Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 32
52 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER2006 Helgin DV Varagloss: „Ég er eins og iðnaðarmaður- inn sem gerir aldrei neitt heima hjá sér - ég mála mig nefninlega ekki mikið. Ég legg áherslu áaðhafa húöina fallega svo set ég á mig maskara og varaliti eða varagloss. Þetta finnstmér ofsalega gott varagloss og það ertilffulltaf JF P litum." A K Augndropar: „Þetta fæst reyndar ekki hér á landi svo ég panta þetta á ebay.com. Ef augun erþrútin og \j rauðsprungin af miklu vinnuálagi þáergottað setja þetta f augun og hvítan verður hvítari enn hvftt. Það má þó aðeins nota þetta f hófi!' Serum: „Góður grunnur undirpúðureða meik. Fyllir upp I opna húð og finar llnurþannig að húðin virkar sléttog falleg." Maskari: „Þessi maskari er einn sá besti sem ég hefprófað. Hann þykkir og lengir augnhárin og ég meina það mér finnst eins og augnhárin mln hafa iengst við að nota hann," segir Margrétog hlær. Varasalvi: „Þetta er ofsalega góður og græðandi varasaivi. Hann er llka fjölnota þvl efmaður er með þurrkubletti á veturnar ergottað bera hanná blettina og árangurinn læturekkiá sérstanda. Þessi eralltaf ísnyrtibudd- inni minni." Þann 21. september síðastliðinn opnaði Margrét R. Jónasar sérvöruverslun- ina Make Up Store í Kringlunni.„Það eru bara tvær vikur síðan og ég hef ofsalega gaman að þessu." Margrét hefur unnið í snyrtivörugeiranum í 12 ár. „Ég hef reyndar verið að mála vinkonur mínar frá því á fermingaraldri. Ég lenti til dæmis í því tvisvar í sumar að hitta gamlar vinkonur sem fóru að rifja það upp með mér að ég hefði alltaf verið að mála þær," segir Margrét hlæjandi. Margrét segir að henni þyki skemmtilegast að farða fyrir tískusýn- ingar.„Mér finnst líka ofsalega gaman að farða konur áður en þær fara eitthvað fínt." Hægt er að fara i búðina til Margrétar í förðun en auk þess býður hún upp á námskeið fyrir konur sem vilja læra réttu handtökin og hjálpar konum við að velja vörur sem hentar þeim best. Þeir sem vilja fræðast meira um Margréti og búðina hennar er bent á heimasíðuna hennar margret. is en sfðan er mikið áhugamál Margrétar og þar er hægt að fræðast um ýmislegt sem viðkemur útliti. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, lektor við viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla íslands, hefur skapað sér gott orðspor sem fyrirles- ari. Árelía gaf út bókina Móti hækkandi sól fyrr á þessu ári og hefur fengið mikil viðbrögð frá lesendum. Ekki vera míní- útgáfur af körlum Árelia Eydís Guðmundsdóttir Hefurýmislegt áhugavert til máianna að leggja þegar talið berst að atferli mannanna. 5 Árelía er með doktorspróf í stjórnunarfræði en hún lærði bæði hér heima og í Bretlandi. Þegar hún hóf menntagöngu sína hafði hún í raun ekkert áveðið lokamarkmið með menntun sinni. „Þetta einfald- lega æxlaðist svona. Ég hef mikinn áhuga á atferli fólks svo stjórnun- arfræði er eitthvað sem hentar mér mjög vel. Svo er maður svo ráðríkur," segir Árelía og hlær. Systir mín tók sitt eigið líf Fyrr á þessu ári gaf Árelía út bók- ina Móti hækkandi sól sem fjallar um von og heppni eða hvernig hægt er að verða vongóður og heppinn. Hvað kom til? „Það voru persónu- legar ástæður fyrir útgáfu bókarinn- ar en systir mín tók sitt eigið líf - hún missti alla von. Bókin er tileinkuð henni." Bókin selst jafnt og þétt og sat á metsölulista um tíma. „Þeir eru margir sem hafa lesið bókina sem hafa haft samband við mig og þakk- að mér fyrir að hafa hvatt þá áfram og það finnst mér mjög ánægjulegt." Leiðtogamunur á konum og körlum Fram undan hjá Árelíu er fyrir- lestur sem hún ætlar að halda á Kon- an, en það er uppákoma sem hald- in verður í Laugardalshöll helgina 20.-22. október. Fyrirlesturinn sem Árelía verður með ber það skemmti- lega nafn Hvað er svona skemmti- legt við það að vera kona? „Leiðtoga- fræðin segir okkur að það er munur á konum og körlum þegar kemur að stjórnun. Það er ýmislegt sem konur hafa fram yfir karla á þessu sviði en svo er líka ýmislegt sem við getum lært af körlunum. Að bregðast við öfund er eitt dæmi og samkeppni er annað. En svo er auðvitað mjög mik- ilvægt að við höldum áfram að vera konur en verðum ekki einhverjar míníútgáfur af körlunum." Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór? í nóvember ædar Árelía að halda námskeið í samstarfi við Petrínu Mjöll Jóhannesdóttur undir yfir- Athafnakonan skriftinni Hvað ædar þú að verða þegar þú ert orðin stór? „Við höfum haldið þetta námskeið áður og það var stórskemmtilegt. Það sem við reynum að fá fólk til að gera er að staldra við og endurskoða stöðu sína í líflnu. Við búum til óskaspjald sem virkar þannig að viðkomandi klippir hugsunarlaust út úr tímariti og rað- ar úrklippunum á þar til gert spjald. Það er ótrúlega skemmtílegt að gera þetta og ég hef sjálf gert þetta í mörg ár. Það sem er svo hægt að lesa út úr óskaspjaldinu er hvað viðkomandi óska sér heitast. Það var til dæmis ein kona sem var hjá okkur á fyrsta námskeiðinu sem hafði látið sig dreyma um að búa erlendis í mörg ár - hún er nú flutt." Þeir sem vilja fylgjast með fyrirlestrum og nám- skeiðum Árelíu er bent á heimasíðu hennar areliaeydis.com. 13 ráð tílað gera vinnudaginn ógleymanlegan 1. Fteyndu að komast að þvíhvar yfirmaður þinn verslarog keyptu alveg eins dress og hann. Farðu svo í gallann daginn eftir að yfirmaðurinn hefur verið í honum. Þetta er sérstakiega áhrifaríkt efyfirmaður þinn er aföðru kyni. 2. Búðu til gælunöfn á alla sem vinna með þér. „Þetta er góður punktur hjá þér Moli minn." „Nei, ég verð að vera ósammála þérþarna Fí fí." 3. Sendu tölvupóst á alla sem vinna með þér og segðu þeim nákvæmlega hvað þú ert að gera. 4. „Ef einhver þarf á mér að halda þá verð ég á klóinu,"skaltu hrópa í hvert sinn sem þér er mál. 5. Tússaðu á skóna þína með yfirstrikunarpenna og segðu svo fólki að þú hafir ekki týnt þeim eins oftogþú gerðir áður. 6. Settu moskitónet umhverfis vinnurýmið þitt og sláðu þig stöðugt utan undir þegar þú þarft að standa upp. 7. Settu stól fyrir framan prentar- ann, sittu þar allan daginn og segðu fólki aðþú sért að bíða eftir skjalinu þínu. 8.1hvert skipti sem einhver biður þig um að gera eitthvað segðu „má bjóða þér franskar með því?" 9. Sendu sjálfum þér tölvupósta fram og til baka líkt og þú eigir i gáfulegum rökræðum við sjálfan þig. Áframsendu svo tölvupóstana á vinnufélagana og biddu þá um að leysa deiluna. 10. Hækkaðu í tónlistinni og bjóddu einhverjum vinnufélaganum upp i lítinn stóladans (stólarnir verða að vera á hjólum) 11. Feikaðu óeðiiiegan og móður- sýkislegan ótta við heftara. 12. Sendu tölvupóst á alla og segðu að það sé ókeypis pitsa eða kaka í mötuneytinu. Þegar fólkið kemur svo aftur, pirrað yfir þvi að hafa farið fýluferð, hallaðu þér þá aftur í stólinn, klappaðu á magann á þér og segðu: „Þið verðið að vera fljótari en þetta". 13. Settu koffínlaust kaffi í kaffikönnuna í þrjár vikur. Um leið og allir eru komnir yfir fráhvarfseinkennin - skiptu þá yfir í espresso.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.