Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 33
I PV Helgin FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ2006 45 ana," segir hann hlæjandi. „Nú finn ég fyrir óskaplegri sköpunarþrá og er til dæmis með hugmynd að fugla- skoðunarhúsi á fjörubakkanum sem gæti verið eins og hænurass í roki, fjaðrir í allar áttir. Þar gæti fólk far- ið inn í fuglinn og skoðað fuglalíf- ið þaðan. Eins vil ég búa til eitthvað úr náttúrunni og sé til dæmis fyr- ir mér stóran hvalasporð sem stæði upp úr stórri tjörn og vatn gæti leikið um sporðinn. Þetta og fleira dreymir mig um að gera á þessari lóð. Eg er aiveg heillaður af umhverfinu hérna, gamla bænum og húsunum sem mynda þennan gamla kjarna. Þetta er eins og að koma hundrað ár aftur í tímann. Hér reikna ég lika með að geta leikið mér á baklóðinni án þess að vera fyrir neinum og hugmynd- irnar fara vel hér í náttúrunni með sjóinn í bakgrunninn. Mér flnnst líka óskaplega góð tilfinning að horfa hérna út á sjóinn og vita að sjóniínan er beint á Norðurpólinn. Sennilega er þetta eitthvað í okkur eyjarskeggj- um að vilja vera við hafið, helst á út- nesjum og helst sem nyrst. Þetta er eitthvað í eðlinu." Passað upp á karakterinn Erlendi féllust aldrei hendur eftir að hann ákvað að festa kaup á brunarústunum við Brimslóð 8, heldur hófst galvaskur handa. „Ég var að vonast til að fá leyfi til að rífa þetta því það var svo sem ekkert vit í að gera þetta upp, en það fékkst ekki leyfi fyrir því. Ég náði heldur ekki samkomulagi við bæinn um vinnustofu en ég keypti endann á húsinu við hiiðina og bjó þar meðan framkvæmdir stóðu yfir. Hér var allt brunnið nema stoðirnar sem voru það eina sem hægt var að byggja eitthvað á. Það fór hálft ár í að þrífa húsið og lykthreinsa það áður en nokkuð annað var gert. Húsið er í raun nýbygging því ég taldi mig ekki þurfa að gera það alveg í upp- runalegri mynd. Það er ekki nema 12% upprunalegt fyrir utan grunn- inn sem þurfti þó að gera mikið fyr- ir. Ég hef hins vegar reynt að gera húsið upp eins og þessi hús voru á sínum tíma. Þetta hús var allt pan- elklætt að innan og búið að breyta því margsinnis. Á tímabili voru tvær íbúðir í húsinu. Tryggingafélagið og jafnvel húsafriðunarnefnd vildu að þetta yrði allt klætt innan með gifsi, það eru þeirra viðgerðir í dag, en þá er bara allur karakter farinn. Hér nota ég gömlu viðina sem voru heil- ir og geri þá sjáanlega." Skemmtilegt og óvenjulegt mannlíf Húsið eins og það er orðið í dag er hreint yndislegt. Ég fæ leiðsögn um húsið og missi málið af hrifti- ingu, svo fallegt er það. Þegar hús- bóndinn býður mér gistingu í lok- rekkju sem hann hefur hannað á efri hæðinni er ég endanlega fallin. Það þarf ekki að orðlengja að betri næt- ursvefn hef ég ekki fengið um ára- „Nú fínn ég fyrír óskap- legrí sköpunarþrá og er til dæmis með hug- mynd að fuglaskoð- unarhúsi á fjörubakk- anum sem gæti verið eins og hænurass í roki, fjaðrir í allar áttirf bil, enda andinn í húsinu og gamla hverfinu engu líkur. Mannlífið er líka dýrðlegt, það fæ ég að upplifa daginn eftir. Syst- ir Erlendar sem býr á Blönduósi og hefur verið honum innan hand- ar við breytingarnar lítur inn ann- að slagið. Telma litla í næsta húsi kemur og biður um ís og að laun- um fær Erlendur fallegan blómvönd sem hún hefur tínt handa honum. Kisan hans Erlendar sem er ekki nema þriggja ára, er kettlingafull og á von á sér innan tíðar, en hún hefur nú þegar eignast 21 kettiing. Listafólk hvaðanæva að hefur fest kaup á húsum í hverfinu og margir sem ætla að stunda þar listsköpun, hvort sem er myndlist, kvikmynda- klippingar eða ritstörf, en fjaran og kyrrðin er óneitanlega inspírasjón fýrir listamennina. „Þetta er eins og í Grjótaþorpinu í gamla daga," segir Erlendur dreyminn, en móðir hans, Laufey, var einmitt þekkt persóna í Grjótaþorpinu í Reykjavík. Budda með bleika barnavagninn Erlendur saknar þó þeirra sem eru horfnir af vesturbakkanum á Blönduósi, ekki síst Ingibjargar, sem var einn af skemmtilegu persónu- leikunum í gamla þorpinu. „Ingibjörg var kölluð Budda og krakkarnir mínir voru ákaflega hrifnir af henni. Hún var stór og mikil og keyrði ekki bfl en átti bleik- an barnavagn sem hún notaði þeg- ar hún fór að versla í kaupfélaginu. Hún var mjög vel gefin og orðhepp- in en hafði aldrei gifst, að eigin sögn vegna þess að hún var of stór fyrir karlmenn. Hún var hrókur alls fagn- aðar í miklu Rússapartíi sem var haldið hér og stóð í tvo daga sam- fleytt. Þar voru dansaðir rússneskir dansar og ekkert slegið af.“ Erlendur segist einhvern tíma hafa stungið upp á að hún giftist sér en Budda mældi hann út og taldi að hann væri ekki maður fyrir hana. „Það myndi ekki endast nema fram að háttatíma," sagði hún og þar með var sá ráðahagur úr sögunni. Amerískur Laxnessaðdáandi Það er mikill gestagangur hjá Erlendi þessa helgi og í grillið um kvöldið mætir meðal annarra bandarískur rithöfundur frá Massa- chusettes. Hann er nýkominn af hestamannamóti, en dreymir um að verða frægur rithöfundur eins og Laxness og hefur þegar gefið út eina bók. Bók númer tvö, sem verð- ur gefin út innan tíðar, er innblás- in af Sjálfstæðu fólki, en hann gefur mér áritaða fyrstu bókina sína, Pris- oners of flight, sem trúlega enginn á íslandi kannast við. Kannski fær hann samt Nóbelinn einn góðan veðurdag. Erlendur á von á krökkunum sín- um í heimsókn fljótlega en hann er stoltur faðir sex barna. Yngsti strák- urinn, Finnbogi, hefur verið föð- ur sínum innan handar við endur- byggingu hússins en er nú að vinna með systur sinni, Ágústu Evu, sem við þekkjum best sem Sylvíu okkar Nótt. Erlendur er að vonum mont- inn af stelpunni sinni, sem hann segir ákaflega aktíva og duglega en megi jafnframt ekkert aumt sjá, svo og öllum börnunum sínum. Þá á Erlendur Maríu sem er BA í ferðamálafræði, Sunnu sem býr í Kaupmannahöfn og Svein sem rek- ur fýrirtæki í Reykjavík. Eina dóttur á Erlendur á Grænlandi sem heitir Eva María, en hún býr í Narssasuaq. Barnabörnin eru fjögur þannig að ríkidæmi Erlendar er mikið. Höfrungar og selir en engar hafmeyjur Hann segist aldrei fá nóg af nátt- úrufegurðinni. „Hér eru nokkur hundruð kríur á eyrinni og þegar þær fljúga upp allar í einu mynda þær svo falleg mynstur. Þær fléttast í tvo hópa, annar vængurinn flýgur út með ánni og hinn út með sjónum. Það er óskaplega fallegt. Þær eru hér í laxalúsinni í ósnum þar sem laxinn gengur upp í ána. Hér er líka mikið af sandlóu sem vappar í kringum mann ef maður leggst í sandinn og gæsirnar verpa hér milli húsa. Á vet- urna verða til kynjamyndir á sjón- um þegar snjókrap myndast á ánni. Þá flýtur það niður í sjó þar sem ald- an tekur við því og lemur þáð upp í fjöruna. Þá myndast oft íshraukar sem eru margra mannhæða háir og úr verða miklar kynjamyndir," segir listamaðurinn og fær glampa í aug- un. „Ég horfi á hrefnur, seli og höfr- unga af svölunum frá mér svo þetta er bara yndislegt." Aðspurður hvort ekki sé mögu- leiki á hafmeyju upp á steinana í allri þessari fegurð aftekur Erlendur það ekki með öllu. „Maður lifir allt- af í voninni,” segir hann sposkur." En hvað sem öllum hafmeyjum líður er framtfðardraumurinn að setja hér upp garð með eigin listaverkum, þar sem fólk er velkomið að koma og njótaogmig langar í framtíðinni að vera með gestavinnustofu. Mögu- leikarnir hér á vesturbakka Blöndu eru óendanlegir og vonandi að stað- urinn nái að blómstra og dafna og laða að gesti og gangandi, til ánægju fyrir þá og ekki síður íbúana." edda@dvjs Gamla þorpið á vesturbakk- anum Þarer mannlífíð fagurt og þar er að fínna gamla kirkju og áfengisverslun að ógleymdu bakarii og hóteli. Innanstokks Erlendur erþekktur tréútskurð- armaður og sýndi I gamla daga undir nafninu Finnbogi Magnússon. Húsið hans erfulltaf dýrgripum sem hann hefur sjátfur smiðað. Á vinnustofunni í húsinu Erlend dreymir þó um að byggja nýja vinnustofu á lóðinni. Áður voru tvær fbúðir f húsinu Þar sem vinnukonuherbergið var, hannaði Erlendur geymslu og þessa fallegu lokrekkju. Útsýnið af svölunum út á sjóinn Erlend dreymir umað gera höggmyndir á lóðinni við sjóinn en afsvölunum sér hann oft hrefnur, seli og höfrunga. Gamla kirkjan Ibúum vesturbakk- ans þykir sérlega vænt um gömlu kirkjuna og vilja gjarnan að hún verði gerð upp og notuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.