Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 13. ÖKJÓBER2006
Fréttir DV
íslendingar bíða spenntir eftir Mýrinni og nú styttist í einhverja stærstu frumsýningarhelgi á íslenskri kvik-
mynd. Kvikmynd Baltasars Kormáks eftir skáldsögu Arnalds Indriðasonar verður frumsýnd i Smáralindinni
19. október og opnar í sjö kvikmyndahúsum á landinu sömu helgi. Myndin hefur þegar verið seld til Norðurland-
anna og Þýskalands og samið hefur verið við Trust film um alheimsdreifingu myndarinnar.
Ingvar Sigurösson og Agústa
Eva Erlendsdóttir í Mýrinni
Erlendur kemur að Evu Lind, dóttur
sinni, Iannarlegu ástandi.
DV-Mynd Besti
frumsýnd um næstu helgi
„Ég var búinn að ákveða hver ætti að leika Er-
lend þegar ég byrjaði á handritinu. Þegar ég
vel leikara geng ég út frá grunneðli bæði per-
sónu og leikara og reyni að finna samhljóm.
Byggði leikaravalið kringum
Ingvar
„Þess vegna byggði ég þetta í
kringum persónu Erlends eða Ingv-
ars. Fyrst var að reisa súluna - uppi-
stöðuna og svo hlaða utan á þetta.
Finna það sem tónaði við. Ingvar er
svona forn týpa í sér - Björn Hlynur
nútímalegri, drekkur latte og verð-
ur andstaða. Ólafía er Móðir jörð og
í Ágústu Evu hrærist einhvers kon-
ar blanda af tík („bitch") og barni
sem skiptir miklu máli í sögunni.
Silvía Nótt var ekki orðið það fyr-
irbæri sem hún er í dag, sem mér
finnst eiginlega verra ef eitthvað er,
en hún er ofboðslega hrá og sönn
í þessu. Hörkuleikkona þessi stelpa
og svo fattaði ég ekki fyrr en eftir á
að hún er Erlendsdóttir."
(slenskt samfélag
bakgrunnurinn
„Arnaldur dregur upp sterka
samfélagsmynd í bókinni, sem mér
finnst mjög mikilvæg. Það er ein-
hver gliðnun í íslensku samfélagi.
Það er þetta nýja ísland með Is-
lenskri erfðagreiningu, útrásarfyr-
irtækjum og uppgerðum húsum
menningarhyskisins í 101 og svo
gleymda fsland, fólkið á Reykja-
nesinu og í Norðurmýrinni. Hand-
an við Rauðarárstíginn eru hlutir
sem maður sér ekki annars stað-
ar, kannski hangir fiskur eða gæs
úti á svölum. Þar er annar heim-
ur. Mér finnst þessi gliðnun at-
hyglisverð og þetta verður hálfgerð
nostalgía eða ferð til bernskunn-
ar. Ég vann um tíma sem sölumað-
ur og fór oft á Reykjanesið og fýr-
ir mér var það upplifun, alls ekki
þó í neinni niðrandi merkingu,
alls ekki. Mér finnst Arnaldi ein-
mitt takast að teikna upp mynd af
þessari gliðnun, skrifa sterka sam-
félagsmynd þar sem burðarvirkið
er samt glæpasagan. En það er líka
heilmikið fjölskyldudrama þarna
þar sem þessi gliðnun birtist í sam-
bandi Erlends og dóttur hans, sem
hann er um það bil að missa frá sér.
Þessi gliðnun speglast þannig víða
í sögunni."
Þurfti að breyta sumu
„Sumu verður auðvitað að
breyta af praktískum ástæðum
meðan öðru er breytt vegna forms-
ins eða miðilsins. Eitthvað hentar
betur útlitslega en í grunninn eru
tökustaðir þeir sömu og í veruleika
bókarinnar. Að vísu kemur Grinda-
vík í staðinn fyrir Húsavík af prakt-
ískum ástæðum, þvælingurinn yfir
landið gengur betur upp í bók en
kvikmynd. Samtölin eru úr bók-
inni nema hvað sumt er lagað til og
breytist þegar það lendir í munn-
inum á leikurunum. Arnaldur var
mjög sáttur við handritið en hann
kom lítið að þessari vinnu nema að
hann kom með nokkrar ábending-
ar, sem auðvitað komu að góðum
notum. Ég reyni auðvitað að vera
trúr andanum í sögunni. Þetta er
mynd um morð - týpískt íslenskt
morð, hrátt morð í dagsljósi - það
er bjart og dauður maður - drep-
inn með öskubakka. Ég reyni að
gera þetta eins íslenskt og mögu-
legt er þannig að það verði nánast
sauðafitubragð af myndinni. Menn
eru oft að gera ísland voða flott í
kvikmyndum en ég fer í hina áttina
geri þetta eins íslenskt og hægt er,
fitubragð, engir löggustælar, þetta
er bara venjulegt fólk að reyna
að finna út hver drap venjulegan
ógeðfelldan mann. Arnaldur lagði
einmitt áherslu á það að það yrðu
engir löggustælar."
Fyrst og fremst fyrir
íslendinga
„Ég vona auðvitað að mynd-
in nái til íslenskra áhorfenda því
ég er að reyna að búa til íslenska
mynd fyrir Islendinga. Samband ís-
lenskra kvikmyndagerðarmanna og
áhorfenda hefur svolítið verið að
flosna upp undanfarið og auðvitað
er ekkert gagn að því að gera mynd-
ir ef fólk kemur ekki. Mig langar að
brúa þetta gap, sem mér finnst vera
erfitt að nálgast bók sem allir þekkja
og vera trúr bókinni en samt koma
með ferska sýn á hana og um leið
vera trúr miðlinum - kvikmynda-
forminu. Ég tel mig hafa farið nokk-
uð djarfa leið en ég tel hana líka
hafa verið einu leiðina fyrir mig til
að gera alvöru mynd úr bókinni. Ég
er búinn að vinna lengi í leikhús-
inu og bæði þar og í kvikmyndun-
um finnst mér styrkur minn liggja í
þessari dramatúrgískru sýn. Hversu
langar eða stuttar senur mega vera
og svo framvegis."
Valdi Ingvar strax sem Erlend
„Ég var búinn að ákveða hver ætti
að leika Erlend þegar ég byrjaði á
handritinu. Þegar ég vel leikara geng
ég út frá grunneðli bæði persónu og
leikara og reyni að finna samhljóm.
Þetta hljómar kannski illkvittnislega
ef um vonda persónu er að ræða en
grunneðli illmennis er ekki endilega
vont. Við Ingvar vorum bekkjarfélagar
í nokkur ár og ég þekki hann auðvit-
að vel úr leikhúsinu. Mér hefur alltaf
fundist Ingvar vera einfari að eðlisfari
eins og Erlendur og það er mikilvæg-
ara en útlitið því að þetta grunneðli
verður að vera trúverðugt."
Blaðamaður DV hitti Baltasar Kormak stutta stund milli
stríða á Kaffibarnum og innti hann eftir gangi mála við
gerð Mýrarinnar og aðdraganda þess að hann réðst í
þetta verk. Leikstjórinn hefur staðið í ströngu undan-
farna daga við lokaundirbúning og frumsýningarspennan að
hlaðast upp. Engu að síður átti hann auðvelt með að slaka á yfir
latte-bollanum og hlaupa yfir
vinnunni.
„Ég er orðinn nokkuð spennt-
ur núna þegar dregur að frumsýn-
ingu en ég var ekkert hræddur við
þetta verkefni fyrst. Ég keypti kvik-
myndaréttinn að bókinni um leið
og hún kom út árið 2000, í raun áður
en bókin varð fræg. Ég var búinn að
hugsa lengi um það hvernig þetta
yrði best gert og ætlaði upphaflega
bara að vera framleiðandi. Það áttu
að vera aðrir handritshöfundar og
annar leikstjóri og það var búið að
gera nokkrar atlögur að handritinu,
sem gengu ekki alveg upp."
Fór sjálfur í handritið
„Engu að síður bjó ég að þess-
ari handritsvinnu þegar ég ákvað
að skella mér í þetta sjálfur því mér
tókst ekki að fjármagna þetta eins
farinn veg. Það er líka hluti af
og ég hugsaði það í upphafi. Ég
rauk norður og lokaði mig þar inni
og skrifaði og drakk kaffi þangað
til yfir lauk og ég tel mig hafa gert
heiðarlega atlögu að bókinni. Það
er auðvitað gott að komast í efni
frá sterkum rithöfundi þótt kannski
sé auðveldara að vinna verk sem
ekki er frægt en, jú - ég hef fundið
það núna undir lokin að ég er orð-
inn stressaður. Þessi frumsýning-
arskrekkur er líka vegna þess að ég
hef farið út á brúnina og berskjald-
að mig því ég valdi ekki örugga leið.
Leitað að kjarna bókarinnar
„Fyrir mér var þetta fyrst og
fremst dramatúrgísk vinna (leik-
húsverkfræðilegs eðlis) því ég lít
ekki á mig sem rithöfund. Það er