Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 17
DV Fréttir
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 17
Gátan leyst
Vísinda-
menn hafa
loksins
leyst hina
alda-
gömlu
gátu um
hvernig koma
eigi í veg fyr-
ir að ristað brauð lendi á
smurðu hliðinni þegar það dett-
ur á borð eða gólf. Hópur fólks í
sjónvarpsþáttunum Mythbust-
ers komst að raun um að þetta fer
allt eftir því hvernig brauðið er
smurt. Ef ýtt er þéttingsfast niður
með hnífnum um leið og smurt er
breytist eðli brauðsneiðarinnar.
Með þessari aðferð kemur smurða
hiiðin upp í 29 tilvikum af 50.
MA-nám í Hróa
hetti
Háskóli býður nú upp á MA-
nám í Hróa hetti. Að sögn BBC
ætlar háskólinn í Nottingham
að gefa stúdentum sínum kost á
þessari prófgráðu. Námið mun
taka eitt ár og eiga stúdentarn-
ir að vinna með 15. aldar handrit
þar sem flallað er um stöðu þessa
fræga útlaga í ensku samfélagi.
{náminu verður einnig stuðst
við sögur, sönglög og leikrit til að
rannsaka heim
þessarar
þjóðsögu.
Áætlað er
að nám-
ið hefjist í
október á
næsta ári.
StarTrek-módel
á 40 milljónir
Módel af geimskipinu Ent-
erprise sem notað var í sjón-
varpsþáttunum Star Trek seldist
á uppboði fyrir sem nemur 40
milljónum króna, eða tuttugufalt
mat uppboðshaldarans. Módel-
ið er tæpir 2 metrar að lengd og
var fýrst notað árið 1987. Það var
síðar notað í kynningarmynd og
upphafsatriði myndarinnar Star
Trek: The Next Generation. Á
uppboðinu sem haldið var á veg-
um CBS Paramount Television
Studios voru seldir leikmunir
tengdir Star Trek fyrir um hálfan
milljarð króna.
Sulta talin
hryðjuverk
Haugur af sultu sem skilinn
var eftir á vegi í Þýskalandi olli því
að hryðjuverkaviðvörun var gef-
in út í landinu. Puttaferðalangar
kölluðu lögregluna til er þeir sáu
hlaupkennt, rautt, appelsínugult
og grænt efni á veginum og óttuð-
ust að um eiturefnaúrgang væri að
ræða. Þetta átti sér stað rétt utan
við Leipzig og brátt voru sérfræð-
ingar í líffræði- og efnahernaði
komnir á svæðið. Síðar kom í ljós
að brúðkaup hafði verið haldið í
grenndinni sem endaði í sultuslag
og þaðan var haugurinn kominn.
Morðið á blaðamanninum Önnu Politkovskayu í Rússlandi hefur beint augum manna
að vaxandi vandamáli í landinu, leigumorðum. Frá árinu 1996 hafa leigumorðingjar
staðið að tugum morða á þekktu fólki í Rússlandi, bæði innlendu og erlendu. Það eru
einkum bankastjórar, viðskiptamenn, stjórnmála- og blaðamenn sem verða fyrir barð-
inu á leigumorðingjum.
í vikunni greindi BBC frá því að morðið á Önnu Politkovskayu
bæri öll merki þess að um leigumorð hafi verið að ræða. Þetta var
annað morðið þeirrar tegundar í Moskvu á einum mánuði en í
september var fyrsti varaformaður rússneska seðlabankans,
Andrei Kozlov, skotinn til bana af leigumorðingjum í borginni.
Frá því að Rússland skipti á
kommúnisma fyrir frjálst hagkerfi
hafa leigumorðingjar orðið vaxandi
vandamál í landinu. BBC greindi
frá því í vikunni að rússneskir fjöl-
miðlar hefðu það eftir nafnlausum
heimildum innan lögreglunnar að
morðið á blaðamanninum Önnu
Politkovskayu bæri öll merki þess
að vera leigumorð. Anna lét töluvert
til sín taka í stjórnmálum og er það
talin vera ástæða morðsins. Engu
var stolið úr íbúð hennar þegar hún
var skotin til bana. Og skotvopnið,
Makarov-skammbyssa, var skilið eft-
ir á morðstaðnum ásamt hinum not-
uðu skothylkjum.
Bylgja leigumorða eftir 1996
Upp úr miðjum síðasta áratug fór
bylgja af leigumorðum yflr Rússland,
einkum í Moskvu og Sankti Péturs-
borg. Á þessum tíma voru öryggis- og
Svo margir leigumorð-
ingjar eru á „markaðn-
um" í Rússlandi að það
er næstum ódýrara að
kaupa sér morð en fara
út að borða. Hægt er
að fá „þjónustu" leigu-
morðingja í Moskvu
fyrir aðeins 100 doiiara,
eða um 7.000 krónur.
lögreglusveitír landsins í frjálsu falli,
stríð geisaði í Kákasusfjöllunum, allt
flaut í skotvopnum og sagt var að
auðveldara væri að panta morð en
panta pítsu. Enginn var óhultur fýrir
leigumorðingjum en flest skotmörk
þeirra voru bankastjórar og við-
skiptamenn enda geisaði hart stríð
meðal þeirra um hver kæmist yfir
auðæfi Rússlands í kjölfar einkavæð-
ingar landsins.
Pútín tekur á vandanum
Þegar Vladimír Pútín komst til
valda í upphafi aldarinnar virtist sem
verulega drægi úr leigumorðaöld-
unni. Pútín vann ötullega að því að
draga úr þessu böli sem leigumorð-
in voru orðin. Nú á síðustu mánuð-
um hefur fjöldi þeirra sem taldir eru
hafa verið myrtir af leigumorðingj-
um hins vegar vaxið á ný. Og það
er afar sjaldgæft að lögreglunni tak-
ist að upplýsa þessi morð. Fyrir utan
önnu og Andrei má nefna annað
leigumorð sem vaktí mikla athygli, á
blaðamanni Forbes í Rússlandi Paul
Klebnikov, í hitteðfyrra.
Ódýr þjónusta
Svo margir leigumorðingjar eru á
„markaðnum" í Rússlandi að það er
næstum ódýrara að kaupa sér morð
en fara út að borða. Hægt er að fá
„þjónustu" leigumorðingja í Moskvu
Anna Politkovskaya Blaðamaður sem
beitti sér mjög ípólitik og var drepin fyrir.
fyrir aðeins 100 dollara eða um 7.000
krónur. Fyrir sum morðin þarf þó að
borga meira, einkum ef viðkomandi
er mjög þekktur og vel varinn af líf-
vörðum. Þá getur morðið kostað upp
í hundruð þúsunda dollara.
Playboy-kóngurinn Hugh Hefner orðinn
þreyttur á kynlífi 80 ára gamall
Vill helst spila dómínó
við blondínur sínar
Hinn áttræði Playboy-kóng-
ur Hugh Hefner er loksins orðinn
þreyttur á kynlífi. Hann vill held-
ur spila dómínó við þessar þrjár
brjóstagóðu blondínur sem hann
býr með.
Breska blaðið The Sun greinir ffá
þessum „tímamótum" í lífi kapp-
ans en hann hefur farið í rúmið með
þúsundum kvenna á lífsleiðinni. Hef
er ekkert unglamb lengur eins og
hann viðurkennir sjálfur. „Ég er orð-
inn þreyttur en ég er samt enn aktíf-
ur," segir Hef í samtali við blaðið. „Ég
hef núna mest gaman af því að spila
dómínó við kærustur mínar."
Á tímabili átti Hef sjö kærust-
ur sem bjuggu með honum á hinu
sögufræga Playboy Mansion í Holly-
wood. En það var of mikið, jafnvel
fyrir sjálfan Playboy-kónginn. Hann
skar kærustur sínar niður í þrjár
árið 1997 og hefur haldið þeim síð-
an. Þær sem deila rúminu, og dóm-
ínóspilinu, með Hef eru þær Holly
Madison, 26 ára, Bridget Marqu-
ardt, 32 ára, og Kendra Wilkinson,
21 árs.
„Að vera með þremur fallegum
konum heldur ellinni í skefjum.
Ég mæli með þessu fyrir alla," seg-
ir Hef.
Kærustur Hefdeilir rúminu og dóminóspilinu með þeim Holly, Bridget og Kendru.