Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 46
66 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER2006 Helgin PV Berglind Hásler metur músíkina Hildur Vala var að senda frá sér plötuna lalala. Umgjörð plötunnar, textar og lagasmíðar er allt mjög þroskað og yfirvegað. Söngur Hildar er íðilfagur, afslappaður og seiðandi. Hún reynir hóflega á röddina og sleppir öllum slaufum og óþarfa sýndarmennsku í ætt við Mariuh Carey-taktana. Þegar ég fékk diskinn fyrst í hendurnar rak ég augun (að Hildur samdi ekkert laganna og bjóst því við svona slagara-tökulagaplötu. Það var sem betur fer ekki raunin. Þaulreyndir laga- og textasmiðir leggja Hildi Völu lið á þessari plötu og spilamennskan í höndum fagmanna - lög sem engin hefur heyrt. Lögin sem standa upp úr Eins og verða vill með plötur almennt eru lögin misgóð. Þau sem standa upp úr eru lögin Ég er kona, en það er Egill Ólafsson sem semur lag og texta. Stórskemmtilegt lag og flutningur Hildar einstaklega sannfærandi. Finngálknið er einnig mjög sterkt, lagið er eftir Valgeir Guðjónsson og kvæði eftir Þórarinn Eldjárn. Mikið af stórum og flóknum orðum sem Hildur Vala ber einstak- lega skemmtilega og sjarmerandi fram. Draumalandið er lag eftir Otto Tynes en textann á Kristján Hreinsson. Lag sem fjallar líklegast um Kára- hnjúkavirkjunina ódauðlegu. Þessi þrjú lög standa tvímælalaust upp úr. Niðurstaða Þetta er plata sem sómir sér vel á mörgum heimilum. Hildur Vala á marga unga aðdáendur eftir Idol bröltið og gaman verður að fylgjast með hvort hún haldi enn í þann hóp því eins og áður sagði er platan mjög þroskuð og á kannski eftir að höfða meira til fullorðinna. En svo er það kannski vanmat á þeim hópi - ætli þetta sé ekki bara ágætis tónlistar- uppeldi. Ég er ánægð með plötuna í heild sinni og vona að Hildur Vala haldi áfram að syngja fyrir okkur. Það helsta sem ég hef út á að setja er hversu öruggt útspil þessi plata er fyrir Hildi Völu - ég vonast til að hún taki frekari sénsa f framtíðinni. Nafn Unnar Andreu Einarsdóttur er kannski ekki á allra vörum en hún hefur verið á fullu síðan hún út- skrifaðist úr Listaháskólanum í fyrra. Hún er einn listamannanna á Airwaves-hátíðinni í ár og Sequence- listahátíðinni sem sett verður í kvöld á Nýlistasafninu. albínóafroskur og Everybody is a rækjusalat Á vinnustofunni UnnurAndrea Einarsdóttir er meðlimur i sveitinni Cocktail Vomit. Hér er húná vinnustofu sinni að undirbúa sig fyrir tónlistargjörninginn Melaninecollia sem hún flytur á Nýlistasafninu I kvöld. „Ég byrjaði í myndlistinni þegar ég fór í Listaháskólann fyrir fjórum árum. Ég hef alltaf haft gaman af því að teikna en langaði að gera allt aðra hluti. Mig langaði mikið í leiklist en meikaði ekki að vera í fjögurra ára herprógrammi. Ég varð að gera eitt- hvað sjálf þannig að ég henti saman í möppu einhverju rugli og datt inn - eða frekar rann inn í Listaháskól- ann," segir Unnur Andrea Einars- dóttir myndlistarkona og tónlistar- maður hlæjandi. En þegar blaðamaður hafði sam- band við Unni var hún nývöknuð og að undirbúa sig fyrir Sequence-lista- hátíðina sem hefst í kvöld. Heltekin af albínóum Unnur verður með tónlistargjörn- ing í Nýlistasafninu sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Blaðamaður biður Unni um að lýsa gjörningnum fyrir sér og fær til baka þvílíkar lýs- ingar að við skellum báðar upp úr. „Þetta er tónlistargjörningur með harmonikku og fiðlu. Én það er Hjör- leifur Valsson sem spilar á fiðlu og ég á harmonikkuna. Verkið heitir Mel- aninecollia. Þetta snýst um albínóa. Efnið sem framleiðir litarefni húð- arinnar heitir Melanine og þar sem þetta er mjög dramatískt líka setti ég þessi tvö orð saman (Melanine- collia-Melancoly) Ég er bara „ob- sessed" af albínóum. Gjörningurinn er allur hvítur, hugmyndin er líka svolítið byggð á því að hvítur inni- heldur allt litrófið. Þá gætu líka al- veg eins albínóar haft að geyma alla litarhætti, bara skemmtileg pæling," útskýrir Unnur Andrea og segir enn- fremur: Ég hentisaman í möppu einhverju rugli og datt inn - eða frek- ar rann inn í Listahá- skólann „Mér finnst líka eitthvað sorglegt við það að fólk þurfi alltaf að dvelja í myrkrinu, þetta er allt mjög dram- atískt og melankólískt og ég heflesið alls konar raunasögur frá albínóum, mjög sorglegar sögur um útskúfun." En í verkinu eru einnig fatlaður kött- ur í búri, albínóafroskur og mann- stennur. Blaðamaður er algjörlega heillað- ur og veltir því fyrir sér hvernig við- brögð fólks verða eða eru gagnvart list hennar. „Þetta er fyndið án þess að ég ætli að hafa það þannig. Og það er frá- bær þáttur því húmorinn sjálfur er svo frábær. Það eru svo margir lista- menn sem taka sig svo alvarlega á svo dramatískan og þurran hátt." Everybody is a rækjusalat Auk þess að vinna sem myndlist- arkona vinnur Unnur einnig mikið með tónlist. Hún er í bandinu Cock- tail Vomit sem mun koma fram á Air- waves í ár. Nafn hljómsveitarinnar er nánast óþekkt en allir ættu að þekkja lag þeirra Everybody is a rækjusalat. Eitt hressilegasta lag sem hefur verið búið til á íslandi í langan tíma og er texti lagsins óborganlegur. „Ég var í bandi sem ég og kærast- inn minn stofnuðum. Bandið hét þá Dr. Disco Shrimp. Það var sú hljómsveit sem bjó til lagið. En þetta lag hittir beint í hjartastað og líka hjá útlendingum sem fá að heyra lagið og textann," segir Unnur og bætir við: „Ég ætla mér að vera meira í tón- listinni á næstunni og þótt myndlist- in og tónlistin tengist þá er oft erfitt að samræma sig. Maður þarf bara að hafa tíma fyrir þetta hvort tveggja." Er samt ekki skemmtilegt að hafa nóg að gera? „Það er meira en nóg að gera og það er alveg frábært." Cocktail Vomit mun spila á Prav- da laugardagkvöldið 22. október en fýrir þá sem vilja sjá tónlistargjörn- ing Unnar í Nýlistasafninu í kvöld hefst dagskráin kl. 20. hanna@dv.is DV er alltaf að leita að nýjum og fallegum búðum og sniðugu fólki. Að þessu sinni kíktum við í eina af nýjustu verslununum á Laugavegi 60 en hún fékk það skemmtilega nafn 3 hæðir. Allt milli himins og jarðar á miðjum Laugaveginum Laugavegurinn er gersemi Reykjavik- urborgar og undanfarnar vikur og mán- uði hafa þó nokkrar nýjar búðir verið opn- aðar á Laugaveginum og er það kær viðbót við Laugaveginn, enda margir sem hafa ekki stigið fæti í miðbæinn eftir að Kringlan og Smáralindin opnuðu. Lífsstílsbúðin 3 hæðir opnaði á Laugavegi 60 fyrir rúmum þremur vikum. Þar má finna allt á milli himins og jarðar, þar á meðal fatn- að, gjafavöru og spennandi snyrtivörur. Húðvörur úr íslenskri náttúru Skyn- vörurnar eru hannaðar af bandarískri konu sem kom til Islands fyrir nokkrum árum og varð heltekin afþvíhversu fallegahúð Islendingar voru með. 3 hæðir selja vörur hennar - allar unnar úr íslensku vatni og þvi besta sem landið hefur uppáað bjóða. Þetta er krem fyrir stressaða húð. Verð: 3.590 kr. Gyllta baunin Einstaklega fallegthálsmen. Gullhúðuð postulínsbaun með bleikum borða. Verð: 13.900 kr. Postulínskúlur Skemmtilegt hálsmen úr postullni sem er málað afhönnuðin- um Marion Vldal. Verð: 19.900 kr. Toff, bresk hönnun Þessarskemmtilegu töskureru frá hönnuðinum Önyu Hindmarch. Sú Ijósari er er með broddgelti framan á og kostar 24.900 kr. Hin er frá sama hönnuði ogerúr leðri með snákakindsmynstri. Verð: 59.000 kr. dg Flott á vegginn Hægt er að kaupa þessa skemmtilegu elgi, dádýr og hreindýr. Miklu betra en alvöru. Verð frá 8.300 til 23.900 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.