Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Síða 34
54 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 Helgin PV Með solargeislanum G unnhildur segir Vúku vera engil sem sér hafi verið sendur. Gunnhildur Bragadóttir var 22 ára, tveggja barna móðir, þegar hún sá enga aðra leið en að skilja við geðklofa eiginmann sinn. Hún endurupplifði sorgina þegar yngri sonur hennar greindist með sama sjúkdóm rúmlega þrítugur að aldri. Þá hafði hún eignast þriðja barnið, þroskahefta stúlku. Hún kemur til fundar við mig á kaffihúsi í miðborginni, sem hún segist oft sækja að loknum hádegisfundi í tólf spora samtökum sem hún segir hafa gjörbreytt lffi sínu. Eftir að hafa verið hetja í yfir fjörutíu ár bugaðist hún undan áreitinu þegar hún var nýflutt til Reykjavíkur ogyngsta barnið farið að heiman. „Ég vil hvorki að þetta verði sorg- ar- né hetjuviðtal," segir hún ákveð- in þegar hún hefur pantað sér heitt kakó. „Ég er nefnilega engin hetja. Ég þekki konur sem ungar urðu mæður fatlaðra barna; á tímum þegar enga þjónustu var að fá. Þær konur eru hetjur." Gunnhildur fœddist á Akureyri fyrir 65 árum. Hún uar í miðjum syst- ídnahópi sex systkina og ólst upp uið gott atlceti. „Ég var ekki hið dæmigerða miðjubarn sem gleymdist því ég var svo glaðlynd og hamingjusöm," seg- ir hún brosandi. „Ég var systirin sem var í því að laga til og fara í sendiferð- ir, en var hins vegar ekkert sérstak- lega mikið gefin fyrir að vera í skóla. Átta ára fór ég í vist og fékk fyrsta kaupið mitt." Neitaði að láta svipta eiginmanninn sjáifræði Átján ára giftist hún og eignaðist Jyrsta barn sitt, soninn Braga, sem er teiknari og hefurgert hana að ömmu tueggja stúlkna. „Þegar Bragi var ársgamall fór eig- inmaður minn að verða ólíkur sjálf- um sér. Hann var órólegur og sagðist heyra raddir í höfði sér. Hann var þá 21 árs bifvélavirkjanemi og við hóf- um baráttu fyrir því að flnna stað fyr- ir hann. Þá var málum þannig háttað á Kleppi að til að hægt væri að fá vist- un þar þurfti að svipta fólk sjálfræði. Ég þvertók fyrir það og sagði lækn- inum að það eina sem manneskjan hefði fram yfir dýr væri sjálfsforræði. Hann sagði þetta óvenjulega lífsaf- stöðu nítján ára stúlku en ég hef allt- af verið þessarar skoðunar." Eiginmaður Gunnhildar gerði sér sjálfur grein fyrir ueikindunum og leitaði á Kleppsspítala eftir hjálp. Honum voru gefin lyf, sem bar það góðan árangur að hann lcerði að verða bifvélavirki. Þau eignuðust annan son jjórum árum síðar. „Þegar sá yngri, Kristján, var hálfs árs sá ég að þetta gat ekki gengið lengur, því á þessum tíma fékk fólk sem var veikt á geði engar sjúkrabæt- ur og maðurinn minn gat að sjálf- sögðu ekkert unnið. Ég sá því ekki annan kost í stöðunni en að sækja um skilnað og flytja heim til foreldra minna með drengina. Mamma var heimavinnandi og pabbi var tekju- hár þannig að þar fór vel um okkur og ég hefði aldrei komist gegnum þetta án aðstoðar foreldra minna." Breytt viðhorf Þegar ég spyr hvort hún myndi grípa til sömu ráða í dag svarar hún neitandi. „Nei, það myndi ég ekki gera," segir hún með áherslu „Núna veit ég svo miklu meira um geðræn vanda- mál en ég gerði þá. Maðurinn minn neitaði að beygja sig undir veikindin, tók lyfin sín og tókst að lifa sæmilegu lífi. Honum tókst meira að segja að ljúka námi sínu og starfaði lengi sem bifvélavirki. Hjónaskilnaðir voru fá- gætir fyrir rúmum fjörutíu árum, en ég var ekki dæmd fyrir ákvörðun mína." Gunnhildur réðst sem ráðskona í sveit með drengina þegar Kristján var á þriðja ári en segist ekki haj'a farið að vinna að ráði fyrr en í kringum 1970. „Foreldrar mínir voru mín stoð og stytta," segir hún. „Ég byrjaði að vinna á elliheimili og fann strax hversu vel sá heimur átti við mig. Mamma sá um að gefa strákunum að borða og gæta þeirra þegar ég var á vöktum. Árið 1974 hóf ég sjúkraliða- nám við Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri og lauk því ári síðar. Frá þeim tíma hef ég meira og minna unnið á sjúkrahúsum og starfa nú á hjarta- deild Landspítalans við Hringbraut." Þroskaheft dóttir Það var árið 1979 sem Gunnhild- ur eignaðist þriðja barn sitt, dóttur- ina Vöku. „Ég vildi aldrei giftast aftur, því ég vildi ekki bjóða sonum mínum upp á það," segir hún. „En ég átti eftir að eignast þriðja barnið... Ég held að líf- ið sé einu sinni þannig að það undir- búi okkur fyrir það sem koma skal," segir hún og vísar til þess að í upp- hafi ársins 1979 hóf hún störf á vist- heimili fyrir þroskahefta norður á Akureyri. „Ég eignaðist Vöku dóttur „Ég segi alltafað Vaka sé engillsem okkur var sendur. Hún ersólar- geislinn minn. Ég upp- lifði aldrei þá sorg sem ég veit að foreldrar sumra þroskaheftra barna upplifa. Ég upp- lifði hins vegar sorg þegaryngri sonur minn greindist geðklofi eins ogfaðirhans." mína í nóvember það ár og á því ári voru líka samþykkt tímamótalög á Alþingi um umönnunarbætur til for- eldra þroskaheftra barna. Ég sá strax þegar Vaka fæddist að hún væri með Downs-heilkenni, var mongólíti, eins og við köllum þau heima á Ak- ureyri. En það er svo skrýtið að það er eins og náttúran grípi inn í því ég man ekkert eftir fyrsta deginum eft- ir að hún fæddist. Á þriðja degi byrj- aði ég að berjast og saman höfum við Vaka gert margt, sem hefur ver- ið að skila sér til þroskaheftra gegn- um árin, þótt hún hafi verið orðin of gömul til að njóta sumra þeirra mál- efna." Engill og sólargeisli Bragi sonur Gunnhildar var tán- ingur á þessum tíma og Gunnhildur gerði hann að barnfóstru Vöku með- an hún varsjálfí vinnu. „Bragi minn segir oft að Vaka hafi gert hann að manni, því hann hafi þurft að læra að axla ábyrgð. Það voru nú reyndar upp undir fimmtán heimagangar hjá okkur og þeir hugs- uðu allir meira og minna um Vöku," bætir hún við brosandi. „Það var mjög fjörugt heimilislífið hjá okk- ur. Eg segi alltaf að Vaka sé engill sem okkur var sendur. Hún er sólar- geislinn minn. Ég upplifði aldrei þá sorg sem ég veit að foreldrar sumra þroskaheftra barna upplifa. Ég upp- lifði hins vegar sorg þegar yngri son- ur minn greindist veikur á geði eins og faðir hans." Gunnhildur þykir hafa staðið sig með eindcemum vel fyrir norðan og varð þekkt fyrir baráttu sína. Hún er hugsjónakona í eðli sínu, er einn af stofnendum Kvennaframboðsins á Akureyri, starfaði í mörg ár með Geð- verndarfélagi Akureyrar og aðferðir hennar við uppeldi Vöku hafa kennt mörgu foreldri þroskaheftra margt. „Ég barðist fyrir því að Vaka fengi að fara í almennan skóla og vera í blönduðum bekk," segir hún. „Ég sagði skólastjóranum í Oddeyrar- skóla reyndar strax að ef hún nýtti sér ekki námið myndi ég láta hana hætta. Hún reyndist hins vegar aðlag- ast vel og er ein af þeim fáu þroska- heftu sem ég þekki sem hefur geng- ið vel í blönduðum bekkjum. Ég setti hana líka í fiðlunám sem hún stund- aði í tíu ár, því samhæfingu augna og handa er ábótavant hjá börnum með Downs-heilkenni. Vaka var alltaf mjög vinsæl í skóla, enda er hún já- kvæð og glaðlynd. Við mæðgur þykj- um líkar að því leyti að við erum báð- ar ákveðnar..." bætir hún við og segir mér eina sögu sem tengist því. „Við vorum að kaupa sófa um daginn og þegar kom að því að borga sagði Vaka við afgreiðslumanninn: „Ég er í svo ægilegum vandræðum með þessa konu, hún vill alltaf skipta sér af öllu sem ég geri!" Þau sam- mæltust um það, Vaka og afgreiðslu- maðurinn, að senda mig í kaffi með- an þau gengju frá kaupunum!" Þroskaheftir verða að hlýða Þegar faðir Gunnhildar hcetti að vinna og fór á eftirlaun var hann mikið með Vöku. „Það sem var sérstakt við það var að fólk af hans kynslóð hafði aldrei vanist því að umgangast þroskahefta. Hann sagði alltaf að það væri ekkert að þessari stelpu," segir Gunnhild- ur. „Ég var alltaf með það á hreinu að Vaka yrði að læra að hlýða, því ég hafði unnið með þroskaheftum og upplifað það að foreldrar hlífðu þeim gjarnan við að hlýða; vor- kenndu þeim svo mikið að þau vildu ekki beita sér gegn þeim. Ég veit hins vegar sem er, að ef þroskaheftir læra ekki að hlýða vilja þeir sem eiga að heita heilbrigðir ekki umgangast þá, því þá ganga þau yfir okkur. Vaka hef- ur alltaf verið meðvituð um allar um- gengnisreglur." Sonur greinist með geðklofa En barátta Gunnhildar fyrir bcett- um aðbúnaði þroskaheftra átti ekki eftir að verða mesta lexía lífs hennar. Þegar Kristján sonur hennar var um þrítugt tók Gunnhildur eftir breyting- um á persónuleika hans. „Mér fannst ég vera aftur að upp- lifa það sama og þegar pabbi hans veiktist," segir hún alvarleg á svip. „Kristján, þessi glaði og yndislegi drengur, breytti alveg um persónu- leika. Hann hætti að vera glaður og sýndi engar tilfinningar. Hann hafði misnotað áfengi og ég hélt um tíma í þá von að áfenginu væri um að kenna. En hann fann enga hugar- ró þótt hann væri duglegur að sækja fundi. Hann fór sjálfur inn á Klepp og bað um hjálp. Þar dvaldi hann í mán- uð og var stilltur inn á lyf, sem hafa virkað ágætlega. Það sem mér geng- ur illa að sætta mig við er að hann hefur dregið sig inn í skel sína og vill helst vera í friði frá okkur í fjölskyld- unni. Honum gengur illa að feta sig, því það eru svo miklir fordómar fýr- ir geðsjúkum í samfélaginu að hann hefur ekki fengið vinnu. Kristján hafði mikinn áhuga á ljósmyndun og ég hef reynt að vekja þann áhuga aft- ur hjá honum, án árangurs." Eins ogjyrr hafði lífið búið Gunn- hildi undir það sem í vcendum var. Áður en Kristján greindist veikur á geði hafði Gunnhildur byrjað að starfa með Geðverndarfélagi Akur- eyrar. „Síðustu árin sem ég bjó á Akur- eyri var ég í stjórn Geðverndarfélags- ins og var ein þeirra sem stóðu að opnun athvarfsins Lautarinnar, sem var reyndar ekki opnað fyrr en eftir að ég var flutt suður," segir hún. „Ég fann til mikillar hryggðar þegar Kristján veiktist. Þegar nákominn ættingi, ég tala nú ekki um bamið manns, veik- ist á geði, er það eins og að missa við- komandi í dauðann. En nú hef ég náð að sætta mig við að hann vill fá að vera í friði. Það var erfitt að sleppa tökunum, en mér tókst það." Móðir bugast Fyrir sex árum urðu straumhvörf í lífi Gunnhildar þegar hún ákvað að flytja með Vöku dóttur sína suður til Reykjavíkur. „Á þeim tíma hafði ég bugast gjörsamlega," segir hún hreinskilnis- lega. „Nokkru eftir að Kristján veikt- ist létust foreldrar mínir með tíu mánaða millibili. Ég var óskaplega háð þeim og hafði í raun aldrei far- ið að heiman, þar sem ég hitti þau daglega allt mitt h'f. Foreldrar mín- ir voru sterkir persónuleikar og við andlát þeirra hrundi himininn yfir mig. Einn daginn gat ég ekki meira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.