Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 21
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 7. JÚU2006 21 Ákærðurfyrir að svíkja TM Arni Árnason, karlmað- ur á fimmtugsaldri hefur verið ákærður af sýslu- manninum á ísafirði fyrir skjala- fals. Er Árna gefið að sök að hafa framvísað til- kynningu um tjón á Ford F-150 jeppa en í henni stóð að bifreiðinni hefði verið ekið út af vegi í Hestfirði í Súðavíkurhreppi og þannig fengið tjónið bætt úr kaskó- tryggingu bifreiðarinnar. „Þrátt fyrir að honum væri fullkunnugt um að tjón á bifreiðinni hefði ekki orð- ið með þeim hætti," eins og segir í ákæru. Þess er kraf- ist að Árni verði dæmdur til refsingar. 300 kg af humará grillið Aðstandendur hum- arhátíðarinnar á Höfn í Homafirði áætla að 300 kg af humri hafi runnið ofan í gesti hátíðarinnar sem fór fram um síðustu helgi. Það voru eigendur Bestfisks sem sáu um að grilla hum- arinn ofan í mannskapinn og samkvæmt vefmiðlinum hornafjordur.is var gerður afar góður rómur að mat- seldinni. Veiðileyfi á 412þúsund Það er ekki ódýrt að hafa laxveiðar sem áhuga- mál. Inni á vefnum veidi. is er veiðimaður að aug- lýsa laus veiðileyfi í Löngudalsá í ísafjarð- ardjúpi. Veiðimaður- inn vill fá 412 þúsund krónur fyrir leyfið. Leyfið er fyrir þrjár stangir í þrjá daga. Tekið er fram í auglýsinguni að 444 laxar hafi kom- ið á land í fyrra. Það er því ljóst að það er ekki fýr- ir venjulegan launþega að stunda laxveiði þó að úr ánni komi ekki fleiri laxar. Ný kjarnorku- ver í Rússlandi Talið er að Pútín forseti muni í þessum mánuði á fundi helstu iðnríkja heims í Pétursborg kynna áætlanir um stórátak í byggingu nýrra kjarnorkuvera í Rússlandi. Ætlar hann að fjölga þeim úr 29 í 59 og jafnframt endur- nýja þau sem eldri eru. Hljómsveitin Sigur Rós heldur í tónleikaferð um ísland á næstunni. Tilgangur ferð- arinnar er gerð heimildarmyndar um sveitina þar sem ætlunin er að fanga hina einu sönnu íslensku stemningu. Sveitin mun halda tónleika á sérstökum stöðum þess að auglýsa og verður frítt inn. Jákvæðar viðtökur Hjörtur sagði að undirbúningur fyrir 1 Síldarverksmiðja og v Selárdalur f Á meðal tónleikastaða eru Selárdalur og gamla síldar- verksmiðjan á Djúpa- vík. Lokapunkturinn Hljómsveitin Sigur Rós er þekkt fyrir að fara ekki troðnar slóðir. Nú er í bígerð tilraunaheimildarmynd um sveitina sem mun halda fimm tónleika á sérstökum stöðum á landsbyggðinni. Sam- kvæmt Hirti Grétarssyni, framleiðanda hjá TrueNorth, er tilgang- ur myndarinnar að reyna að fanga hina sönnu íslensku stemn- ingu, bæði hjá fólki og náttúru. „Hugmyndin um kvikmyndina varð kveikjan að tónleikaferðinni," sagði Hjörtur Grétarsson, framleið- andi hjá TrueNorth, í samtali við DV í gær þegar hann var spurður um væntanlega heimildarmynd um Sigur Rós og tónleikaferð sveitarinnar. „Við höfum framleitt þrjú síðustu myndbönd hljómsveitarinnar og þeir komu að máli við okkur og báðu okkur um að gera heimildar- mynd fyrir sig. Tilgang- urinn er að sýna erlendum aðdáendum hvernig íslenska þjóðin og náttúran eru hljómsveitínni inn- blástur. Hvort tveggja hefur spilað stóra rullu í tónlist þeirra og við ætlum að reyna að sýna hvaðan þetta kemur. Við fundum það út að besta leiðin væri að fara á mjög myndræna staði og voru tónleikastaðirnar valdir með það í huga," sagði Hjörtur. Ferðin hefst 20. júli og lýkur 6. ágúst. er svo um verslunarmannahelgina á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi. Hjörtur sagði að tónleikamir yrðu ekki auglýstír sérstaklega. „Við von- umst til að fá heimamenn á stað- inn og ætlum að fanga hina einu sönnu stemningu á hverjum stað. Þetta verður allt ekta. Hljómsveitin mun spila um fimmtán lög á hverj- um stað, mismunandi eftír hverj- um stað," sagði Hjörtur og bætti við að hann byggist þó við því að hörðustu aðdáendur sveitarinnar útí í heimi myndu koma til lands- ins þegar þeir fréttu af þessari tónleikaferð. „Við vonumst til að fá heimamenn á stað- inn og ætlum að fanga hina einu sönnu stemn- ingu á hverjum stað." myndina væri í fullum gangi. „Það kostar sitt að búa til mynd eins og þessa. Við höfum fengið jákvæð- ar viðtökur og vonumst til að klára fjármögnun á næstu dögum," sagði Hjörtur sem fram- leiðir myndina fyr- ir hönd TrueNorth ásamt Finni Jó- hannssyni. oskar@idv.is Sigur Rós Spilar á skrýtnum stöðum uti a landsbyggo- inni og tekur upp heimildarmynd í leiðinni. Hundaræktunin Dalsmynni ehf. í gjaldþrotaskipti á dögunum „Skipt um kennitölu fyrir löngu" Ásta Sigurðardóttír, hundarækt- andi í Dalsmynni undrast orðróm sem gengið hefur eins og eldur í sinu á internetinu - þess efnis að hunda- ræktunin í Dalsmynni sé farin á hausinn og að Ásta sé að selja hunda fram hjá þrotabúi. í Lögbirtíngablaðinu á dögunum birtist auglýsing þess efnis að skipta- fundur yrði í þrotabúi hundarækt- unarinnar Dalsmynnis ehf. á næstu dögum. „Við lögðum niður gömlu kennitöluna fyrir löngu síðan og þetta á sér allt eðlilegar forsendur," segir Ásta í Dalsmynni og bætir við: „Við skuldum engum neitt." Segir Ásta orðróminn kjafta- sögu þeirra sem ekki hafi fyrir því að kynna sér málin til hlítar. „Við breytt- um nafninu á fyrirtækinu í Hunda- gallerí ehf. og var það fýrir tveimur árum," segir hún og bendir á að hún sé orðin gráhærð á öllum þeim sög- um sem vilja breiðast út um hana og hennar starfsemi en sjálf segist hún stunda hundaræktun af hugsjón en ekki til að græða. Hvað varðar meinta sölu fram hjá þrotabúi Hundaræktunarinnar Dalsmynnis ehf. segir Ásta að allir hundar sem frá búinu fari geri það á nótu frá Hundagalleríi. „Og öll op- inber gjöld eru greidd af þeim," seg- ir hin umdeilda Ásta í Dalsmynni og segir einnig að hún vilji ekki stofna til skulda við einn né neinn þar sem hún og maðurinn hennar, Tóm- as séu komin á sjötugsaldurinn og „Fátt sé verra en að skilja bömin eftir í skuldasúpu." Ásta í Dalsmynni Segist ekki vera farin á hausinn og að hún standiskilá öllum opinberum gjöldum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.