Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 39
DV Helgin FÖSTUDAGUR 13. ÖKTÓBER2006 59 Athygli DV beindist nýlega að bloggsíðu ungrar konu, Heiðrúnar Bergsdóttur, þar sem hún fer hamförum um menn og málefni í heilögu stríði gegn lygum, svikum og misgjörðum með sverð sannleikans að vopni og stóra sleggju til vara. Þegar reiðin brýst út Eftir áralangt einelti, sem leiddi til brotinnar sjálfsmyndar og flótta inn í aðra heima braust reiðin út, stjórnlaus og ómarkviss en í leit að blórabögglum. Allt var ekki lengur henni að kenna eins og henni hafði verið talið trú um. Nú finnst henni loksins að hún hafi fundið sjálfa sig og er tilbúinn til að mæta lífsins góðu og slæmu hliðum, mæta lífinu eins og það er. Við erum komin inn í heim Heiðrúnar Bergsdóttur, 31 árs gamallar stúlku úr sveitum Suðurlands. „Ég er bara brjálaða kerling- J S ^^■■■■■V / in héma í þorpinu en ég á góða I m ' granna og hér líður mér á margan f éj ^ hátt vel en ég er bara svo rosalega yjrl " reið. Ég hef gefið fólki hjarta mitt E3 ^ og traust en alla tíð verið misnot- uð eins og gólftuska, verið hald- t fjj . ið niðri og afskrifuð sem geðveik mm bara af því að ég var feit og hafði | j Bm skap. Ég átti bara að vera þæg og góð, halda kjafti og gera eins og var sagt." B „Eg er alin upp i sveit en var || skóla á Selfossi. l>ar var ég stöðugt lögð í einelti og þeir sem eru lagð- ir í einelti eignast enga vini. Það þorir enginn að vera \anur þeirra. Ég flúði inn á bókasafnið og fékk að vera óáreitt þar inni í einhverri skonsu. Svo fór ég skyndilega að fima og þá ágerðist eineltið og það eina sem ég gat gert var að reyna að láta mig hverfa. Finna einhverja línu þar sem ég gat verið ósýnileg því ég fékk engan stuðning, hvorki frá foreldmm mínum, kennaran- um eða neinum öðrum. Eineltið var alltaf mér að kenna og svo átti ég bara að grenna mig og þá yrði allt gott. Ég held að ég hafi í raun fengið mörg taugaáföll á þessum árum." Eignaðist vini í fjölbraut „Það gekk betur þegar ég kom í fjölbraut og fyrsta árið var æðis- legt. Ég eignaðist fullt af vinum og skemmti mér konunglega en síð- an fór ég sem skiptinemi til ítalíu og þegar ég kom til baka var allt breytt. Ég varð aftur útundan og mér var til dæmis ekki boðið í af- mæli eða partí og ef ég svaf hjá ein- hverjum strákum þá báðu þeir mig um að segja ekki frá því. Þannig að á endanum gaf ég skít í allt þó að ég hætti ekki í skólanum." Fór á sjóinn „Ég réð mig á netabát og líkaði í raun mjög vel á sjónum þrátt fyrir að margir af köllunum væru leið- inlegir við mig. Þetta var hrikalega erfið vinna en ég er alveg til í að fara á sjóinn aftur. Við vorum að veiða skötusel utan kvóta og gekk vel en fengum samt aldrei borgað nema trygginguna. Það versta var Heiðrún segist ekki hræðast neitt Með sannleikann að vopni og sleggjuna til varaerhún örugg. reyndar hvað við höfðum lélega hnífa, fáránlegt að gera að fiski með ónýtum hnífum. En ég var sjóveik með vöðvabólgu, hrikalega feit og á geðlyfjum op skíthrædd um að detta í sjóinn. I raun mun- aði minnstu að ég dræpi mig í eitt skiptið því ég var yfir mig þreytt og rugluð af geðlyfjunum þegar dreki, sem festur var í trossuna, kom fljúgandi og var nærri búinn að kippa mér með í sjóinn. Merkilegt noldc tókst mér að stökkva undan og þó að hann rækist aðeins í lærið á mér fékk ég bara marblett. Ég var svo þreytt að ég tók varla eftir því og hélt áfram að vinna." Aftur í sambúð og geðlyfjasúpa „Ég kynntist síðasta sambýl- ismanni mínum á þessum tíma og var alveg græn fyrir því hvern- ig hann var sem manneskja. Yfir- borðið slétt og fellt, hvers manns hugljúfi sem ekki drekkur, ekki reykir og hjólar um allar trissur. En hann stjórnaði mér algerlega með sálfræðinni. Vafði mér um fingur sér eins og tvinna. Mokaði í mig mat og gerði mig ennþá feit- ari þangað til sjálfsmyndin var al- veg í klessu og hélt stöðugt að mér geðlyfjum. Ég var bara geðveik og Þegar ég losnaði við sambýlismanninn í sumar tók ég mig rosa■ legu taki og heflést um 50 kíló en er samt ennþá svona stór. feit. En öll þessi geðlyf gerðu mig sljóa." Alltaf ein og einmana „Þetta hefur lengi verið ein- manalegt líf, sem hefur verið erf- itt því í raun er ég mjög mikil fé- lagsvera. Samt vil ég ekki kalla neitt erfitt í dag. Ég vil takast á við mig og mín vandamál en ég vil að mér sé sýnd virðing og ekki afgreidd sem vonlaus bara af því að ég er feit eða kölluð rugl- uð eða geðveik. Þegar ég losn- aði við sambýlismanninn í sum- ar tók ég mig rosalegu taki og hef lést um 50 kíló en er samt ennþá svona stór. Auðvitað langar mig að eignast mann og börn eins og alla aðra og auðvitað vil ég vera sæt og falleg en ég er á góðri leið með að byggja upp sjálfstraust- ið og það gerir mig brjálaða að mæta svona mikilli mótspyrnu við það. Þegar ég er svona reið forðast fólk mig auðvitað og jafn- vel undirheimalýðurinn er skít- hræddur við mig. Ég veit ansi margt um marga í þjóðfélagsstig- anum og gæti auðveldlega gert mönnum meiri skráveifu en ég er að gera á blogginu mínu. En í raun þá held ég að það sé bara einni manneskju sem virkilega er illa við mig. En þetta er einmana- legur tími það er alveg satt." Reið út í karlmenn „Ég hef sótt í þessi vonlausu sambönd af því að ég hef átt svo erfitt með að vera ein. Einelt- ið og einmanaleikinn sem fylgdi því er svo djúpstæður að maður er nánast með hverjum sem er og hvernig sem er bara til að þurfa ekki að vera ein. En flestir þessir menn sem ég hef hitt eru skíthæl- ar með örfáum undantekning- um og ég tek á þeim sem slíkum. Tukta þá til þegar þeir eiga það skilið og sumum finnst þeir þurfi þess með því að þeir hafa vonda samvisku. Kannski er ég að hefna mín á þeim fyrir allar misgjörð- irnar sem ég hef orðið fyrir þegar ég er að niðurlægja þá." Heiðrún og Krummi Heiðrún býr ein með fjórum köttum. Heiðrún reiðir hátt til höggs á bloggsíðu sinni Sleggjan á llka að verja hana gegn ofsókn- um og hótunum. ð2oml fituskert og eggjalaus Frískandi kostur VOGABÆR Sfmi 424 6525 www.vogabaer.ls A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.