Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 13. ÖKTÓBER2006 Helgin PV Arnar Freyr Einarsson Lét spurningamar dynja á Magna Ásgeirssyni. ' m „ x. z ,1 s, - Blaðamaður vikunnar heitir Arnar Freyr Einarsson. Þegar Arnar var spurður við hvern hann vildi taka viðtal svaraði hann hiklaust: „Magna Ásgeirsson" Magni er maður fólksins og játaði beiðni Arnars samstundis. Arnar kom vel undirbúinn fyrir viðtalið enda vanur blaðamennskunni þar sem hann er ritstjóri vefsíðu 4. bekkjar í Hólabrekkuskóla. Arnar var eðli- lega mjög spenntur yfir því að hitta stjörnuna en þrátt fyrir það var hann svalur og spurði spurninganna fagmannlega, spurn- inga sem hann samdi í samráði við bekkjarfélaga og kennara. Hundfúll yfír að ,Þetta var líklegaþað skrýtnasta sem ég hefgert en á sama tíma það skemmtilegasta," segir MagniÁs- geirsson um þátttöku sína í RockStar: Supernova. tapa fýrir Toby fbyggnir og svalir iausandi rigningu - alvöru rokkarar. Það var mikil eftirvænting í Perlunni þegar Arnar beið eftir að Magni kæmi í hús. Mamma Arnars og systir voru með honum í för og þær voru ekki síður spenntar yfir komu stórstjörnunnar. Myndavél heimilisins var með í för og þegar Magni nálgaðist að- dáendurna var ófáum myndum smellt af töffaranum Magna. Arnar er fagmaður og gekk beint til verks. Hvar ólstu upp? „Ég er fæddur á Egilsstöðum 1. desember 1978 sem þýðir að ég er næstum því 28 ára gamall. Ég ólst svo upp á Borgarfirði eystri á sveita- bæ hjá mömmu og pabba og þar bjó ég þar til ég var 15 ára en þá fór ég í heimarvistarskóla á Eiðum. Þegar þeirri vist lauk fór ég í Menntaskól- ann á Egilsstöðum." Viðtalið rask- ast nú aðeins vegna þess að Marínó, sonur Magna, heimtar alla athygli pabba síns. „Það verður nú gaman að hafa þig grenjandi á diktafónin- um," segir Magni í góðlátlegum tón við velheppnað afkvæmi sitt. í þeim töluðu orðum kemur Eyrún Huld Haraldsdóttir, kona Magna, synin- um til bjargar. Hver voru áhugamál ykkar vinanna þegar þið voru litlir? „Þar sem ég ólst upp í sveit lék- um við okkur helst úti. BMX-hjól og byssó voru vinsælustu útileikirn- ir. Svo eyddi ég miklum tíma í Nin- tendo-tölvunni minni. Svo var það auðvitað tónlistin." Var það draumur þinn að verða söngvari þegar þú varst lítill? „Já það er búið að vera draumur minn síðan ég var, ja, allavegana 10 ára. Draumurinn rættist og það er auðvitað mjög ánægjuiegt." Arnar vill vita nákvæmlega hvenær Magni byrjaði að syngja. „Ég söng alltaf há- stöfum á leið minni heim úr skólan- um og sú hefð byrjaði líklegast þegar ég var 6 ára. Þegar ég var 11 ára söng ég svo fyrst í míkrafón þegar hljóm- sveitin okkar Borgfirsku geimgrís- irnir var stofnuð." Nú skella allir upp úr enda með undarlegri hljómsveita- nafngiftum. „Svolítið súrt nafn, ég veit það. Við styttum það svo fljót- lega niður í Geimgrísirnir" segir Magni hlæjandi. Hvernig fannst þér að taka þátt í Rock Star: Supernova? „Það var æðislega erfitt, æðis- lega gaman og allt þar á milli. Þetta var líklega það skrýtnasta sem ég hef gert en á sama tíma það skemmtileg- asta. Ég held að ég hafi lært meira af þessu en að vera í skóla í 10 ár. Mjög mikil lífsreynsla." Varstu stressaður að syngja fyrir framan milljónir manna? „Nei, ég er alveg hættur að vera stressaður þegar ég er að syngja. Alveg sama hvað það eru margir að horfa á. Þetta er jú starfið mitt. Það væri eins og maðurinn sem seldi mér kaffi áðan væri stressaður yfir því að selja kafB. Þetta er bara það sem ég geri." Hvernig tilfinning var það að komast í úrslit? Það var ólýsanlega ánægjulegt. Þetta var markmiðið. Það að vinna var í sjálfu sér ekkert lykilatriði - bara að komast svona langt, Ég vildi auðvitað ekki tapa fyrir Toby, en ég gerði það nú samt og var hundfúll yfir því," segir Magni og glottir. „En ég hef nú eignast vini sem teljast til bestu vina minna í dag. Frá- bært fólk. „Hverjir voru skemmtilegastir?" spyr Arn- ar áhugasamur. „Toby, Storm, Dilana og Lukas standa upp úr. Flestir kepp- endurnir voru skemmtilegir en svo voru svona einn og einn sem bara pössuðu ekki inn í." „Takk fýrir," segir Arnar kurteis og Magni slekkur á diktafóninum. Arn- ar réttir Magna nafnspjaldið sitt. Á nafnspjaldinu stendur: Arnar Freyr Einarsson, ritstjóri. Magna þyk- ir mikið til koma og spyr: „Ætlar þú að verða blaðamaður þegar þú ert orðinn stór?" „Nei, ég ætla að verða söngvari eins og þú," segir Arnar og aðdáunin leynir sér ekki. Arnar Freyr Einarsson tók viðtalið. Berglind Hásler tók saman. Ætli Arnar eigi eftir að feta ffótspor Magna? Við skulum sjá, við skulum sjá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.