Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 7. JÚLl2006 Fréttir DV Bláttáfram- hlaupið íkvöld Róbert Traustason, Arn- aldur Birgir Konráðsson og Evert Víglundsson munu leggja af stað á miðnætti í kvöld frá Hellu en þeir ætla sér að hlaupa alla leið til Reykjavíkur. Vegalengdin er um 100 km en félagarnir hlaupa til styrktar samtök- unum Blátt áfram sem berj- ast gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Bæjarstjóri fagnaráhuga Jónmundur Guðmars- son, bæjarstjóri á Seltjam- amesi, fagnar áhuga bygg- ingaverktaka á því að byggja á Seltjamarnesi en DV birti frétt þess efnis á dögun- um að eignarhaldsfélagið ORK hygðist byggja íbúðir fyrir fólk eldra en 50 ára við Skerjabraut. Jónmundur sagðist ekki vilja tjá sig um fyrirætlanir fyrirtækisins þar sem skipulagsyfirvöld á Nesinu hefðu ekki fengið málið til umsagnar en sagði jákvætt að fundað hefði ver- ið með íbúum og mið tekið af athugasemdum þeirra. Fær Sigurður feitari elliiífeyri? í dag verður kveð- inn upp dómur í máli Sigurðar Helgasonar eldri gegn FL Group. Sigurður krefst þess að fyrirtækið greiði hon- um hluta af kauprétt- arsamningum sem aðrir æðstu stjómendur fyr- irtækisins hafa fengið og vís- ar í samning frá árinu 1977. Fyrirtækið hefur neitað að borga og þurfti því að fá úr- skurð dómara. \ Breytingar hjá Tollstjóra Sigurður Skúh Bergsson, sem verið hefur forstöðu- maður tollasviðs Tollstjór- ans í Reykjavík lét nýverið af þeirri stöðu og gegnir starfi aðstoðartollstjóra við hlið tollstjórans Snorra Olsen og er jafnframt staðgengill hans. í stól forstöðumanns settist þá Karen Bragadóttir, sem er þrítug að aldri og mennt- uð sem lögfræðingur. Karen hefur unnið hjá Tollstjóran- um í Reykjavík frá árinu 2001 og tók því við stöðunni eftir fimm ár í starfi. Breytingar hafa verið hjá tollinum að undanfömu en tollasviðið er nýtt sviðsheiti sem varð til við sameiningu tollheimtu- og tollgæslusviðs. Athafnamennirnir Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson högnuðust hressilega þegar þeir seldu hluti sína í Straumi-Burðarási til FL Group fyrir skömmu fyrir saman- lagt um 47 milljarða. geta gengiö sáttir it úr Straumi- Buröarási eftir að hafa hagnast “ " um í9 'milljarða á söluhlutabréfa — sinna i bankanum á dögunum. - DV-mynd Páll Bergmann Geta gengiö sattir ut Magnus Kristinsson og KrisíinnBjörnsson Þótt athafnamennimir Magnús Kristinsson og Kristinn Bjömsson hafi orðið undir í valdabaráttunni gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni í Straumi-Burðarási er óhætt að segja að þeir hafi ekki borið skarð- an hlut frá borði þegar þeir seldu bréf sín í bankanum á dögunum. Samkvæmt útreikningum DV munu Magnús og Kristinn hafa grætt tæpa 29 milljarða á sölu bréfa sinna í Straumi-Burðarási til FL Group fýrir 47 milljarða á dögun- um. Hlutur þeirra var rétt tæp 24% en greitt var með hlutabréfum í KB banka og FL Group. 19 milljarðar hjá Magnúsi Magnús Kristinsson, útgerð- armaður í Vestmannaeyjum, sat í stjórn Straums Fjárfestingabanka allt frá árinu 2001 og keypti sinn fyrsta hlut í apríl sama ár. Þá var gengi hlutarins í fyrirtækinu 2,76. Síðan þá hefur hann hægt og bít- andi aukið við hlut sinn í bankan- um í gegnum fjögur eignarhaldsfé- lög sín, MK-44, Smáey, Berg Hugin og Eyjaís og verið með stærstu hlut- höfum. Magnús seldi 14,72% hlut sinn á genginu 18,9 en langstærst- ur hluti bréfa Magnúsar var keypt- ur áður en Straumur sameinaðist Burðarási í október á síðasta ári og gengi bréfanna rauk upp. Verðmæti bréfa Magnúsar í FL Group er um 22,4 milljarðar en 7,6 milljarðar í KB banka. Ætla má að Magnús hafi ekki keypt bréf fyrir meira en tæpa ellefu milljarða í Straumi þann tíma sem hann var þar á meðal hluthafa og því hagnast um 19 milljarða. Kom inn þegar Skeljungur seldi Kristinn Björnsson kynntist Straumi þegar hann sat í stjórn bankans fýrir hönd Skeljungs þar sem hann var forstjóri. Eftir að hann hætti þar og Skeljungur seldi hlut sinn í bankanum í mars 2003 byrj- aði Kristinn að fjárfesta af miklum krafti í gegnum eignarhaldsfélög- in SK, SKE og Mercatura. Nær ailt hlutafé Kristins er keypt á genginu 5 til 8,25 og má áætía að Kristinn hafi hagnast um tæpa ellefu millj- arða á sölunni til FL Group. Kristinn bættist í hluthafahóp FL Group og KB banka líkt og vinur hans Magn- Samkvæmt útreikning- um DV munu Magnús og Kristinn hafa grætt tæpa 29 milljarða króna á sölu bréfa sinna í Straumi-Burða- rási til FL Group fyrir 47 milljarða á dögunum. ús sem hann tók stöðu með gegn Björgólfi Thor og hinum svokallaða Burðarássarmi bankans. Hent úr varaformannsstóli Magnús var stjórnarformaður Straums fyrir sameininguna við Burðarás og varð varaformað- ur í stjórn hins sameinaða fjár- festingabanka. Svo virðist þó sem hann og Björgólfur Thor Björgólfs- son, stjórnarformaður bankans, hafi ekki dansað í takt því Magnúsi var ýtt burt úr varaformannsstóln- um að loknum aðalfundi þann 3. mars síðastíiðinn, honum tíl lítillar ánægju. Skömmu síðar tók Magn- ús hins vegar aftur við varafor- mennsku í viðleitni Björgólfs Thors tíl að lægja öldurnar. Það sauð síðan upp úr á stjórnarfundi fýrir þremur vikum þar sem Þórði Má Jóhannes- syni, forstjóra bankans, var sagt upp störfum þvert gegn vilja Magnúsar og Kristins Björnssonar. Þórður Már með í ráðum Eftir að Þórður Már var rek- inn var ljóst að hvorki Magnúsi né Kristni var vært innan bankans. Það má kallast gráglettni örlaganna að Þórður Már ku hafa verið einn af arkitektunum á bak við kaup FL Group á hlut þeirra félaga. Þórður Már og Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs annars stærsta hluthafa FL Group, eru perluvinir og heim- ildir herma að þeir ásamt Hannesi Smárasyni, forstjóra og stærsta hlut- hafa FL Group, hafi útfært kaupin. Játa sig ekki sigraða Hvorki Magnús né Kristinn hafa viljað viðurkenna það opinberlega að þeir hafi orðið undir í valdabar- áttunni í bankanum. Enda skipt- ir það kannski ekki öllu máli þeg- ar fjárfestingin gefur slíkan arð sem raun ber vitni í þessu tilfelli. oskar@dv.is Atvinnuöryggi íslenskra sviðsleikara minnkandi Leikarar í lausu lofti „Vá fyrir dyrum? Já, þess vegna," segir Amar Jónsson stórleikari í sam- tali við DV Föstum stöðum leikara hefur fækk- að mjög á síðastliðnum árum. Amar segir það umhugsunarefhi. „Þeir em örfáir fastráðnir eftir í Borgarleilchúsinu. Og um tíu manns hafa farið af föstum samningi í Þjóð- leikhúsinu. Velta má fyrir sér því hvort þetta sé æskileg þróun. Hvers kon- ar leikhús við erum að stefiia í?" segir Amar. Hrafii- liiidur 'Iheodórs- dóttir hjá Féiagi íslenskra leikara segir þetta rétt hjá Amari. Fastráðnum Randver Þorláksson Áhyggjuefni aö atvinnuöryggi fari minnkandi meöal leikara. Hrafnhildur Theodórsdóttir Stöðugild- um hefur fækkað mjög á umliðnum árum. stöðum leikara og leikmynda- og bún- ingahönnuða hafi fækkað mjög upp á síðkastið. „Þeir em nú 13 eftir í Borgarleik- húsinu. Vom 23 þegar best lét. Þar vom fastráðnir þrír leikmynda- og búningahöfundar. Enginn núna. Þetta breyttist mildð árið 2002 þegar leikfé- lagið rambaði á barmi gjaldþrots. Þá var farið í mikinn niðurskurð - ekki bara á þessum póstum." Samhliða þessu hefur stöðugildum fækkað mjöghjá Þjóðleikhúsinu. Sam- kvæmt heimildum DV er þungt hljóð- ið í mörgum þar innan veggja - telja að sér þrengt. Tinna Gunnlaugsdótt- ir Þjóðleikhússtjóri sagðist, þegar hún tók við, ætla að fækka um tíu meðal þeirra sem lægstan hefðu starfsaldur- inn. Upp úr því urðu ýmsar breyting- ar, einhveijir leikara fóm í launalaust leyfi, Spaugstofugengið sagði laus- um sínum samningum og breytingar og tilfærslur urðu. Losnuðu þá um 12 stöðugildi sem Tinna hefur ekld ráð- ið í. „Áhyggjuefni er að stöðugildum skuli fækka," segir Randver Þorláks- son, formaður félags íslenskra leikara. Og telur vert að velta fyrir sér stöðunni í íslensku leiíchúsi. „Eg hef barist fyr- ir fastráðningum sem flestra. Sem er það atvinnuöryggi sem leikarinn hef- ur. Lausráðinn leikari býr ekld við ör- yggi," segir Randver. Randver segist aðspurður ekki geta sagt að það sé beinlínis flótti úr stétt- inni vegna þessa. Hins vegar hafi allt- af verið afföll, fólk hætti í þessu fagi meira en í öðrum, því markaðurinn sé svo HtOl. „Það er tragedían í þessu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.