Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 Fréttir DV • Sagníræðingurinn Guðmundur Magn- ússon hefur lítíð verið í sviðsljósinu undan- fama mánuði, eða eft- ir að hann móðgaði þá Björgólfsfeðga með óheppilegum upplýsingum í bók sinni um Thorsarana fyrir síðustu jól. Guðmundur mun hafa dvalið í Kaupmannahöfn lungann úr þessu ári við að afla sér heimilda í sagn- fræðirit um samskiptí Danakon- unga við íslendinga á síðari tímum. Það er spuming hvort þetta grúsk leiði tíl þess að Danir taki Nyheds- avisen hans Gunnars Smára Egils- sonar opnari örmum en nú er... • Það hefur nefhiiega verið langlíf slúður- saga meðal íslenskra ættfræðisérifæðinga að Gunnar Smári sé kom- inn af Krístjáni X I)ana- konungi sem dvaldi hér á millistríðsárunum, þá sem krónprins, og gistí í húsnæði MR. Þar vann þá ræsting- arkona ein sem krón- prinsinn áttí skamm- vinn kynni við en hún varð ólétt eftír heim- sókn Kristjáns. Telja ættfræðisérfræðing- amir að þetta stúlku- bam hafi verið konungborið en það á síðar að hafa orðið amma Gunn- ars Smára... • Hérlendis heftír að undanfömu dvalið Þórjón nokkur Pét- ursson fyrrverandi lögreglumaður en nú einlivers konar örygg- issérfræðingur í írak. Hann mun, að því sagt er, látíð hafa það efitir sér að hann hafi áhyggjur af hinni nýju leyniiöggustofhun Bjönis Bjamasonar. Áhyggjumar em helst þær að þar veljist til starfa eintóm- ar skrifstoftíblækur en ekki ekta aðgerðaboltar eins og hann sjálfur. Menn sem kunna skila á nýjustu hríðskotabyssunum og geta skotíð í mark með þeim og þekkja þar að auki múllana af eigin raun... • Alfsérkennifeg deila er sprott- in upp milli bloggaranna á bak við u Orðið á götunni og Steingríms „Denna" Olafssonar eftír að hinir fýrmefhdu sögðu að Denni væri kominn I í hirð Illuga Gunnars- sonar sem spuna- meistari fýrir prófkjörsslaginn. Nefndu þeir Denna „spunameistara íslands" í því samhengi. Denni tók sig þá til, mátulega æfur í skapi, og taldi upp sumt annað bullið á Orð- inu á götunni í gengum tí'ðina eins og „Egill hættur með Silfrið" „Ámi Mathiesen ekki á leið í framboð í Suðurkjördæmi" „Bjami Benedikts- son að hætta í stjómmálum" og „Oddný Sturludóttir næstí ritstjóri Mannh'fs" svo dæmi séu tekin... • Vinkona okkar á Blaðinu, Kol- brún Bergþórsdóttir, hefur loksins hlotið þá viðurkenningu og upphefð sem hún á skilið og það þvert á allar pólití'skar línur í borginni. Meirihlutí borgarráðs hefur sumsé tilnefnt hana sem ftílltrúa í dómnefhd bók- menntaverðlauna Tómasar Guð- mundssonar 2007. Ogborgarráð samþykktí einnig að tilnefna hana sem formann þessarar nefndar. Kolla er þó einn síðastí eðalkratinn sem eftír er á landinu og styð- ur hvorki íhald eða framsókn, og ekld heldur Samfylking- una í mörgu efútíþað erfarið... Sölumaðurinn Jón Pétursson var á miðvikudaginn dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir nauðganir og grófar líkamsárásir gegn tveimur fyrrverandi sambýliskonum sínum. Jón neitaði alfarið í sök í báðum málunum en framburður fórnarlambanna sannfærði dómarann um sekt hans. Jón nauðgari dæmdur í fimm ára fangelsi Nauðgarinn Jón Pétursson var á miðvikudaginn dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga tveimur fýrrverandi sam- býliskonum sínum. Lýsingar á framferði Jóns í dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur eru hrikaleg lesning en hann hélt meðal annars annarri konunni í gíslingu tímunum saman í íbúð sinni og margnauðgaði henni. „Hann nauðgaði mér þrisvar sinnum," sagði annað fórnalamb Jóns í viðtali við DV í febrúar en hún kærði hann fyrir að halda henni fanginni í íbúð hans í Graf- arvogi í níu tíma, margnauðgað henni og lamið. Konan segir Jón hafa reynt að nauðga henni í byrj- un janúar en þá hafi hún sloppið frá honum með naumindum. Hún kærði manninn ekki þá. Blóðslóð á gólfinu „Hann breyttíst skyndilega, reif í hárið á mér og skellti andlití mínu í gólfið," segir konan um kvöldið sem árásin áttí sér stað. Hún seg- ir að Jón hafi farið með hana heim eftir stífa drykkju á föstudagskvöld- inu um þar síðustu helgi. Hún segir að hún hafi verið að tala við systur sína þegar maðurinn skyndilega rr'fur í hár hennar, skell- ir andlitinu í gólfið úr blæðir og dregur hana um íbúð- ina þannig að úr varð blóðslóð um gólfið. Að hennar sögn dregur hann hana inn í svefnherbergi og hendir henni í rúmið. Reif hana úr fötum og nauðgaði „Hann afklæddist sjálfur og lamdi í hvert sinn sem ég neitaði að fara úr fötunum," segir konan um atburðarásina þegar þau voru komin inn í herbergið. Hann hafi læst herberginu, af- klæðst og skipað henni að klæða sig úr fötunum. Konan segir að hún hafi neitað nokkrum sinnum og í hvert sinn sem hún hafi sagt nei hafi hann látið höggin dynja á henni. Að lokum hafi hann ráðist á hana og rifið hana úr fötunum „Hann hélt mér fastri og nauðg- aði mér," segir konan um skelfilega reynslu sína. Hún segir að eftír að Jón hafi lokið sér af hafi hann far- ið inn á klósett. Þá hafi henni tekist að senda sms tíl vin- sins um að henni væri haldið nauðugri. Maðurinn hafi þá ver- ið sofandi sem fékk skilaboðin og enga hugmynd haft um þær vítis- kvalir sem konan segir frá. Neitaði sök Þegar DV ræddi við Jón í febrú- ar sagði hann þetta vera hina mestu vitleysu. „Það fer víðsfjarri að ég hafi læst hana inni," sagði Jón um ásakanir kon- unnaráhend- ur honum. Hann seg- ir að það hafi ver- ið opið fyrir hana allan tím- ann. Maður- inn segir að konan oghannhafi lent í stutt- um slags- málum en vill meina að ásak- anir hennar séu ekki sannar. Hann játaði við yfirheyrslur lög- reglunnar að // Hann nauðgaði mér þrísvar sinnum hann hafi haft mök við konuna en sagði að það hefði verið með hennar samþykki. Hann neitaði sök fyrir dómi. Ekki náðist í Jón eftír að dómur var kveðinn upp. Á símsvara farsíma hans voru eftirfarandi boð: „Ég kemst ekki í símann núna. Það er verið að taka línu- ritafhnján- um á mér." oskanSdv.is Jón Petursson Nauögaði tveimur fyrrverandi sambýtiskonum sinum og fékk fyrir það fimm ára dóm I Grafarvoginum Það var i þessu húsi sem Jón hélt sambýliskonu sinni I gislingu í niu tima, nauðgaði henni og lamdi Austurlensk byggingaheimspeki á Mosfellsheiðinni Allar byggingar snúi í austur Guðrún Kristín Magnúsdóttir hugverktaki er búin að sækja um 100 til 200 hektara lóð á Mosfells- heiði til að byggja Sthapatya-Ved- byggingar sem eru í anda austur- lenskrar byggingaheimspeki. „Yfirborð jarðar er á fleygiferð með okkur á í austur og orðið ori- ent þýðir austrið og orientation er að átta sig. Þess vegna er mikilvægt að anddyri allra húsa snúi í austur á móti sólarupprás," segir Guðrún Kristín. Að sögn Guðrúnar virkar manns- heilinn best ef fólk snýr í austur: „Efni húsanna, hlutföll,litir og her- bergjaskipan skipta líka máli og húsin verða að vera úr annað hvort timbri eða marmara því gerviefni í húsabyggingum og járnabindingar skapa segulsvið sem fer illa í fólk og það fær svokallaða húsaveiki." Samkvæmt þessari byggingaheim- speki er afstaða húsanna mjög mik- ilvæg til að stuðla að betri heilsu og vellíðan. „Ef húsin snúa rétt þá er maður svangur í borðstofunni, syfjaður í svefnherberginu og vel upplagður í vinnuherberginu því annars er fólk andvaka í svefnher- berginu og finnur ekki til svengdar í borðstofunni," segir hún. Guðrún Kristín segir að litir hús- anna og innbú verði að vera í ljós- um eða gylltum litum. Hún segist vilja reisa byggð á Mosfellshæðinni á vegum Global Country of World Peace og eigi húsin að vera í þess- um anda. „Global Country er ríki sem gegnir foreldrahlutverki fyrir allar þjóðir heims og þau eru til vr'ða um heiminn og í Vedic City í IOWA í Bandaríkjunum er til heil borg með þúsund íbúum og þetta er ham- ingjusamasta borg heims," segir Guðrún Kristín. Hún á von á að fjöldi fólks muni fjárfesta í þessum húsum þegar þetta nær fram að ganga og munu það vera íslendingar og jafn- vel fólk erlendis frá. Enn er skipulagsnefnd Mosfells- bæjar ekki búin að taka ákvörðun um úthlutun lóða á Mosfellsheiði og bíður Guðrún Kristín eftir frekari framvindu málsins. Guðrún Kristin Magnúsdóttir hugverktaki Segirað húsin á Mosfellsheiðinni eigi öll að snúa í austur 'j - " ' ! ■ 'f *;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.