Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 7. JÚLl2006 Fréttir DV Bláttáfram- hlaupið íkvöld Róbert Traustason, Arn- aldur Birgir Konráðsson og Evert Víglundsson munu leggja af stað á miðnætti í kvöld frá Hellu en þeir ætla sér að hlaupa alla leið til Reykjavíkur. Vegalengdin er um 100 km en félagarnir hlaupa til styrktar samtök- unum Blátt áfram sem berj- ast gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Bæjarstjóri fagnaráhuga Jónmundur Guðmars- son, bæjarstjóri á Seltjam- amesi, fagnar áhuga bygg- ingaverktaka á því að byggja á Seltjamarnesi en DV birti frétt þess efnis á dögun- um að eignarhaldsfélagið ORK hygðist byggja íbúðir fyrir fólk eldra en 50 ára við Skerjabraut. Jónmundur sagðist ekki vilja tjá sig um fyrirætlanir fyrirtækisins þar sem skipulagsyfirvöld á Nesinu hefðu ekki fengið málið til umsagnar en sagði jákvætt að fundað hefði ver- ið með íbúum og mið tekið af athugasemdum þeirra. Fær Sigurður feitari elliiífeyri? í dag verður kveð- inn upp dómur í máli Sigurðar Helgasonar eldri gegn FL Group. Sigurður krefst þess að fyrirtækið greiði hon- um hluta af kauprétt- arsamningum sem aðrir æðstu stjómendur fyr- irtækisins hafa fengið og vís- ar í samning frá árinu 1977. Fyrirtækið hefur neitað að borga og þurfti því að fá úr- skurð dómara. \ Breytingar hjá Tollstjóra Sigurður Skúh Bergsson, sem verið hefur forstöðu- maður tollasviðs Tollstjór- ans í Reykjavík lét nýverið af þeirri stöðu og gegnir starfi aðstoðartollstjóra við hlið tollstjórans Snorra Olsen og er jafnframt staðgengill hans. í stól forstöðumanns settist þá Karen Bragadóttir, sem er þrítug að aldri og mennt- uð sem lögfræðingur. Karen hefur unnið hjá Tollstjóran- um í Reykjavík frá árinu 2001 og tók því við stöðunni eftir fimm ár í starfi. Breytingar hafa verið hjá tollinum að undanfömu en tollasviðið er nýtt sviðsheiti sem varð til við sameiningu tollheimtu- og tollgæslusviðs. Athafnamennirnir Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson högnuðust hressilega þegar þeir seldu hluti sína í Straumi-Burðarási til FL Group fyrir skömmu fyrir saman- lagt um 47 milljarða. geta gengiö sáttir it úr Straumi- Buröarási eftir að hafa hagnast “ " um í9 'milljarða á söluhlutabréfa — sinna i bankanum á dögunum. - DV-mynd Páll Bergmann Geta gengiö sattir ut Magnus Kristinsson og KrisíinnBjörnsson Þótt athafnamennimir Magnús Kristinsson og Kristinn Bjömsson hafi orðið undir í valdabaráttunni gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni í Straumi-Burðarási er óhætt að segja að þeir hafi ekki borið skarð- an hlut frá borði þegar þeir seldu bréf sín í bankanum á dögunum. Samkvæmt útreikningum DV munu Magnús og Kristinn hafa grætt tæpa 29 milljarða á sölu bréfa sinna í Straumi-Burðarási til FL Group fýrir 47 milljarða á dögun- um. Hlutur þeirra var rétt tæp 24% en greitt var með hlutabréfum í KB banka og FL Group. 19 milljarðar hjá Magnúsi Magnús Kristinsson, útgerð- armaður í Vestmannaeyjum, sat í stjórn Straums Fjárfestingabanka allt frá árinu 2001 og keypti sinn fyrsta hlut í apríl sama ár. Þá var gengi hlutarins í fyrirtækinu 2,76. Síðan þá hefur hann hægt og bít- andi aukið við hlut sinn í bankan- um í gegnum fjögur eignarhaldsfé- lög sín, MK-44, Smáey, Berg Hugin og Eyjaís og verið með stærstu hlut- höfum. Magnús seldi 14,72% hlut sinn á genginu 18,9 en langstærst- ur hluti bréfa Magnúsar var keypt- ur áður en Straumur sameinaðist Burðarási í október á síðasta ári og gengi bréfanna rauk upp. Verðmæti bréfa Magnúsar í FL Group er um 22,4 milljarðar en 7,6 milljarðar í KB banka. Ætla má að Magnús hafi ekki keypt bréf fyrir meira en tæpa ellefu milljarða í Straumi þann tíma sem hann var þar á meðal hluthafa og því hagnast um 19 milljarða. Kom inn þegar Skeljungur seldi Kristinn Björnsson kynntist Straumi þegar hann sat í stjórn bankans fýrir hönd Skeljungs þar sem hann var forstjóri. Eftir að hann hætti þar og Skeljungur seldi hlut sinn í bankanum í mars 2003 byrj- aði Kristinn að fjárfesta af miklum krafti í gegnum eignarhaldsfélög- in SK, SKE og Mercatura. Nær ailt hlutafé Kristins er keypt á genginu 5 til 8,25 og má áætía að Kristinn hafi hagnast um tæpa ellefu millj- arða á sölunni til FL Group. Kristinn bættist í hluthafahóp FL Group og KB banka líkt og vinur hans Magn- Samkvæmt útreikning- um DV munu Magnús og Kristinn hafa grætt tæpa 29 milljarða króna á sölu bréfa sinna í Straumi-Burða- rási til FL Group fyrir 47 milljarða á dögunum. ús sem hann tók stöðu með gegn Björgólfi Thor og hinum svokallaða Burðarássarmi bankans. Hent úr varaformannsstóli Magnús var stjórnarformaður Straums fyrir sameininguna við Burðarás og varð varaformað- ur í stjórn hins sameinaða fjár- festingabanka. Svo virðist þó sem hann og Björgólfur Thor Björgólfs- son, stjórnarformaður bankans, hafi ekki dansað í takt því Magnúsi var ýtt burt úr varaformannsstóln- um að loknum aðalfundi þann 3. mars síðastíiðinn, honum tíl lítillar ánægju. Skömmu síðar tók Magn- ús hins vegar aftur við varafor- mennsku í viðleitni Björgólfs Thors tíl að lægja öldurnar. Það sauð síðan upp úr á stjórnarfundi fýrir þremur vikum þar sem Þórði Má Jóhannes- syni, forstjóra bankans, var sagt upp störfum þvert gegn vilja Magnúsar og Kristins Björnssonar. Þórður Már með í ráðum Eftir að Þórður Már var rek- inn var ljóst að hvorki Magnúsi né Kristni var vært innan bankans. Það má kallast gráglettni örlaganna að Þórður Már ku hafa verið einn af arkitektunum á bak við kaup FL Group á hlut þeirra félaga. Þórður Már og Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs annars stærsta hluthafa FL Group, eru perluvinir og heim- ildir herma að þeir ásamt Hannesi Smárasyni, forstjóra og stærsta hlut- hafa FL Group, hafi útfært kaupin. Játa sig ekki sigraða Hvorki Magnús né Kristinn hafa viljað viðurkenna það opinberlega að þeir hafi orðið undir í valdabar- áttunni í bankanum. Enda skipt- ir það kannski ekki öllu máli þeg- ar fjárfestingin gefur slíkan arð sem raun ber vitni í þessu tilfelli. oskar@dv.is Atvinnuöryggi íslenskra sviðsleikara minnkandi Leikarar í lausu lofti „Vá fyrir dyrum? Já, þess vegna," segir Amar Jónsson stórleikari í sam- tali við DV Föstum stöðum leikara hefur fækk- að mjög á síðastliðnum árum. Amar segir það umhugsunarefhi. „Þeir em örfáir fastráðnir eftir í Borgarleilchúsinu. Og um tíu manns hafa farið af föstum samningi í Þjóð- leikhúsinu. Velta má fyrir sér því hvort þetta sé æskileg þróun. Hvers kon- ar leikhús við erum að stefiia í?" segir Amar. Hrafii- liiidur 'Iheodórs- dóttir hjá Féiagi íslenskra leikara segir þetta rétt hjá Amari. Fastráðnum Randver Þorláksson Áhyggjuefni aö atvinnuöryggi fari minnkandi meöal leikara. Hrafnhildur Theodórsdóttir Stöðugild- um hefur fækkað mjög á umliðnum árum. stöðum leikara og leikmynda- og bún- ingahönnuða hafi fækkað mjög upp á síðkastið. „Þeir em nú 13 eftir í Borgarleik- húsinu. Vom 23 þegar best lét. Þar vom fastráðnir þrír leikmynda- og búningahöfundar. Enginn núna. Þetta breyttist mildð árið 2002 þegar leikfé- lagið rambaði á barmi gjaldþrots. Þá var farið í mikinn niðurskurð - ekki bara á þessum póstum." Samhliða þessu hefur stöðugildum fækkað mjöghjá Þjóðleikhúsinu. Sam- kvæmt heimildum DV er þungt hljóð- ið í mörgum þar innan veggja - telja að sér þrengt. Tinna Gunnlaugsdótt- ir Þjóðleikhússtjóri sagðist, þegar hún tók við, ætla að fækka um tíu meðal þeirra sem lægstan hefðu starfsaldur- inn. Upp úr því urðu ýmsar breyting- ar, einhveijir leikara fóm í launalaust leyfi, Spaugstofugengið sagði laus- um sínum samningum og breytingar og tilfærslur urðu. Losnuðu þá um 12 stöðugildi sem Tinna hefur ekld ráð- ið í. „Áhyggjuefni er að stöðugildum skuli fækka," segir Randver Þorláks- son, formaður félags íslenskra leikara. Og telur vert að velta fyrir sér stöðunni í íslensku leiíchúsi. „Eg hef barist fyr- ir fastráðningum sem flestra. Sem er það atvinnuöryggi sem leikarinn hef- ur. Lausráðinn leikari býr ekld við ör- yggi," segir Randver. Randver segist aðspurður ekki geta sagt að það sé beinlínis flótti úr stétt- inni vegna þessa. Hins vegar hafi allt- af verið afföll, fólk hætti í þessu fagi meira en í öðrum, því markaðurinn sé svo HtOl. „Það er tragedían í þessu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.