Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 21
DV Fréttir Björn Hlynur, Ólafía Hrönn og Ingvar ÞrieykiSit&tendur, Sígurður Óli og FHnborg á véttvangi. DV-Mynd Besti Löggan tóklöggumar „Þetta var mjög ánægjulegt verkefni fyrir mig. Við vorum mikið að vinna með tengsl eða samband okkar þriggja í myndinni. Ingvar, ég og Ólafía Hrönn. Þetta er náttúru- lega afar þekkt bók og maður rennir alveg blint í sjóinn hvernig fólki líkar túlkunin á persónunni en ég er ánægður með það sem við gerðum þó að ég hafi lítið séð enn þá. Bíð bara jafn spenntur og allir aðrir eftir frumsýningunni. Mér líkaði vel að vinna með Balta og við vorum búnir að vinna saman íPétri Gaut þannig að mér leið bara vel á meðan tökum stóð. Það er samt kannski skemmtilegt að segja frá þvíað löggan varítrekað að taka okkur Ingvar og oft erfitt að útskýra hvað við værum að gera. Það þýddi lítið að segja að við værum að leika löggur. Ég var til dæmis með blóðnasir eftir tökur á Litla-Hrauni þegar löggan stoppaði okkur i eitt skiptið. Það gefur augaleið að þeir horfðu á okkur ansi vantrú- aðir á skýringarnar." Alveg sminklaus „Þetta var ósköp létt hjá mér því mitt hlutverk var að vera bara ég sjálfen þetta var óskaplega skemmtileg vinna og frábærir starfsfélagar þannig að ég skemmti mér konunglega. Elínborg er svo hlý og góð manneskja og mér leið bara vel allan tímahn. Mér líst líka vel á myndina þó að ég hafi ekki séð mikið enn. Ég er búinn að sjá „treilerinn" og einhverjar senur sem ég þurfti að tala inn á aftur. Ég heflíka trú á því að Ingvar slái i gegn. Þetta verður ákaflega íslensk mynd, rigning, frost og mosi og við vorum ekkert sminkuð þannig að við erum bara eins og við komum afkúnni. í fyrstu tökunum þá var settur smá farði á mig rétt svona föl sem sást nánast ekkert og þegar Balti sá þetta spurði hann afhverju ég væri svona máluð og skipaði mér að þrifa þetta burt. Mér fannst þetta mjög þægilegt að sleppa við allt þetta málverk." orðið í samfélaginu, ná aftur teng- ingu við venjulega áhorfendur. En það getur verið erfitt að finna þessa línu yfir til áhorfandans. Finna réttan tón í frásöguna. Mér hefur stundum hætt til að fara of hratt eða fengið bágt fyrir að ögra um of en það hefur líka oft gengið upp. í þessu tilviki er ég svolítið að ögra glæpasögustílnum með ákveðnum hlutum, sem ég vil ekki segja frá núna, en vonandi án þess að missa áhuga áhorfandans. Leit að kjarna glæpasögunnar „Lausnir eru ekki það erfiðasta - að leysa senu er sjaldnast vandamál. Það gerir maður með leikurunum, leiktjaldasmið eða tökumanni en það er tónninn og forsendan, hvað ég vil fá út úr þessu, sem skiptir máli. Mig langar að búa til íslenska þrill- erinn og það þarf að finna þennan tón svo að við trúum að þetta ger- ist á íslandi - ef við notum byssur þá missa menn trúna á glæpinn. Þetta er meira ögrandi verkefni en það lít- ur út fyrir að vera en Arnaldi tókst þetta. Mér finnst við hafa verið frek- ar klaufaleg hér heima í þessari teg- und af frásögnum, það er varla að fólk trúi raunveruleikanum ef byss- ur eru innblandaðar." Sterkt tökugengi „Tökurnar gengu ótrúlega vel enda flottur hópur og samhent- ur, menn eru orðnir mjög þjálfaðir hérna. Við eigum fullt af hæfu fólki í kvikmyndagerð en það gengur ekki til lengdar að gera myndir fyrir lítið eða ekki neitt - menn verða að fá borgað. Það er reyndar svo mikið í gangi hér heima núna að það get- ur verið erfitt að fá fólk en mér hef- ur gengið ágætlega. Kannski vegna þess að ég borga. Ég var með ungan og mjög efni- legan tökumann, Bergstein Björg- úlfsson, sem á sína frumraun í bíó núna í Börnum og svo hélt samstarf okkar Mugisons áfram, við unnum saman við Little Trip to Heaven. Það er eitthvað sem tónar á milli okkar og það eru notuð íslensk stef og tilbrigði við þau sem er hárrétt fyrir þessa mynd að mínu viti. Þetta er ekki Mugison með gítar, hann er að nota harmónikku á skemmtileg- an hátt og svo fékk ég hann til að taka Fóstbræður inn í myndina." Dreifingin komin á hreint „Það gæti hjálpað með dreif- ingu á myndinni hversu fræg bókin er orðin en samt held ég að það sé ekkert beint samband þar á milli. Þýdd glæpasaga og mynd byggð á henni á erlendu máli er ekki endi- lega samtengjanlegt erlendis. Engu að síður er búið að selja myndina til Þýskalands og Norðurlanda og gera samning um dreifingarréttinn við Trust film, sem er sama fyrir- tæki og sá um dreifingu á 101. Það gekk mjög vel og hún seldist til yfir 80 landa. Trust filrn í eigu Zent- ropa er sennilega öflugasta dreif- ingarfyrirtæki Norðurlanda og hef- ur dreift öllum helstu myndum síðustu ára, sem gerðar hafa verið á Norðurlöndum. Nú er bara eft- ir að skoða síðasta print og hljóð- setningu og svo ætla ég norður og anda út og vera með sonum mín- um. Reyndar styttist í að ég leiki í íslenskri kvikmynd sem er í und- irbúningi en ég ætla að leyfa þeim sem ráða þeirri mynd að segja frá henni þegar þar að kemur. Ólíkt öllu sem ég hefgert áður „Þessi vinna við Mýrina er gjörólík þvísem ég hefgert áður. I Little Trip to Heaven var þetta meira mitt efni eins og þessi naflaskoðun sem maður hefur verið í en núna kom Balti með þá hugmynd að nota mikið kóra og þekkt íslensk lög sem grunn. Hann lagði mikið upp úr þessum ekta íslensku hughrifum. Við byrjuðum á að gera langan lista af islenskum lögum sem kæmi til greina að nota, bæði þjóðlögum og nýrri lögum. StefúrSofðu unga ástin mín og Til eru fræ eru aðalstefin og tvinnast jafnvel saman. Kórar skipa líka afar stórt hlutverk og ég held að það séu um 200 manns sem koma að tónlistinni iþessari mynd. Fóstbræður syngja í60 -70% aflögunum og svo eru þarna Lögreglukórinn, Hljómeyki og kammerkór frá ísafirði. Þetta var frábært tækfæri fyrir mig og mjög skemmtileg reynsla. Það er afskaplega gott að vinna með Balta og hann fylgdi þessu öllu vel eftir og var duglegur að koma og hlusta. Hann kom vestur og var líka við upptökur og fylgdist með hljóðvinnunni allan tímann og kann að ýta við manni á réttan hátt þegarþörfer á því," sagði Mugison í stuttu spjalli við DV. bmturte DaVind Oxfc i DVD, D.Vtoci Uiktotato 11, ,f öðtata tölvuleikjum og nuug< Aukavinningar DVD myndir I-.IN VINS Æ I.ASTA M VNO A..: j ÍSI.ANDI 1K KOMINN A D V D ! FARARSTOFA ISLANDS Sverrir Einarsson Suðurhlíð 35 Fossvos Vaktsími: 5813300 & 896 Sólarhringsvakt 8242 Bryndís Valbjamardóttir Komum lieim til aðstandenda ef óskað er Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Skólavörðustíg 18 www.hsh.ehf.is Þegar andlát ber að HUFUR SEM HLÆJA Finmirðu ekki stærðina þína? Saumurn buxur eftir pöntun Tilbúnar stærðir 38 50 eða sérpöntun Nýr opnunartúnl vegna bireytliiga: Opið mán.“ÍÖts. H. 16-18. EiM&iotgí 13, 2. hseð á ewgkiu Slmí S52 3970 THE DAVINCI CODE 1 K A () S K A K S V !•. K I) I. A II N A H A I'A N U M KON HOWAIU) Dy_SMS.BTCDVDú klvinningur er HNCI CODE A DVD Alhliða útíararþjónusta í 16 ár Sírnar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is 1^4 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Rúnar Geirmundsson Siguröur Rúnarsson Bís Rúnarsson HLÝJAR í VETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.