Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 44
56 FÖSTUDAGUR 7. JÚLl2006 Menning DV Norðanmenn og ferðalangar eiga um þessar mundir kost a að skoða glæsilega yfir- litssýningu á verkum Louisu IVlatthíasdóttur í Listasafn Akureyrar. Þar eru uppi nær hundrað verk sem fæst hafa sést hér á landi. Skjálfter á Suðurlandi Þao eru hátíðir víða um helgina: Djasshátíðin á Skógum er haldin I þriðja sinn og verður þar margt I boði. Sumartónleikar I Skálholti hófust um síðustu helgi ennúum helgina verða þar íboði tvennir tónleikar: Kammerkórinn Hljómeyki flytur verk eftir staðartónskáld sumarsins, Úlfarlnga Har- aldsson. Þá eru kammertónleikar með endur- reisnartónlist og nýlegri tónlist I boði. Flytjend- ur eru Renaissance Brass frá Sviþjóð, ásamt Berglindi Maríu Tómasdóttur, Guðrúnu Ósk- arsdóttur og Kolbeini Bjarnasyni. Louisa komin neim a pastelmyndir og krítarteikningar sem hafa aldrei fyrr verið til sýnis. Louisa er af talin meðal fremstu frásagnarmálara Bandaríkjanna og er þekktust fyrir ríkar andstæð- ur í litanotkun og áhrifamikla upp- byggingu hinna ofurraunsæislegu málverka sinna. Stelpa úr bæ og sveit Louisa Matthíasdóttir fæddist í Reykjavík 1917 og ólst upp í því íslenska landslagi sem hún síð- ar átti eftir að mála á vinnustofu sinni í New York. Þegar hún kom til Bandaríkjanna hafði hún notið ögunar og akademískrar mennt- unar í Reykjavík, Kaupmannahöfn og París. Hún fór vestur á stríðsár- unum og gekk til liðs við hóp lista- manna sem stofnuðu Jane Street Gallery, eitt af fýrstu samvinnufé- Friðrik flyst umset Hinn kunni þýðandi og menn- ingarffömuður, Friðrik Rafnsson, er hættur í starfl sínu hjá Háskóla Islands þar sem hann hefur unn- ið um fjögurra ára skeið. Þar hafði hann meðal annars yfirumsjón með innleiðingu á SoloWeb-vef- kerfinu í öllum deildum skóians og nokkrum stofhunum hans. Hann lét af því starfi í mars og vann að svokölluðu Charcotverkefni fyrir HÍ til 30. júní. Friðrik starfaði sem dagskárgerðarmaður hjá RÚV og ritstjóri Tímarits Máls og menn- ingar um árabil, en hefur að mestu starfað að vefmálum frá árinu 1996. Hann var ritstjóri vefs bókaútgáfu Máls og menningar og síðan Eddu, miðlunar og útgáfu. Friðrik hefitr talsvert unnið að alþjóðasamstarfi á sviði nýmiðlunar og hefur meðal annars verið landstengiliður ný- miðlunarverðlauna Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2003. Jafnframt hefur hann þýtt allmargar bækur úr frönsku eftír ýmsa þekkta höfunda, svo sem Milan Kundera og Michel Houellebecq. Nú er hann kominn til starfa hjá fýrirtælánu Lausn hug- búnaður ehf. sem er h'tið hugbún- aðarfyrirtæki sem hefur komið víða við á sviði hugbúnaðargerðar. Vonir standa til að Friðrik haldi áfram þýðingarstörfum sínum en hann hefur átt glæsilegan feril á því sviði. iÍÍlP WmSBm Brúsi í Parken Á síðasta ferðalagi Bruce Springsteen um Evrópu fyrr í vetur sleppti hann Danmörku úr túmum. Nú hefur hann tilkynnt að hann snúi aftur til norðurhluta álfunnar og verði með tónleika í Parken ásamt sautján manna bandi sínu þann 28. október. Springsteen og Seeger Sessions Band munu þar fýlgja eftír hinu lofaða verki sínu sem byggt er á lögum úr söngbók Petes Seeger, We Shall Overcome. Á söngvaskránni verða einnig ýmis lög úr salni Bruce sjálfs, þau sem eru meira í ætt við þjóðlög en rokkballöður hans og danslög. Salan hefst á neti kl. 10 ámánudagþann 10. ogverða 20 þúsund miðar til sölu. Hver kaup- andi fær flesta sex miða. Vefurinn er www.billetlugen.dk. Louisa Matthíasdóttir í vinnustofu sinni Myndin var tekin þegar að hinn þekkti Ijósmyndari Dieter Blum fór þess á leit við Hannes Sigurðsson, núverandi forstööumann Ustasafnsins á Akureyri, að hann veldi og semdi viö fræga listamenn iNew York um að sitja fyrlr á IJósmyndum sem blrtast skyldu í þýska tlmarltinu DerStern, en Hannes varþá búsettur I New York. Verkefnlð bar heitið Lis tamaður- inn og módellð Ljósmyndari: Dieter Blum. Birt með góöfúslegu leyfi höfundar og Listasafnsins á Akureyri ■■■■■■■■&< «1 Sýningin var opnuð síðastlið- inn laugardag, en mun standa fram til 20. ágúst. Þessi yfirlits- sýning á verkum Louisu er sú um- fangsmesta sem haldin hefur verið og rekur allan hennar listamanns- feril í sex áratugi frá því hún hélt héðan vestur um haf ung stúlka. Verkefnið er skipulagt af Ameri- can-Scandinavian Foundation í New York í samvinnu við ættingja listamannsins og hefur á ferð sinni haft viðdvöl í Þýskalandi og Dan- mörku áður en hún er nú að end- ingu sett upp í Listasafninu á Ak- ureyri. Fjölbreytt yfirlitssýning Hún spannar vítt svið, elstu verkin frá fimmta áratugnum en jafnframt gefur að líta myndskreyt- , ingar, mynsturteikningar og stórar : : lögum listamanna þar í borg. Mótíf mynda sinna sótti Louisa til heimaslóða og tjáði með breið- um pensilstrokum, kröftugum dráttum og líflegum litum mynd- irnar sem hún sá fyrir sér, en jafn- framt var á þefrn sterkur blær þess ofurraunsæis sem var hennar að- alsmerki í listinni. Okkarkona íslendingar líta enn á Louisu Matthíasdóttur sem landa sinn, markverðan listamann í hinni stuttu en glæsilegu listasögu á ís- landi þrátt fyrir að hún hafi varið mestum tíma sínum annars stað- ar frá sautján ára aldri. Á íslandi er hún meðal hinna þekktustu af þeirri kynslóð listamanna sem komu með afdráttarlaus módern- ísk áhrif heim frá meginlandi Evr- opu, beittu þeim á íslenskt um- hverfi og mótuðu sinn eigin stíl, sem var á margan hátt augljóslega íslenskur enda þótt deilan um það hvað það nákvæmlega þýðir sé enn ekki til lykta leidd. Mikil umfjöllun Þessi yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur hefur vakið mikla athygli almennings og list- unnenda erlendis og um hana hef- ur verið ítarlega fjallað í fjölmiðl- um, svo sem í New York Times og New York Observer og ennfremur í forsíðugrein í New York Sun. Sam- hliða sýningunni hefur verið gefin út vegleg sýningarskrá sem í eru 40 myndir og ritgerðir um list og feril Louisu Matthíasdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.