Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 32
44 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ2006 Helgin PV Erlendur er faðir Ágústu Evu sem við þekkjum betur sem Sylvíu Nótt Hann á sex börn og fjögur barnabörn ogerað vonum rígmontinn afafkomendum sínum. m>!w/ irJ.ifV/1 ui/Sfó Þegar ekið er norður í land hefur ferðalangurinn tílhneigingu til að fara í gegnum Blönduós án þess að staldra við nema í mesta lagi í sjoppunni til að fá sér pylsu og kók. Tjaldstæðið á Blönduósi hefur þó tekið miklum stakkaskiptum og er hlýlegt og aðlaðandi fyrir utan að sveitirnar umhverfis Blönduós eru allrar athygli verð- ar. Rúsínan í pylsuendanum er þó gamla þorpið á vesturbakka Blöndu þar sem nú er að verða til vísir að litíu „grjótaþorpi" þar sem listamenn og handverksfólk hefur hreiðrað um sig. f þorpinu litla á vesturbakkan- um er að finna gamla kirkju, bak- arí, áfengisverslun og hótel og meira að segja tryggingasölumann. íbúar gamla þorpsins henda gaman að því þegar Blönduósingar fara í áfengis- verslunina að þá séu þeir á leið í „tryggingarnar". Það er auðvitað pínu metingur milli þorpsbúa vest- anmegin árinnar og austanmegin, enda í góðu lagi að menn kýti svolít- ið meðan allt er í góðu. Einn af þeim sem hefur fund- ið sér búsetu í gamla þorpinu er Erlendur Finnbogi Magnússon, lista- maður og smiður sem hefur skor- ið út í tré margt listaverkið víða um land. Útskurðurinn á Hótel Geysi er handverk Erlendar svo og útskurður- inn í Eden og er þá fátt eitt talið af öll- um þeim dýrgripum sem hann hefur skorið út. Erlendur tekur á móti blaða- manni í dyrum hússins sem hann hefur endurbyggt nánast frá grunni, en húsið brann tii kaldra kola árið 1999. Menningarverðmæti í hættu Húsið, sem stendur við Brimslóð 8, var byggt árið 1882 sem íbúðarhús verslunarstjóra Höephner-verslun- ar. Þetta hús ásamt Brimslóð 6 eru elstu hús á Blönduósi. Þau standa við ósa Blöndu, um það bil 60 metra frá fjörunni. íbúðarhúsið, sem er 216 fermetrar, var í upphafi flutt tilsnið- ið til landsins og var húsið reist eft- ir númerum sem voru skorin í hvern bjálka fýrir sig. Árið 1999 eyðilagðist húsið í bruna og var eftir það uppi- standandi sem brunarúst í þrjú ár. Húsið var ónýtt og eigandinn óskaði eftir að fá að rífa húsið þar sem end- urgerð á friðuðu húsinu nam kostn- aði tvegga einbýlishúsa og trygginga- bætur námu aðeins einum fjórða af tjóninu. Bæjarstjórn hafnaði kaup- um á húsinu og hafnaði einnig ósk- um eigandans um að rífa ónýtt hús- ið, en krafðist þess hins vegar að eigandinn, sem hafði misst allt sitt, endurgerði húsið. Með þessu taldi bæjarstjórn sig hafa bjargað merk- ustu menningarverðmætum bæj- arins og velti ábyrgð og óyflrstígan- legum kostnaði yfir á eigandann. Brunarústin stóð því og grotnaði nið- ur á ábyrgð bæjarins í þrjú ár. Draumur um höggmyndagarð Erlendur, sem hafði lengi alið með sér draum um að eignast hús og vinnuaðstöðu á friðsælum stað, átti svo leið um Blönduós fyrir nokkrum árum og þar sem hann sat við rúst- irnar og horfði út á hafið kviknaði hjá honum hugmyndin að eignast hús- ið og endurbyggja það sem vinnuað- stöðu og heimili. „Ég hef í gegnum tíðina alltaf ver- ið að teikna og ætlaði alltaf að smíða höggmyndir í ellinni," segir hann. „Ég keypti þetta land til að láta þann „„Það myndi ekki end- astnemaframað háttatíma," sagði hún og þar með var sá ráða- hagur úr sögunni." draum rætast því ég var alltaf að leita að vinnustofu með góðu landi þar sem ég gæti búið til stórar högg- myndir úr ferrósementi, ekki ósvip- aðar og Ásmundur Sveinsson gerði." Erlendur, sem er með tilbúið kaffi handa blaðamanni, býður upp á veitingar úr bakaríinu Krútti sem er nánast í næsta húsi og meðal kræs- inganna er nýbökuð hjónabands- sæla og danskar skonsur. Hjóna- bandssælan er himnesk en Erlendur segir mér í framhaldi af umræðu um kökuna að hann hafi sjálfur skilið fyrir fimm árum. „Ég var orðinn veik- ur og skildi ekkert hvað var að mér. Á tímabili var ég orðinn sáttur við að þetta jarðneska líf væri bara á enda en svo kom í lj ós að ég var með svona hastarlega sykursýki. Nú er ég búinn að fá rétta meðhöndlun við henni og er auðvitað ógurlega glaður að vera á lífi, sprækur og hress." Hönnun og útskurður víða um land Eftir skilnaðinn flutti Erlendur á verkstæðið sitt í Hveragerði, en það var ekki húsnæði sem hentaði til að láta gamla drauma rætast því lóð- in sem fýlgdi var allt of lítil. Erlend- ur er þó öllum hnútum kunnugur í Hveragerði því þar hefur hann búið í um þrjátíu ár á ýmsum skeiðum æv- innar. „Mamma er frá Borgarfirði eystri og pabbi frá Eskifirði en ég var ekki nema tveggja ára þegar við fluttum til Hveragerðis og þar ólst ég upp sem krakki. Þegar ég fór sjálfur að eignast börn fluttist ég þangað aftur því þar er gott að vera með fjölskyldu." Erlendur, sem er húsasmið- ur að mennt, lærði hjá pabba sín- um en eftir sveinspróf við Iðnskól- ann var hann hvattur til að halda áfram og fara í Handíðaskólann. „Ég hafði fengið tíu í fríhendisteikningu og þótti efnilegur," segir hann hálf- feimnislega og ekkerf nema hóg- værðin. „Ég er nú ekki viss um að ég hafi haft svo mikið gagn af þeirri skólavist," segir hann kíminn en við- urkennir að listamannsgenið sé í blóðinu og hann hafi alltaf haft lag á að vera í skemmtilegum og skapandi verkefnum. „Ég hef verið svo heppinn að hafa nánast eingöngu byggt hús sem ég hafði hannað sjálfur og svo innrétt- ingar ýmis konar, meðal annars á veitíngahús, bari, stiga og þess hátt- ar. Ég hannaði til dæmis frumhönn- unina að Fjörukránni í Hafnarfirði og sá um byggingu á henni. Svo breytti ég gamla íþróttahúsinu við Geysi í hótel og hannaði Geysistofu og settí upp sýningu í byggðasafninu. Hús- ið hafði reyndar brunnið og stóð til að rífa það en ég var einmitt að inn- rétta gamla skíðaskálann í Hvera- gerði þegar Már á Geysi kom til mín og bað mig að líta á húsið. Ég kom þar rétt fyrir áramót, mældi upp og lét hann fá teikningar og hótelið var tilbúið í júm'. Svo var ég líka alltaf að gera eitthvað í Eden því Bragi vildi fá nýjar skreytingar á hverju vori fýrir ferðamennina." Engin þörf fyrir frægð og frama Nú er Erlendur kominn „heim" og ákveðinn í að fara út í myndlistina af fullum krafti eins og hann hafði lof- að sjálfum sér. „Ég hef verið að und- irbyggja þetta allt mitt líf og er bara feginn að hafa ekki byrjaði á þessu á unga aldri. Mér finnst ég eiginlega núna fyrst tilbúinn." Hann undir- strikar þó að hann hafi enga þörf tíl að verða frægur, langi bara að sinna þörfinni til að skapa. „Ég fæ út úr því að gera skúlptúr- inn sem mest áþreifanlegan og þá þarf hann að vera stór. Svo má alltaf fara með höggmyndirnar á haug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.