Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 54
V Of mikið af fréttum? Anna Kristine var algjörlega grunlaus um að hún gæti mögulega verið í sigti hryðjuverkamanna um síðustu helgi. Það var bara vegna þess að hún skildi ekki fréttir fjöimiðla. Stundum er ágætt að hafa enga fjölmiðla til að flytja sér fréttir. Um síðustu helgi var til dæmis fínt fyrir mig að kunna ekki tékknesku. Þá hefði ég nefnilega getað lesið það á forsíðu eins stærsta dagblaðs Tékka að hryðjuverkamenn hefðu hótað að ræna fólki úr Gyðingahverfinu í Prag og myrða það. Sem ég vappaði um í Gyðingahverfinu var mér ekki kunnugt um að ég gæti mögu- lega verið í llfshættu. Vopnaðir lögreglumenn gáfu þó til kynna að ekki væri allt eins og átti að vera, en það þurfti ekki nauð- synlega að tákna að hótað hefði verið hryðjuverkum. Og það þurfti ekki endiiega að tákna að sárasaklausir fslendingar í skoðunarferð hefðu getað orð- ið fórnarlömb hryðjuverka- manna. Hefði ég skilið forsíðu- fréttina á Mlada Fronta, hefði ég pottþétt ekki farið í gamla bæinn þennan dag og alls ekki í Gyðingahverfið. Og alls ekki hvatt hópinn til að koma með. Fólk er misjafnlega frétta- þyrst. Ég er ekki komin á það stig að fá send smáskilaboð í farsímann þegar eitthvað stór- vægilegt gerist í heiminum, en þannig er ekki með alla í kring- um mig. Það nægði mér alveg á miðvikudagskvöldið að fá létt- an ónotafiðring um mig þeg- ar ég heyrði í fréttum í Cond- oleezu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bjóða velkomin „mister hordí, mirssess svörrís- doetter og mister bjoernason" og sendinefndina frá írlandi. Úps. Frekar neyðarlegt að mis- mæla sig í móttökuræðu til fs- lendinga. Eða var hún kannski ekkert að mismæla sig? Heldur hún kannski að írland og fsland sé sama landið? Er bara að velta þessu fyrir mér. Var að segja frá þessu pín- lega atviki þegar farsími í stofunni pípti. Eigandinn las skilaboðin, stökk að sjónvarp- inu og stillti á SKY-fréttastof- una. Þarna í beinni útsend- ingu mátti sjá ringulreið ríkja á götu í miðri New York þar sem flugvél hafði flogið á íbúðar- hús. Endurupplifun eftir fimm ár var ónotaleg. Fór þá að velta fyrir mér hvort fólki hafi liðið betur í gamla daga þeg- ar engar beinar útsendingar voru og enginn vissi hvað var að gerast í heiminum? Getur verið að ástæða þess að fólk á besta aldri hrynur niður með hjartaáfall sé meðal annars sú að við séum orðin svona yfir- stressuð af allri þessari fjöl- miðlun sem við fáum beint í æð? Væri nú bara ekki hollt að hafa stundum slökkt á útvarpi, símum og sjónvarpi, kveikja á kerti og lesa upphátt sögu eins og gert var í baðstofunum i gamla daga? Er bara að velta þessu fyrir mér... Á dagskrá næstu daga Föstudagur 13. október Laugardagur 14. október Miðvikudagur 18. október Sýn kl. 18.40 Eiður mætir fyrrverandi féiögum sínum Þetta verður án efa stór stund í lífi Eiðs Smára, en í fyrsta sinn síðan hann skipti um lið mætir hann fyrrverandi félögum sínum í Chelsea í Meistaradeild- inni. Það er alveg bókað mál að þessi leikur verður rosalegur í alla staði. Blóð, sviti og tár. Það þýðir ekk- ert annað. Fimmtudagur 19. október 74 FÖSTUDAGUR 13. OKJÓBER2006 Sjónvarp DV Skjár 1 kl. 19.30 Grín og glens The Office eru snilld- arþættir og er bandaríska útgáfan ekki síðri. Steve Carell er algjör snilling- ur og er ekki slæm hug- mynd að glápa á smá grín og glens svona rétt eftir matinn. Stöð 2 kl. 20.05 Draumahúsið byggt Þegar það er mikill mánu- dagur í okkur er fátt betra en að horfa á Extreme Mak- eover: Home Edition. Þvílík- ir snilldarþættir. Raunveru- leikaþáttur með tilgangi. Heyrst hefur að konur úti um allan bæ grenji aðeins yfir þessum. f þættinum í kvöld fá hinn 17 ára Jhryve Sears og fjölskylda hans aðstoð frá Ty Pennington og hans liði. En þessi 17 ára strákur gekk ný- lega í gegnum erfiða meðferð vegna taugasjúkdóms. Það gerist ekki betra en þetta. Yljar manni um hjartarætur. Sirkus kl. 22 Meistari Chapelle Þeir sem hafa ekki kynnst Dave Chappelle ættu að kynna sér þátt hans. The Dave Chappelle Show. Þetta er kómedía eins og ekkert annað og maður pissar næstum því í buxurnar af hlátri. Algjör snilld. Stöð 2 kl. 20.30 Vanity Fair Stórskemmtileg kvikmynd með hinni yndislegu Reese With- erspoon í aðalhlutverki. Kvikmyndin heitir Van- ity Fair og er byggð á sögu Williams Makep- eace Thackeray. Leik- stjóri myndarinnar er engin önnur en Mira Nair sem hefur gert myndir á borð við Miss- issippi Masala, Mons- oon Wedding og Kama Sutra. Æðisleg mynd til að liggja yfir og njóta á köldu laugardags- kvöldi. RÚVkl. 20.10 Mystery Men Gamanmynd fyrir alla fjölskylduna um hóp óheppnra ofurhetja sem þurfa að taka á honum stóra sínum til að bjarga alvöru ofurhetjunni er henni er rænt. Leikararn- ir í myndinni eru ekki af verri endanum en með hlutverk fara Ben Stiller, Claire Forlandi, William H. Macy, Geoffrey Rush og Tom Waits. Sunnudagur 15. október Sirkuskl. 21.50 Úthverfadópsalinn Hinir frábæru sjónvarps- þættir Weeds snúa aftur á skjáinn í kvöld en þessir óvenjulegu þættir hafa feng- ið frábæra dóma og þá sér- staklega Mary Louise Par- ker sem á gott „comeback" í þessari þáttaröð. f stuttu máli snúast þættirnir um Nancy, hina týpísku úthverfamóður sem snögglega missir eigin- mann sinn og byrjar að selja gras til þess að borga reikn- ingana og lifa af. RÚVkl. 22.30 ítalskur lúxus Fátt er betra en ein góð kvikmynd á sunnudags- kvöldi. Svaramaðurinn er ít- ölsk frá árinu 1998 og fjall- ar um unga konu sem fellur fyrir svaramanni tilvonandi eiginmanns síns - við altar- ið. Hann gerir allt til að forð- ast hana en hún er staðráð- in í að giftast honum. Mánudagur 16. október Þriðjudagur 17. október Stöð2 kl.21.40 BIÐIN ERÁ ENDA Jæja, nú getum við öll farið að hlakka til þriðjudaganna aftur því sjónvarpsþáttaröðin Prison Break er komin aftur. Michael, Lincoln, Sucre, C-Note og Abruzzi eru á flótta og ef við þekkjum þessa þætti rétt þá verður þessi sería alls ekki síðri en sú fyrri. Jibbí! V'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.