Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 13. ÖKTÓBER2006 Fréttir DV Afsökuðu bjórkútsstuld Fjórir ung- ir piltar, þrír 17 ára og einn 15 ára, reyndu að komast undan með bjórkút sem v--—•** þeir tóku ófrjálsri hendi á krá í íyrrakvöld. Lögreglan stöðvaði för þeirra örfáum mínútum eftir að hún fékk tilkynningu um þjófnað- inn. Bjórkúturinn fannst svo við leit í bíl piltanna. Þeir voru fullir iðrunar og óskuðu eftir því að fara aftur á krána til að biðjast afsök- unar á framferðinu. Það var svo gert um leið og bjórkútnum var skilað í réttar hendur. Elduríhúsiá Kjalarnesi Eldur kom upp í stígahúsi á Jör- fagrund 23 á Kjalarnesi í fyrrinótt. Eldur læsti sig í þakskegg. Engan sakaði og gekk vel að rýma hús- næðið. Strætísvagn var fenginn fyrir íbúa á meðan slökkvilið vann á vettvangi. Átta íbúðir eru í hús- inu. Skömmu eftír klukkan þrjú um nóttína tilkynntí slökkvllið að slökkvistarfi væri lokið og íbúam- ir gátu snúið aftur tíl íbúða sinna. Skemmdir eru töluverðar á sam- eign. Eldsupptök eru ókunn. Tveir með töfrasveppi Tveir ungir menn voru hand- teknir vegna gruns um fíkniefna- misferli af Lögreglunni í Keflavík rétt eftir miðnætti í fyrrinótt. Við leit í bifreið þeirra fannst lítilræði af meintu hassi og ofskynjunar- sveppum, eða svokölluðum töfra- sveppum. Nú er sá tími ársins þegar neysla þessara sveppa er í hámarki. Mennirnir voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum og telst málið upplýst. Uppboð fyrir Ómar Kassi.is hefur ákveðið að hefja styrktaruppboð fyrir málefni, einstaklinga eða fjölskyldur sem þarfnast sérstaks stúðnings. Fyrsta styrktaruppboð þessarar tegundar verður haldið til stuðnings Ómari Ragnarssyni en hann hefur ráð- stafað um 20 milljónum í það að skrásetja í máli og myndum fram- vindu mála á Kárahnjúkasvæðínu. Þetta er að frumkvæði Jóhanns G. Jóhannssonar, tónlistar- og mynldistarmanns, og hefur hann gefið olíumálverkið Ofar Jörðu (verð samkv. verðskrá kr. 350.000) sem boðið verður upp á kassi.is til stuðnings málefninu. Francois Scheefer hefur ekki fengið að sjá dóttur sína í rúma níu mánuði. Öldruð móðir hans kom til íslands fyrir nokkrum dögum til að hitta eina barnabarn sitt og færa því afmælisgjöf en án árangurs. Móðir Lauru virðir ekki umgengnisrétt fóður henn- ar við hana þrátt fyrir að Francois hafi í höndunum úrskurð dómsmálaráðuneytisins um rétt sinn til að hitta eigin dóttur. Francois Scheefer leikskólakennari og móðir hans Janine Scheefer Amma Lauru kom frá Frakklandi til að hitta eina bamabarn sitt, Lauru. Faðir Lauru fer aðra hverja helgi og annan hvem þriðjudag eins og lög gera ráð fyrir til að sækja dóttur sína en það er aldrei neinn heima og móðir hennar svarar ekki símanum. í níu mánuði hefur Francois gefið Lögreglunni í Reykjavík skýrslu í hvert sinn sem móðir Lauru brýtur á rétti hans til að hitta dóttur sína og Bamaverndamefnd Reykjavíkur veit einnig um málið en ekkert er að gert. „Ég veit ekki lengur hvað ég get gert í málinu og þessi þrúgandi staða sem ég er í, að fá ekki að sjá einka- dóttur mína og vita ekkert af henni, er að sliga mig," segir Francois Scheef- er, sem er Fraldd búsettur á íslandi til margra ára. Hann segist vera búinn að reyna allt til að fá fréttir af dóttur sinni en móðir hennar hunsar umgengnis- rétt hans við Lauru og brýtur ítrekað á réttí hans sem föður stúlkunnar að Jtítta hana og vera með henni. „f Frakklandi er litíð á svona mál mjög alvarlegum augum og ítrek- að lögbrot móður að meina föður og barrtí að Jtíttast varðar fangelsis- vist," segir Francois. Hann skilur ekki hvemig þaðgeturviðgengistáíslandií svona langan tíma að yfirvöld geri ekk- ert í málinu. Eina barnabarnið Öldruð móðir Francois, Janine Scheefer, kom tíl íslands fýrir nokkrum dögum til að vera með eina bamabami sínu á afmælisdaginn en hefur heldur ekki fengið að Jtítta Lauru. „Ég er mjög sorgmædd og miður mín að fá ekki að hitta bamabam mitt og þar sem ég er heilsulítil veit ég ekki hvort þetta er í síðasta sinn sem ég get komið til ís- lands til að Jtítta Lauru," segir Jartíne. Hún hefur komið tíl Islands fjór- um sinnum á þessu ári til að heim- sækja son sinn og bamabam og hefur ekki fengið að Jtítta Lauru frá því 8. jan- úar. „Ég held í vortína um að fá að Jtítta hana en ég er Jxrædd um að kannski nái ég ekld að sjá hana framar," segir amma Lauru og brestur í grát á meðan á viðtali blaðamanns við hana stend- ur. Settu afmælisgjafirnar við dyrnar Francois og móðir hans Janine fóm á þriðjudaginn til að ltítta Laurn og afhenda henni afmælisgjafir. Fran- cois á rétt á að Itítta hana annan hvem þriðjudag en segir að dyrabjöUunni hafi ekki verið svarað ffekar en fyrri daginn. „Við Jrringdum dyrabjöUunrtí en enginn kom til dyra og ég veit að aUt- af þegar ég á umgengrtísrétt við Lauru fer móðir hennar eitthvert með hana því síðast þegar ég fékk að hitta Lauru þann 6. janúar kom Laura tíl dyra og ltíjóp í fangið á mér. Síðan þá hafa hvorki móðir hennar né hún verið heima þegar ég hef komið tíl að sækja Lauru," segir Francois. Hann segir að póstur og gjafir sem hann hefur sent dóttur sinni hafi aUt verið endursent tíl hans án þess að Laura fengi að sjá neittafþví. Sendi afmæliskort í skólann Francois segir að hann hafi verið orðinn svo örvæntíngarfuUur að koma skUaboðum tíl dóttur sinnar að hann sendi afmæUskort í skólann hennar í þeirri von að kennarinn afhentí henni það. „Ég fékk bréf frá skólastjóra Lang- holtsskóla um það að hann vUdi ekJd láta Laurn fá afmæUskortið og vUdi þar með ekki blanda sér í forræðis- deUu foreldra hennar," segir Francois. Janine amma Laum segist ekld skUja hvemig það getí gerst að faðir bams- ins og amma þess fái eldd að sjá það. „Ég vissi ekki að það væri til svona mUdð óréttlætí í siðmenntuðu þjóðfé- lagj," segir hún. Huggar börn allan daginn en ekki sitt eigið „Ég hef unnið með bömum und- anfarin tuttugu ár og það er erfitt að vera með þeim aUan daginn, halda á þeim og hugga þau en geta ekki gert þettaviðmínaeigin dóttur," segir Fran- cois sem starfar sem leikskólakennari í Kópavogi. Hann segú að á vissan hátt hjálpi bömin lionum að komast yfir þá mildu sorg að fá eldd að sjá dóttur sína en segist engu að síður h'ða eins og PaUa sem var einn í heiminum því yfirvöld og félagsmálakerfið á fslandi geri ekkd neitt í málinu. Vildi ekki tjá sig Blaðamaður DV Irringdi í móð- ur Lauru, Caroline Lefort, tíl að gefa henni kost á að svara fyrir sig en hún vUdi ekki tjá sig um máUð. Hún segir að þetta sé ekki mál sem eigi að fjaUa um í blöðum og hefúr mestar áhyggj- ur af því að dóttir hennar sem er læs getí lesið um þetta í DV. Hún segir að þetta sé mál sem sé á miUi hennar og föður Lauru og það komi engum við hvað hún geri. SamtaUð við móð- ir Lauru endaði á því að hún skeUti á blaðamann. Laura grét þegar hún kvaddi Síðast þegar Francois sldlaði Lauru tU móður sinnar í byrjun janúar segir hann að Laura hafi grátíð vegna þess að hún hafi verið svo Jirædd um að fá ekki að sjá pabba sinn aftur. „Laura veit að móðir hennar viU ekki að hún ltíttí mig og barnið á það ekld skUið að lenda í svona misréttí. Samband okk- ar Lauru er frábært og sú tílhugsun að hún haldi að ég hafi yfirgefið hana þar sem hún sér mig aldrei er óbærileg," segir Francois. Hann vUl að hún vití að hann elskar hana og þráir ekkert heit- ara í lífinu en að fá að Itítta hana og vera með henni. jakobina@dv.is Pabbi og amma Lauru koma með afmælisgjaf- irnar Móöir Lauru er aldrei heima þegar pabbi hennar kemur að sækja hana. Ásatrúarfélagið fjölgar goðum sem mega gefa pör saman 100 giftingar á ári að heiðnum sið Ásatrúarfélagið hefur fjölgað þeim goðum innan félagsins sem mega gefa pör saman. Hingað tíl hafa einungis allsherjargoði og staðgeng- ill hans haft réttindi til að gifta fólk. Dómsmálaráðuneytið veitti þremur öðrum goðum vígsluréttíndi á dög- unum. „Það hefur orðið mikU fjölg- un hjá okkur í félaginu," segir Óttar Ottósson lögsögumaður hjá Ásatrú- arfélaginu. „Það eru um 100 gifting- ar á ári hjá okkur og allsherjargoðinn hefur bara ekki undan," segir Ótt- ar en allsherjargoðinn, Hilmar Örn Hilmarsson tónlistarmaður, hefur verið að gifta um hverja helgi. „I dag eru um 1100 meðlimir í Ásatrúarfélaginu. Þann 1. desember 1990 voru skráðir félagsmenn í Ása- trúarfélagið 98 þannig að það hefur verið gríðarleg fjölgun hjá okkur. Þá sérstaklega eftir aldamót." Aðspurður hvort einhver goði sé Hilmar Örn Hilmarsson Hilmar hefur ekki haft undan við að gifta fólk og þvi fengu fleiri goðar réttindi til að gefa fólk saman. vinsælli en annar segir Óttar að flest- ir fari til Hilmars. „Færu ekki flestir til biskupsins ef þeir hefðu tök á því?" segir Óttar og ítíær. Þeir goðar sem héðan í frá mega gefa pör saman eru Hilmar Örn Hilmarsson, Jónína K. Berg, Jóhanna Harðardóttir og Tómas Albertsson. GoðMWfÍ&ksifÍYijfiéttindi með allsherjargoðanum sjálfum BaldurPálsson, Tómas Albertsson, Jóhanna Harðardóttir, Hilmar Örn Hilmarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.