Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 Fréttir DV Úlfaldar éta íslenskt hey Bóndinn Vilhjálmur Þórarins- son í Litlu-Tungu í Rangárþingi ytra er heysali sem hefur um ára- bil selt hey til Færeyja. Núna hefur Vilhjálmur fengið fyrirspurn frá Jórdaníu og Dubai um það hvort hann geti selt þeim hey til að gefa úlföldum þar sem skortur sé á fóðri vegna þurrka. í viðtali við Sunnlenska fréttablaðið segir Vil- hjálmur að málið sé á byrjunar- stigi en mikill áhugi sé frá báðum aðilum að ná fram viðskipmm. Bullandi þensla Skráð atvinnuleysi í sept- ember reyndist 1% afvinnuafli samkvæmt tölum sem Vinnu- málastofnun birti í fyrradag. Um- talsverð þensla ríkir því á íslensk- um vinnumarkaði um þessar mundir. Hefur atvinnuleysi ekki mælst minna frá því í septemb- er 2001 þegar síðasta uppsveifla söng sitt síðasta. Mikil spenna á vinnumarkaði stuðlar að launa- skriði og eykur við undirliggjandi verðbólguþrýsting sem gæti brot- ist fram á næstunni þrátt fyrir að flest bendi nú til minnkandi verð- bólgu. Greining Glitnis segir frá. Fjölbrautaskóli Suðurlands 25ára Fimmtudaginn 12. október hélt Fjölbrautaskóli Suðurlands á Sel- fossi upp á tuttugu og fimm ára afmæli sitt með miklum hátíðar- höldum sem stóðu allan daginn. Nemendur voru með uppákom- ur, söng, ræðuhöld og hljómsveitir léku fyrir nemendur og kennara. Lauk hátíðinni með allsherjar- veislu í boði skólans þar sem boð- ið var upp á snittur og sætabrauð. Fólkið á Patró drekkurmeira í vínbúðinni á Patreksfirði hef- ur selst meira áfengi fyrstu níu mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Söluaukningin nemur tveimur og hálfu prósenti en á landsvísu er söluaukning á áfengi átta og hálft prósent á milli ára. Alls seldi ÁTVR áfengi á landinu öllu fyrir rúma þrettán milljarða. Ekki fylgir fréttinni sem tekin er af vefsíðu bb.is hver ástæðan er fyrir aukinni áfengissölu á Patreksfirði. Fríkirkjuvegur 11 er til sölu frá og með í gær. Þessi gamla glæsihöll Thors Jensen hefur lokið hlutverki sinu sem starfsvettvangur ÍTR samkvæmt tillögu Björns Inga Hrafns- sonar, sem samþykkt var í borgarráði í gær. Skilmálarnir fyrir sölunni eru sérsniðnir fyrir ættingja Thors Jensen og ljóst að það er fyrst og fremst Björgólfur Thor Björgúlfs- son, sem ásælist húsið enda langafabarn Thors m r? w jnl Vp| 1 Utft/ : ' - v ’iY* í@ LÍ!Mll_W ú „Borgarráð samþykkir að fela framkvæmdasviði að undirbúa auglýsingu húseignarinnar að Fríkirkjuvegi 11 til sölu. Jafnframt að finna hentugra húsnæði fyrir starfsemi íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur. Við val á kaupanda verður auk tilboðsverða tek- ið tillit til framtíðarnotkunar og sögu hússins. Borgarráð fái aug- lýsingu með endanlegum skilmálum til samþykktar." Björgólfur Thor Björgúlfson hefur lengi haft áhuga á að kaupa húsið og ritaði á sínum tíma Þórólfl Árnasyni þáverandi borgarstjóra bréf þar sem hann vildi kanna möguleika á því að fá húsið keypt. Þessum rómantísku fjölskyldudraumum ríkasta manns Islands var hins vegar hafnað af borgarráði á þeim tíma. Það er ljóst að stærð hússins og staðsetning set- ur það í flokk dýrustu húsa bæjarins en þegar það var byggt 1908 svaraði kosmaðurinn til allra gjalda Reykja- víkur það ár. Fríkirkjuvegur er einkar glæsi- legt hús í svokölluðum Palladio stíl en Thor Jensen er titlaður höfundur þess ásamt Einari Erlendssyni arki- tekt. Þá er húsið friðað samkvæmt þjóðminjalögum frá 1969. Óhentugt húsnæði fyrir ÍTR Starfsmenn ÍTR hafa lengi kvartað undan ágöllum hússins, bæði kyndi- kerfl og loftræsting hafa lengi verið til vandræða auk þess að leki hefur ítrekað komið upp. í greinagerð með tillögu Björns Inga segir: „Húseignin að Fríkirkjuvegi 11 er ein hin fegursta í borginni og liggur við Reykjavíkurt- jörn. Þar hafa um árabil verið höfuð- stöðvar ÍTR, en af til hafa komið upp umræður um að finna þeirri starf- semi hentugra húsnæði, því gamla einbýlishúsið er ekki sérhannað fyr- ir fjölmennan vinnustað með nú- tímakröfur um aðgengi, til dæmis fyrir fatlaða. Því er lagt til að auglýst verði eftir tilboðum í húsið og fram- kvæmdasviði og ÍTR falið að leita eft- ir hentugu húsnæði fyrir starfsemi ÍTR til framtíöar." Auglýst eftir tilboðum Þrátt fyrir að samþykkt borgar- ráðs sé sérsniðin að þörfúm Björgólfs Thors er gert ráð fyrir að auglýst verði eftir tilboðum í húsið. Eignin er yfir 1000 fermetrar að stærð og í því voru á sínum tíma 15 herbergi, eld- hús, biljardstofa, vínkjallari og fleira. Húsið er af fasteignasölum metið á 3-400 milljónir og það er því ljóst að einungis örfáir auðmenn á íslandi gætu keppt við Björ- gólf um kaup á hús inu. Viðgerðir og lagfæringar inn- an ramma frið- unarlaga gætu hæglega kost- að 100-200 milljónir áður en húsið yrði íbúðarhæft. í samþykkt borg- ^HHHHNfeÍ' arráðs eru jafn- framt takmark- anir á því hvernig húsið yrði nýtt og saga þess varðveitt til framtíðar. Ásgeir Friðgeirsson fjöl miðlafulltrúi Björgólfs- Thor Jensen Varfrumkvöðull í fslensku atvinnulifi og i mörgu langtá undan sinni samtið. feðga segir að þessi frétt hafl komið Björólfi Thor jafnmikið á óvart og öll- um öðrum. „Ég rakst sjálfur á þetta á heimasíðu Björns Inga en veit ekkert frekar um það hvort Björgólfur hefur ennþá áhuga á að kaupa húsið. Björ- gólfur hefur ekkert samband haft við núverandi meirihluta um þetta mál þannig að þetta er algerlega þeirra eigin uppflnning," sagði Ásgeir enn fremur. Húsið dýrt í rekstri Fríkirkjuvegur 11 hefur alla tíð verið dýrt í rekstri og óhentugt sem opinber stofnun. Steinunn Val- dís Óskarsdóttir taldi á sínum tíma vel koma til greina að selja hús- ið ásamt öðrum óhentug- um eignum borgarinnar en annmarkarnir tengd- ust lóðarstærð ann- ars vegar og vemdun- arhagsmunum hins vegar. Borgarfull- trúi VG lét bóka þá skoðun sína að húsið ætti að Fríkirkjuvegur 11 ThorJensen stórkaupmað- ur og athafnaskáld lét byggja húsið 1908. vera áfram í eigu Reykjavíkurborg- ar en Dagur B. Eggertsson sat hljóð- ur hjá. kormakur@dv.is Björn Ingi Hrafnsson Fékkþá hugmynd upp á sitt eindæmi að selja Friklrkjuveg 11. Af litlu kexi • • • Svarthöfði er mikill áhugamað- ur um enska boltann og hefur fylgst með honum frá blautu barnsbeini. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt og þaðan af síður skemmtilegt því Svarthöfði fékk snemma þann kross að bera að halda með West Ham líkt og karl faðir hans. Óhætt er að segja að skipst hafi á skin og skúrir. Svart- höfði man vel eftir markinu sem Tre- vor Brooking skoraði gegn Arsenal árið 1980 og tryggði West Ham bik- arinn. Það var í síðasta skiptið sem Svarthöfði fagnaði titli. Svarthöfði var ekki einu sinni fæddur þegar hetjurnar úr heimsmeistaraliði Eng- lendinga, Bobby Moore, Geoff Hurst og Martin Peters, léku með West Ham. Svarthöföi Eftir dapurt gengi á undanförn- um árum virðist sem West Ham sé að rétta úr kútnum. Svarthöfði gladdist yfir frábæru tímabili í fyrra og þótt byrjunin í ár hafi verið erfið þá býr mikið í liðinu að mati Svart- höfða. Eina vandamálið er að nokkr- ir herramenn vilja kaupa félagið. Eggert Magnússon, formaður KSÍ og fyrrverandi kexforstjóri, er einn þeirra sem vill kaupa West Ham. Svarthöfði hefur gaman ða Eggerti, finnst hann oft skemmtilega hvatvís. Svarthöfði veit að Eggert mun reka félagið vel jafnvel þótt það sé ekki á jafn feitum styrkjum frá Knatt spyrnusambandi Evrópu og Álþjóða knattspyrnu- sambandinu og KSÍ er í dag. Svarthöfði dá- ist líka að Eggerti sem hefur bolmagn til að kauða eitt stykki enskt úrvalsdeildarlið. Sér- staklega þeagr litið er til þess að hann seldi matarkex fyrir ekki svo mörgum árum. Eina vandamál- ið sem Svarthöfði sér er að þótt rekstur KSÍ hafi batnað þá hefur árang- ur innan vallar ekki batnað. Það verður lítil Björgólfur Thor Björgólfsson Er ekki siður athafnaskáid en langafinn, fáirgeta keppt við Björgólfum eignina efhann ásæiisthana á annað borð. ánægja hjá stuðningsmönnum West Ham ef Eggert tek- ur við. Reksturinn verður á myljandi siglingu en liðið , verður í botnbar- áttunni, svona eins og íslenska lands- liðið. En íslenska kex- ið er sjálfsagt betra en íranskur maf- íósi sem þekkir alla helstu glæpamenn heimsins og reyn- ir að vinna með þeim. Já, sjálfsagt er það nú betra. Svarthöfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.