveir og þrír! Á yfir-
borðinu er maður boðinn velkom-
inn og menn vilja „endilega" vinna
með manni, en svo undir niðri
finnur maður fyrir því að það á sko
ekki að gefa manni neitt. Það er nú
reyndar þannig með þennan
bransa eins og annan, bæði heima
og annars staðar. Þegar maður er
búinn að klífa stigann aðeins sér
maður að það eru sömu fáu menn-
irnir sem stjórna öllu. Ekki ósvipað
og heima, nema ég er ekki einn af
hafa svona hóp á bak við sig sem
styður við okkur í þessu."
Dóttirin
Þá að einkalífinu. Það sem
margir þrá er að sjá mynd afykkur
hjónunum með dótturinni, en þú
viit halda henni fyrir utan kastijós
fjölmiðlanna.
„Já, við Áslaug erum sammála
um að þótt starf mitt bjóði upp á
fjölmiðlaumfjöllun eigi eklci að
draga nýfætt barnið inn í þau mál.
Ég skal hins vegar alveg ræða við
þig um hvers konar tilflnning það
er að verða pabbi..."
/á, takk. Þigg það.
„Það var yndisleg lífsreynsla!"
segir hann og stoltið berst eftir
símalínunni yfir hafið. „Hún kom í
heiminn föstudagskvöldið 12. maí
og verður því tveggja mánaða eftir
nokkra daga. Sú litla hefur sannar-
lega kennt mér að forgangsraða í
lífinu á allt annan hátt en ég hef
gert á mínum þrjátíu og fjórum
árum hér á jörðinni," segir hann af
sinni alkunnu einlægni. „Það er
ekki hægt að útskýra hvernig mér
Framhaldá ^
næstusíðu
Stoltur pabbi: „Ég er óendantega þakklátur fyrir hvað sú litla er heilbrigð og hraust, þvlþað er nú langt frá þviað vera sjálfsagt. Mér finnst llka
yndislegt að fylgjast meöþvihvað konan mln er ofboðslega góð móðir. Hún dóttir mín kann sko sannarlega að velja sér mömmu!“