Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 25
DV Helgin FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER2006 25 Hannes Smárason, forstjóri FL Group, er einn af þeim sem kom- ist hafa áfram á eigin verðleikum og hefur með vinnu og vönduð- um vinnubrögðum tekist að brjótast til frama. Það virðist allt leika í höndunum á honum og allt sem hann snertir breytast í gull. Fyrir vikið er Hannes álitinn einn sá djarfasti og umsvifa- mesti í íslensku viðskiptalífi. Hannes Smárason fæddist í Reykjavík þann 25. nóvember 1967 og verður því 39 ára í næsta mán- uði. Hann ólst upp í Laugarnes- hverfinu, spilaði fótbolta með Fram og landsliðinu og gekk í Laugarnes- skóla, Laugalækjarskóla og Mennta- skólann í Reykjavík. Hann komst inn í einn virtasta háskóla Bandaríkj- anna, MIT, og þar lærði hann verk- fræði. Eftir það lá leið Hannesar í MBA-nám sem undirbýr menn fyrir forstjórastöður og leiddi það til starfs hjá ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey í Svíþjóð og síðar Boston. I Bandaríkj- unum kynntist Hannes Kára Stefáns- syni hjá íslenskri erfðagreiningu. Þeir félagarnir náðu strax vel saman og varð Hannes síðar aðstoðarforstjóri fyrirtækisins. Sagan segir að Hannes og Kári hafi kynnst þegar þeir spil- uðu saman körfubolta. Hannes var fyrst fjármálastjóri og síðan aðstoð- arforstjóri íslenskrar erfðagreiningar og eignaðist þá töluvert af hlutabréf- um í fyrirtækinu á hagstæðu verði og seldi þau síðar. „Það sem aðrir myndu líta á sem mikla áhættu og óvissu er hann búinn að skoða ofan í kjölinn og veit betur. Enda hef- ur hann sjaldan slegið feilnótu og vegnar mjög vel" Nýir tímar Hannes býr með Unni Sigurð- ardóttur og eiga þau dóttur sam- an. Unnur var einkaritari Jóns Ás- geirs Jóhannessonar þegar Hannes og hún byrjuðu að draga sig saman en upp á síðkastið hafa Jón Ásgeir og Hannes átt samleið í viðskiptum í meiri mæli en áður. Hannes hefur fjárfest með Baugi í Húsasmiðjunni og Baugur hefur fjárfest með honum í Flugleiðum. Kunningsskapur þess- ara tveggja ungu athafnamanna hef- ur verið sagður eins náinn og hægt er í þeim bransanum. Hannes kvæntist Steinunni Jóns- dóttur, arkitekt og dóttur Jóns Helga Guðmundssonar eiganda BYKO. Leiðir þeirra skildu árið 2004. Eft- ir skilnaðinn þurfti að leysa úr eign- arhaldi Flugleiða. Hannes fékk lið- sinni gamalla félaga og varð stærsti eigandi félagsins. Hann breytti við- skiptaáætluninni og færði út kvíarn- ar. Flugleiðir upplifðu nýtt blóma- skeið með nýjan karl í brúnni. Hannes þykir sjálfstæður og djarfur fjárfestir sem tekur áhættu og margt af því sem hann hefur gert hefur gengið vel upp. Hann stóð fyrir kaupum á hlut í Easyjet sem skilaði FL Group milljörðum í hagnað, Ice- landair gerði stærsta flugvélakaup- samning á Islandi og Hannes leitar sjálfur nýrra leiða til að ávaxta sitt pund. Hannes sýndi einnig áhuga á að kaupa Eimskipafélagið en eig- endur þess vildu fá meira fyrir en hann var til í að bjóða. Auk dótturinnar sem hann á með Unni á Hannes tvö börn af fyrra hjónabandi. Þeir sem þekkja vel til Hannesar segja hann vera mikla barnagælu og sambandið milli hans og barnanna eðlifegt og afslappað. Þótt Hannes vinni mikið og sé því mikið að heiman sinni hann hlut- verki sínu sem faðir einstaklega vel. Velgengnin hafi ekkert breytt hon- um, hann sé með báða fætur á jörð- inni og haldi í göfug gildi og lífsskoð- anir sínar sem breytist ekkert, sama hvernig árar. Hannes gefur sér einnig tíma fyr- ir áhugamál sín og er fluguveiði þar á meðal en Hannes lærði að kasta flugu þegar hann var barn. Sigurjón Ragnar Sigurjónsson ljósmyndari og vinur Hannesar segir að árnar fyrir austan séu í sérstöku uppáhaldi hjá Hannesi. „Hann fer í nokkra veiði- túra á sumrin og uppáhaldsárnar hans eru Hofsá og sérstaklega Selá," segir Sigurjón og bætir við að Hann- es fari bæði í laxveiði með vinum sínum og viðskiptafélögum. „Hann þykir ansi lunkinn og hefur vit á þessu, ólíkt mörgum öðrum íslensk- um viðskiptajöfrum." Agaður keppnismaður strax í æsku Þeir sem þekktu til Hannesar í æsku segja hann hafa verið vinsæl- an meðal félaganna. Jón Kaldal, að- stoðarritstjóri Fréttablaðsins, þekkti Hannes í bamaskóla. „Ég kynnt- ist honum þegar við vorum guttar í Laugarnesskóla og seinna í Lauga- lækjarskóla en Hannes er árinu eldri en ég," segir Jón en þeir Hannes voru í sama vinahópi í æsku ásamt Pétri Óskarssyni hjá Glitni, Sigurði Kaldal Sævarssyni atvinnurekanda, Sverri Rafnssyni í Rex og Júlíusi Kemp kvik- myndagerðarmanni svo einhverjir séu nefndir. „Við vorum vinir á seinni stigum grunnskólans og í gaggó og spiluð- um mikið fótbolta enda eru þessir karlar allir meira og minna liðtækir knattspyrnumenn," segir Jón og bæt- ir við að hópurinn hafi einnig tekið sín fyrstu skref í samkvæmislífinu saman. „Hannes var vinsæll, hann var góður félagi og mikill keppnismað- ur í fótbolta eins og hann er í lífinu í dag. Hann var gríðarlega agað- ur og memaðarfúllur en ég held að menn hafi ekkert endilega séð fýr- ir að hann myndi feta þessa braut, að hann yrði viðskiptajöfur, þótt við vissum að hann myndi ná langt í því sem hann myndi taka sér fyrir hend- ur. Á þessum tíma vorum við lítið að spá í framtíðina heldur frekar í næsta skólaball eða næstu helgi. Hannes var strax góður námsmaður í grunn- skóla og þegar hann var kominn í menntaskólann fór hann að taka námið enn fastari tökum á meðan við hinir vorum frekar að slæpast eitthvað. Hannes var alltaf mjög ein- beitmr og hafði góðan sjálfsaga." Júlíus Kemp kvikmyndagerðar- maður tekur í sama streng og seg- ir Hannes hafa verið einn af þeim sem hafi alltaf verið með allt sitt á hreinu. „Hannes var vinsæll og hörku- góður í fótbolta auk þess sem hann var gleðimaður á góðri stundu. Hann var fyrirmyndardrengur eins og í dag og mig minnir að hann hafi verið mjög vinsæll á meðal stelpnanna." Júlíus segir að þótt Hannes hafi ver- Efnilegur knattspyrnumaður Hannes lék fyrir Islands hönd meö drengja- og unglingalandsliöinu. Hérsésthann ásamt félögum slnum 12. flokki Fram á mynd I bókinni Islensk knattspyrna áriö 1985 þegar liöiö varð bæði Islands- og bikarmeistari. fyrra starfi hans þekld ég fólk sem vann undir honum. Það lét mjög vel af því enda tekst honum að laða til sín mikið af hæfileikaríku fólki, eins og sést hjá FL Group. Ef hann væri ekld sanngjarn yfirmaður held- ur einhver sem skipar fyrir tækist honum ekki að laða til sín allt þetta góða fólk til samstarfs og ég veit að það er mjög gott að vinna með hon- um. Hann stendur við það sem hann segir, hvort sem það er skriflegt eða ekki," segir Tryggvi um félaga sinn. Leyfir öðrum að njóta velgengninnar Þorsteinn M. Jónsson, stjórn- búinn að skoða ofan í kjölinn og veit betur. Enda hefur hann sjaldan sleg- ið feilnótu og hefur vegnað mjög vel," segir Þorsteinn um félaga sinn. Með ólíka sýn á verkefnin Mikla athygli vakti þegar Ragn- hildur Geirsdóttir var valin forstjóri FL Group og enn meiri athygli vakti þegar hún var látin víkja fýrir aðal- eigandanum og fráfarandi stjórnar- formanninum Hannesi eftir aðeins nokkurra mánaða starf. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu á þessum tíma yrði fjárfestingarstarfsemi aðal- verkefni þess. Skarphéðinn Berg Steinarsson, ið mikill námshestur hafi ekki legið ljóst fýrir hvaða stefnu hann tæki. „Ég vissi samt alltaf að hann myndi ná langt í því sem hann myndi leggja fyrir sig." f iax veið j Hannes er mikill áhugamaður um laxveiöi og reynir aö komast sem oftast I veiöi á sumrin. Þekkir eigin styrkleika og veikleika Athafnamaðurinn Einar Bárðar- son hefur lítillega kynnst Hannesi á síðustu árum. „Mín kynni af Hannesi hafa verið í gegnum nokkur verkefni sem ég hef verið að vinna hér og er- lendis. Þar hefur Hannes reynst mér mjög vel. Hann er skýr, gríðarlega snöggur að hugsa og stundum þarf maður að hafa sig allan við að halda í við hann og svara spurningum sem kvikna hjá honum. Hann er laus við alla yfirborðskennd og það sem hann segir, það stendur. Ég kann alveg gríðarlega vel að meta svoleiðis fram- komu. Svo finnst mér nú alltaf gríðar- lega gaman þegar menn eins og hann sjá tækifæri í að fjárfesta í óhefð- bundnum verkefnum, eins þeim sem FL Group var að setja í gang með Tón- vís, og finnst mér það sem þeir hafa verið að gera með Sinfóníuhljómsveit Islands rosalega flott," segir Einar. Gísli Marteinn Baldursson hef- ur lítillega kynnst Hannesi á síðustu árum í gegnum störf sín. Gísli seg- ir Hannes koma sér fyrir sjónir sem afar jarðbundinn og vel greindur maður. „Hannes er með nógu mik- ið sjálfstraust til að átta sig á sínum sterku hliðum og þeim veiku. Það þarf enginn að segja honum neitt um viðskipti en hann er óhrædd- ur við að spyrja ráða á þeim sviðum sem hann sem hann þekkir ekki jafn vel til" segir Gísli Marteinn en ítrek- ar að hann þekki Hannes aðeins lít- illega. „Mín reynsla af Hannesi er að hann er maður orða sinna og ger- ir það sem hann segist ætla að gera. Hjá honum þarf engar málaleng- ingar þegar menn eru að komast að samkomulagi. Hannes veit hversu langt hann er tilbúinn að ganga og segir það strax og stendur við orð sín. Mín per- sónulega tilfinning fyrir honum er því góð. I viðkynningu hefur hann komið mér fyrir sjónir sem dálítið hógvær og hlédrægur en það kem- ur fljótt í ljós að þetta er fluggáfaður maður og vel menntaður." persónuleiki sem gaman er að vera nálægt. Eitt af því sem einkennir hann er að hann er mikill fjölskyldu- maður og fer ekki eitt eða neitt nema konan hans sé með honum enda eru þau mjög samrýmd og sterk saman. Hann er harður í horn að taka í við- skiptum en hann hlustar á röksemd- ir annarra og tekur tillit til þeirra. Hann hefur náð þetta langt vegna þess að hann veit hvað hann vill og er fylginn sér. Þótt hann sé harður er hann ekki það sem einhver myndi kalla ófýrirleitinn. En hann er afar fylginn og samkvæmur sjálfum sér," segir Tryggvi sem hefur þekkt Hann- es í um átta ár. „Lýsingin eldhugi á vel við hann, hann er mjög kraftmikill, vinn- ur langa vinnudaga og veit hvert hann ætlar sér. Hann er með góða sýn á það sem hann ætlar að gera, er ekkert að fara eitthvað tilrauna- kennt heldur veit hvert hann stefn- ir." Aðspurður segist Tryggvi halda að Hannes sé góður yfirmaður. „Frá arformaður Vífiifells, hefur þekkt Hannes í hátt í tíu ár og segir hann einstaldega vandaðan og góðan mann. „Hannes er einn snjallasti maður sem ég hef fengið að kynnast og dugnaðarforkur með eindæm- um. Hann er mikill vinur vina sinna og hikar ekki við að koma tíl móts við þá sem standa honum nærri," seg- ir Þorsteinn og bætir við að Hannesi þyki ekkert að því að leyfa öðrum að njóta velgengninnar með sér. „Það er mjög gaman að sjá hvern- ig Hannes vinnur þegar gefur á bát- inn. Þá er hann einstaklega öflugur og beitír fýrir sig keppnisskapinu og einstakri gáfu til að snúa öllu og öll- um á sveif með sér. Sköpunarkraft- urinn og baráttuþrekið eiga sér eng- in takmörk. Það má líka segja um Hannes að hann hefur ótakmarkað hugmyndaflug. Hann sér tækifæri og lausnir þegar aðrir kannski týna sér í úrræðaleysi. Vandamál eða hindr- anir stöðva hann ekki eða draga úr honum þrótt. Svo er hann þegar því er að skipta hvers manns hugljúfi. Það er einstaklega þægilegt að um- gangast hann og í góðra vina hópi eru fáir skemmtilegri." Þorsteinn segir Hannes ekki hafa sérstaka þörf fyrir kastljósið eða tíl að vera miðdepill athygli en hann kunni vel að taka í taumana, stela senunni þegar þörf krefur. „Hann er bara smekklegur í sínum útspilum. Það er sérstaklega gaman að sjá hvað hann er fljótur að ávinna sér traust og virðingu í þeim erlendu verkefn- um sem FL Group hefur tekið sér fyr- ir hendur," segir hann og bætir við að Hannes gangi óhikað tíl verks og sé óhræddur við að taka áhættu. „Hann er mjög kalkúleraður. Hans áhætta er það sem kallast á ensku „educat- ed risk". Það sem aðrir myndu líta á sem mikla áhættu og óvissu er hann Það ku vera fallegt í Kína Hannes Smárason á Kínamúrnum. Mynd: Úr einkasafni Unnur í New York Þau hjónin hafa ferðastmikiö og hér sést Unnur I Empire State-bygging- unni I New York. Mynd: Úr einkasafni Hress og skemmtilegur fjölskyldumaður Þeir sem þekkja til Hannesar í viðskiptum segja hann fluggáfaðan eldhuga sem viti hvert hann stefni og hvernig hann geti komist þang- að. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi for- stjóri Heklu og framkvæmdastjóri Tónvíss, segir Hannes yfirburða- kláran einstakling og snöggan að greina kjarnann frá hisminu. „Þar að auki er hann skemmtílegur og hress
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.