Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 43
ÐV Helgin FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER2006 63 það var búið að rústa fyrirtæki mínu og lífi mínu ákvað ég að bíta á jaxlinn og sýna að ég get tekist á við áföll eins og allir aðrir. Ég hafði ómetanlegt uppeldi, menntunina, menninguna og trúna til að reiða mig á og með það í farteskinu fór ég inn á Kvíabryggju. Það var eins og að komast í skjól að koma þangað; fá frið frá þessum djöfulgangi. Þar héit ég dagbók sem reyndist æfing fyrir það sem kom síðar. Ég uppgötvaði dýpt náttúrunnar sem ég hafði ekki kynnst áður. Þegar upp er staðið varð dvölin á Kvíabryggju að einu mínu besta há- skóiaári." Skrif að handan? Þaðvará Kuíabryggju sem Ármann tókþá ákvörðun innra með sér að setja sögu sína á prent, án þess hann gerði nokkuð íþvífyrr en sjö árum síðar. „Það var búið að brengla Ávöxt- unarmálið á skelfilegan hátt og segja svo rangt if á mfnum málum og minni persónu, að á Kvíabryggju fór ég að hugsa hvemig ég gæti leiðrétt þær rangfærslur og sagt sannleikann. Þar áttaði ég mig á að ég myndi aldrei leið- rétta lífið með peningum, heldur með því að skrifa sögur. Ég vissi sem var, að öll svona mál eru til umfjöllunar í ár, áratugi og jafhvel aldir og þar eru persónurnar í aðalhlutverki. Þótt ég hefði tekið ákvörðunina, vissi ég ekk- ert hvernig ég ætlaði að bera mig að og það var ekki fyrr en sjö árum síðar sem ég settist niður við skriftir. Auðvit- að voru ríkjandi fordómar fyrir því að fimmtugur maður úr viðskiptalífinu ætlaði að gerast rithöfundur, svo ég ákvað að leita til einhvers sem þekkti ekkert til mín. Ég hef alltaf leitað ráða hjá fagfólki og sumarið 2000 fór ég með handrit til Martins Regal, dósents við Háskóla íslands. Hálfum mánuði síðar sagði hann við mig brosandi: „Ég öfunda þig af því hvað þetta er til- gerðarlaust hjá þér og ég hefði gaman af að þýða þessar vinjettur." Þar með fæddist hugmyndin að hafa bækurn- ar á tveimur tungumálum, íslensku og ensku. Þegar ég byrjaði að skrifa vissi ég ekkert í hvemig formi skrifin áttu að vera, en þetta braust út í þessu sagna- formi, sem reyndist síðar vera „vinjett- ur" franskt bókmenntaform sem kom upp á 17. öld en enginn íslenskur höf- undur í þúsund ára bókmenntasögu íslands hefur einbeitt sér að. Svo tek ég, fimmtugur bisnessmaðurinn upp á þéssu!" segir hann og hlær. Eitthvað yflmáttúrulegt? „Ja, ég er nú ekkert í þessu að hand- an kukli," svarar hann. „Hins vegar get ég staðfest það að þegar ég sest við skriftir finn ég alltaf fyrir einhverjum standa aftan við hægri öxl mína. Ég sé ekki neitt í kringum mig, en finn fyrir thnsu. Það er missterkt, en það kem- ur oft fyrir að mér finnst ég skrifa sög- umar öðruvísi en ég hafði ætlað mér. Sagan um Jerúsalem í sjöttu bókinni átti til dæmis að vera stemningssaga, en fór inn á alþjóðapólitík, ákall um frið. Það er eins og hafi verið gripið fram fyrir hendumar á mér." Hlýðirinnri röddu Þetta erekki eina upplifunÁrmanns af einhverju óútskýranlegu. í fyrra fannst honum hann endilega þurfa að fá vissu fyrir því hvort erlendar bókaút- gáfur hefðu áhuga á bókum hans. „Ég er nefnilega „late bloomer" og vil að hiutimir gerist hraðar en þeg- ar ég var yngri," segir hann hlæjandi. „Mér fannst ég þurfa að fá staðfest hvort erlend bókaforlög hefðu áhuga á að gefa út verkin mín. Ég dreif mig á stærstu bókamessu í heimi, bókamess- una í Frankfurt, lét útbúa bækling með kynningu á mér og vinjettunum og sá bæklingur opnaði mér aðgang að ótrú- legasta fólki. Einn af áhrifamestu bók- menntamönnum Þýskalands, dr. Von Hánsel-Hohenhausen, var svo hrif- inn að hann bauð mér í viðtal. Hon- „Ég vissi að ég ætti mér annað líf og myndi fljúga út úr þessu eins og fuglinn Fönix. Með þannig viðhorfget- ur maður ráðið örlög- um sínum sjálfur. Hefði ég ekki hugsað svona, væri ég hornkarlí dag. Ég kynntist vel fólki í peningaheiminum á sínum tíma og sækist ekki eftirþví aftur." um fannst þetta áhugavert og sagðist koma bókinm strax til bókmenntaráðs Frankfurter Verlagsgruppe. Nokkrum vikum síðar barst mér jákvætt svar og boltinn fór af stað. Vinjettur V komu út tvítyngdar, á þýsku og íslensku 28. ág- úst síðastliðinn." Ármann sýnir mér bceklinginn sem hann hafði meðferðis og það kemur á óvart að þar rekur hann sögu sína um fangelsisdvölina. „Já, ég vissi að það yrði styrkur minn að kynna lífsferil minn á Jirein- skilinn hátt," segir hann. „Ég var viss um að það gæti vakið meiri áhuga en ella og sú skoðun mín reyndist rétt. Það kemur alltaf í bakið á fólki að segja ekki sannleikann." Grænlenski trumbuslagarinn Ármann segist treysta innri röddu sinni ogdraumum. „Ég hafði í þrjú ár ráðgert að halda til Indlands í vor og viða að mér efni," segir hann. „Svo gerðist það um pásk- ana að mig dreymdi grænlenskan trumbuslagara, gamla konu í þjóð- búningi, sem sló í handtrumbur og raulaði um leið fýrir mig fyrir 21 ári í Kulusuk. í draumnum sönglaði hún með trumbunni og ég heyrði þennan söng í huganum nokkra daga á eftir. Þá áttaði ég mig á að hún var að kalla mig til Grænlands. Ég breytti því um ferðaáætlun og hélt til Grænlands þar sem ég átti yndislegan tíma og hef nú skrifað þrettán Grænlandsvinjettur í bókina sem kemur út eftir eitt ár. Það hefur alls ekki verið mér eðlilegt að hlýða innri röddu minni svona fram til þessa." Kerfisfólkið komið á prent íþeimfimm vinjettubókum semÁr- mann hefurgefið út, hefur Ávöxtunar- málið borið á góma. En aldrei eins og í bókinni sem kemur út í ncestu viku. „Það er kaldhæðnislegt fýrir óvild- armenn mína að Ávöxtunarhrunið og eftirmálar þess gerðu mig að vinjettu- höfundi," segir hann og brosir. „Og ekki nóg með það, heldur gaf þessi reynsla mér svo margar fýrirmyndir að í sjöttu bókinni skrifa ég um fólkið í réttarkerfinu. Baugsmálið ýtti við mér að skrifa um fólkið sem stjórnar rétt- arfarinu." „...þegar blýantamir eru upp- umir er snillingnum lcomið fyrir á draumaeyju... I sólgleraugunum sér hann sjálfan sig sem bankastjóra heimsins... ífyllingu timans er varð- hundurinn stemdur œðstu orðu heimalands sínsfyrirfarsœlan emb- œttisferiL." (Varðhundurinn, Vini- ettur VI) Fleiri sögur flalla um fólkið í rétt- arkerfinu, eins ogsagan um lögmann- inn fróma, flósamennina hina nýju og stjómarformanninn. En í Ijósi þess að sala bókanna gengur ótrúlega vel og Ármanni gengur allt í haginn nú, er ekki annað hœgt en spyrja hvort hann flnni ekki fyrir andúð frá þeim sem töpuðu á viðskiptum viðÁvöxtun. „Síðastliðin þrjú ár hef ég tekið eft- ir því að þó nokkuð margir þeirra sem töpuðu íjármunum í þessu gjaldþroti Ávöxtunar hafa beðið mig afsökunar á framkomu sinni og sagt mér að þeir séu nú að átta sig á hvemig í málinu lá. Vinjettumar og umfjöllunin sem hef- ur verið um þær og önnur svipuð mál hafa opnað augu fólks." „Ar og dagar líða og lögmaður- inn búinn aðfá nóg af réttarsölum og vill eitthvað meira. Hann Igaftar sig inn á Alþingi og lœtur þar mik- inn, enda telur hann sig vera mál- svara þeirra minni máttar í þjóð- félaginu. Þar er hann snjall að grafa upp og reifa feimnismálin og baða sig í sviðsljósinu..." (Seekjandinn sig- ursœli, Vinjettur VI) Bókinni hent á haf út Það þarfekki að lesa margar línur í vinjettunum til að átta sig á um hvaða fóllc Ármann er að skrifa. Sjálfur segist hann ekki endilega vera að skrifa um manneskjur, heldur kerfið sem slíkt. „Það er að koma í ljós að það em vinjetturnar, sögumarmínar, semgera það að verkum að fólk fer að kynna sér Ávöxtunarmálið og eftirleik þess og uppgötva sannleikann í málinu. í dag eru þau viðskipti, sem dæmd voru ólögleg þá, hin eðlilegustu viðskipti. Hin svonefndu hvítflibbamál byggj- ast öll á því að réttarkerfið hefur lítið í hendi og þá er bara bætt í eyðurnar. Mér fannst lífið vera orðið að lygasögu en framtíðin mun dæma í málinu. I einstaka vinjettum er ég að segja mína sögu þótt ég stílfæri hana." Ármann er með þrjú þúsund áskrif- endur að hverri bók, en hann segist ekki aðeins fá jákvæðar undirtektir. „Ég hef nú yfirleitt fengið vinsam- leg viðbrögð við bókunum, enda væm áskrifendur ekki jafh margir og raun bervitni væri ekki svo," segir hann. „En auðvitað hef ég líka fengið neikvæð viðbrögð og þau hafa mér fúndist af- skaplega góð. Maður nokkur austur á fjörðum varð til dæmis svo reiður þeg- ar ég hringdi til að bjóða honum bók, að hann sagðist hafa hent þeirri fýrri í ruslið. Annar norður í landi sagðist nú bara hafa hent bókinni út í sjó og von- aðist til að hún flyti suður til mín!" seg- f Bröttuhlíð Ármann með Eddu Lyberth og Anne Sofie Hardenberg, tandskokki Grænlendinga, Jóa Fel þeirra Grænlendinga. ir hann og skellihiær, en bætir svo við alvarlegur á svip: „Neikvæð gagnrýni er líka góð og er fi'n meðmæli með því að ég er að skrifa lifandi texta sem hreyfir við fólki. Færri konur en menn eru neikvæðar, en ein jafhaldra mín afþakkaði frekari bókakaup þar sem ástarvinjetturnar væru einum of djarf- ar fyrir hana. Égfjallaum mismunandi ástalíf fólks í heiminum og sumir þola ekki að horfast í augu við það." Vinjettukaffi, konfekt og silfurskeiðar Meðan við rœðum saman býður Ármann upp á sérhannað Vinjettukafli frá Kajfltári og opnar trékassa sem hef- ur að geyma handgerða Vinjettukon- fektmola. Að auki lét hann sérhanna silfurskeiðar í Silflirsmiðju Emu. „Þar sem ég sé um útgáfu, sölu og dreifingu á bókunum mínum er ég í miklum samskiptum við fólk um allt land," útskýrir hann. „Ég hef oft heyrt að fólki finnist gaman að setjast niður með kaffi og konfekt og lesa vinjettur og fékkþá þessa hugmynd, að láta sér- harma konfekt og kaffl til að hafa með bókunum. Hafliði Ragnarsson, kon- fekt- og konditorimeistari í Mosfells- bakaríi, gerir þessa dýrindis konfekt- mola, árstíðirnar fjórar. Og þar sem einhverjir vilja vafalaust hræra í kaffi- bollanum eða fá sér eftirrétt með kaff- inu lét ég smíða þessar silfurskeið- ar, bæði teskeiðar og desertskeiðar. Vörumar er hægt að fá í verslunum Kaffitárs, hjá Hafliða og í Vínberinu á Laugavegi," segir hann stoltur. En vantarþáekkisérhannaða Vinj- ettueftirréttinn? Nú skellihlær Ármann og spyr hvort ég hafi heyrt af súkkulaðimús- inni hans. „Bára heitin Sigurjónsdótt- ir, sem var góð vinkona mín, elskaði súkkulaðimús og sagði að mín væri al- veg stórkostleg. Ég hef lengi haft á mér orð fýrir að vera frábær kokkur, en hef dregið úr eldamennsku síðustu árin. Bæði er ég að passa línumar og svo hef ég haft minni tt'ma eftir að ég fór að skrifa. Sjáðu til. Kvöldverðarboð hjá mér þýðir nokkurra daga undirbún- ing í að leggja á borð og allt tilheyr- andi og svo fer ekld minna en dagur í eldamennskuna sjálfa!" segir hann og skellihlær. „Vissi ég ætti annað líf" Ármann segist hafa lcert margt af líflnu og reynslu sinni. „Ef maður kann að vinna úr reynslu á réttan hátt, þá verður hún fólki til gæfu og menn rísa tvíefldir upp," seg- ir hann. „Hins vegar neita ég því ekki að þegar svipuð mál og Ávöxtunar- málið koma upp, þá rifjast fortíðin upp og mér finnst ég alltaf sjá tvær hliðar á málinu. Þá sem fjölmiðlai' birta og hina, sem snýr að „sakborningum". Fjölmiðlamenn leituðu aldrei beint til mín. En það er ekki hægt að setja sig inn í svona mál nema hafa upplif- að þau sjálfúr. Markmiðið var að yfir- buga sálu mína og ég gekk í gegnum ótrúlega niðurlægingu, sem var erfið fýrir mann sem hafði verið jafh áber- andi og ég var á þessum tíma. Ég ákvað að leyfa fólki að hafa sínar skoðanir og líta niður á mig ef það vildi. Ég vissi að ég ætti mér annað líf og myndi fljúga útúrþessueinsogfuglinnFönix. Með þannig viðhorf getur maður ráðið ör- lögum sínum sjálfur. Hefði ég ekki hugsað svona, væri ég homkarl í dag. Ég kynntist vel fólki í peningaheimin- um á sínum tíma og sækist ekki eftir því aftur. Ég var „wining and dining" á Holtinu, Sögu og Borginni en uni mér best nú í fámenni. í London bjó ég á Baker Street, fyrstu árin eftir nám á Smáragötu, en uni mér best hér í Vog- unum þar sem ég hef útsýni yfir Elliða- árdalinn og er í tengslum við náttúr- una. Ég hef alltaf verið fýrir einveru og þótt það hafi ekki átt fyrir mér að liggja að eignast lífsförunaut, hef ég átt góða vini og er þakklátur fyrir lífið." Beðið fyrir óvinum Hann segir framtíð sína óráðna og hann hafl engarfyrirætlanir. „Ef Guð lofar mun ég skrifa átta vinjettubækur. Ég hef líka áhuga á því að skrifa meira um norðurslóðir, verða nokkurs konar rithöfúndur norðurs- ins, því þau svæði eiga eftir að hafa miklu meiri áhrif í framtíðinni en við gerum okkur grein fyrir. Lífið mun stjórna því hvað verður skynsamleg- ast fýrir mig að gera. Miðað við það sem hefur komið upp í mínu lífi þá hef ég náð að vinna þannig úr því að ég er sáttur við guð og menn. Ég bið á hverju kvöldi fýrir öllum þeim óvildarmönn- um og öfundarmönnum sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Maður sem verð- ur jafn áberandi og ég - og það í ijár- málum - eignast óvini á færibandi. Og maður eins og ég sem lendir í öldu- dal en rís upp tvíefldur aftur og kynnir þjóðinni nýja bókmenntahefð, eignast enn nýja öfúndarmenn. Það er fylgi- fiskur fólks eins og mín; fólks sem þor- ir að lifa lífinu lifandi. Þegar ég tók mig tíl fýrir tólf árum og fór að biðja fyr- ir óvildar- og öfundarfólki, losnaði ég undan áhrifum þess fólks og lífið tók nýja og góða stefhu. Margt af því fólki sem var mér verst hlær ekki í dag. Það hefur sjálft fengið að kynnast hörku lífsins. Þeir sem leggja steina í annarra götu hnjóta um þá sjálfir." annakristine@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.