Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 Fréttir DV Ummæli vikunnar & „„Það munu allir kokkar í eldhúsum (slands gleðjast," voru orð landbúnar- r ^* > '*** ráðherra þegar kynntarvoru tillögur tillækkunar matarverðs. Það er væntanlega rétt, en kyndarar efnahagslífsins kætast einnig og munu væntanlega moka kolum sínum sem aldri fyrr og er þó suðumarkinu þegar náð." Hafliði Helgason (leiðara viðskiptablaðs Fréttablaðsins að fjalla um bullið í efnahagsstjórn Geirs Haarde og félaga í ríkisstjórninni. Það verðureflaustlífog fjörá Brúnastöðum þegar kjötsúpupotturinn hans Guöna springuri loft upp í eldhúsinu. „Að óbreyttu verður tekjuskattur almennings við næstu áramót 35,72% en ekki 34,58% eins og fólk hafði gert ráð fyrir í trausti þess að marka mætti löggjöffrá Alþingi og stefnu ríkisstjórn- arinnar. Það tjóir ekki fyrir ríkisstjórn- ina að koma sem jólasveinar með gjafir til þegna sinna í annarri hendi um leið og hún hlunnfer borgarana með hinni. Nú þarf að standa við stóru orðin og lækka skattinn eins og lofað hafði." Andrés Magnússon í leiðara Blaðsins að fjalla um bullið í efnahags- stjórn Geirs Haarde og félaga í ríkisstjórninni. Andrés, þetta eru íslenskirjólasveinar og bera nöfn eins og bjúgnakrækir og kertasníkir. Þeir krækja! allt sem þeir koma höndumyfirá Alþingi og snikja svo atkvæði borgaranna á fjögurra ára fresti. „( lækkun tolla á innfluttar landbún- aðarvörur gengur ríkisstjórnin alltof skammt. Sú mjög svo takmarkaða lækkun, sem stefnt er að varðandi kjötvörur, stuðlar ekki að því að veita íslenzkum landbún- aði þá samkeppni, sem hannþarfáað halda. Afhverju lækka til dæmis engir tollarámjólkurvör- um? Ríkisstjórnin hefurþvimiðurenn frestað því að taka á vanda landbúnað- arkerfisins..." Leiðari Morgunblaðsins að fjalla um bullið í efnahagsstjórn Geirs Haarde og félaga. Leiðarahöfundur Morgunblaðzins ætti að vita það manna bestað landbúnaðurinn erog hefuralltafverið hin heilaga kýr stjórnvalda og hefur sömu stöðu hérlendis og fyrrgreint húsdýr hefur á Indlandi. „En ég hef smá áhyggjur. Það má vel vera að þetta lýsi frekar þankagangi mínum en ég kemst ekki hjá því að sjá fyrir mér eilíft reðurtákn. Einn risastóran og eilífan Ijósareður sem mun rísa eins og... já, eins og súla upp aíhimingeiminn." Valur Grettisson blaðamaður í fjölmiðlapistli á Blaðinu að ræða hugmyndirYoko Ono úti (Viðey. Hvaöáþessi blessaða ekkja að reisa annað en risavaxið reðurtákn fyrir sjálfa sig ? „Það er einnig lofsvert hversu vel Morgunblaðið flytur nú fréttir af málefnum OR bæði á forsfðu sinni og leiðurum. Sannast hér hversu ópólitískt blað Mbl. er og ffáleitt eins og sumir halda fram að með þessu sé blaðið að styðja við bakið á Guðlaugi Þór Þórðarsyni sérstaklega í prófkjörsbaráttunni gegn Birni Bjarnasyni." Alferð Þorsteins- son í grein í Morgunblaðinu að gleðjast yfir því hvernig sjálfstæðismenn baða sig nú í Ijóma Orkuveitunnar. Já, það er alveg fráleitt að halda því fram að Mbl. hygli sjálfstæðismönnum á síðum sinum.jafn vandað og hlutlaust og blaðiö er. Rúnar Björgvinsson, fyrrverandi sveitarstjóri Breiðdalsvíkur, eignar sér bílastæði á Njálsgötu með blómapottum. Leó R. Ólason hefur staðið í löngum deilum við nágranna sinn út af bílastæðum og aðgengi í bakhús. Harðvítugar nágrannadeilur geisa nú á Njálsgötu. Bílastæðastríð stendur yfir á milli nágrannanna á Njálsgötu 30 og Njálsgötu 30b og hefur það gengið svo langt að blómapottar hafa verið settir í stæði til að taka þau frá. „Yfirgangur, frekja og samskiptaörð- ugleikar virðist vera helstu einkenni og aðalmarkmið húsráðendanna að Njálsgötu 30. Nýjasta útspil þeirra er að setja blómapotta í bflastæðin fyrir framan húsið," segir Leó R. Ólason um samskipti sín við nágrannana. Leó á húseignina Njálsgötu 30b sem er bak- hús að Njálsgötu 30. Neyddist til að lækka leiguna Leó hefur staðið í langvinnum deilum við nágranna sinn Rúnar Björgvinsson, fyrrverandi sveitar- stjóra á Breiðdalsvík. Rúnar á eign- ina Njálsgötu 30 sem hann keypti fyrir nokkrum árum og hefur verið að gera upp. Leó segir að í þessum framkvæmdum hafi gengið á ýmsu. Til dæmis hafi göngustígur sem ligg- ur á lóðamörkum við hús Rúnars verið lokaður og erfitt hafi verið að komast að húsi hans. „Ég var með leigjendur í húsinu og ég þurfti að lækka leiguna um 15 þúsund krón- ur á mánuði því leigjandinn komst varla í íbúðina vegna aðgerða Rún- ars," sagði Leó. Tímafrekar framkvæmdir „Leigjandinn spurði nágranna sína hvaða framkvæmdir þetta væru, en fékk það svar að til stæði að gera bílastæði inn í lóðina og honum væri óheimilt að fara þessa leið leng- ur og yrði hér eftir að finna sér aðra leið heim til sín," segir Leó og bætir við að þetta ástand hafi staðið síðan 2003 en í dag er Rúnar búinn að klára „Nýjasta útspilþeirra er að setja blómapotta í bílastæðin fyrir framan húsið" framkvæmdirnar og hægt er að kom- ast óhindrað að bakhúsinu. „Mál- ið er ekki það að ég sé á móti því að fólk lagi húsin sín en þegar varla er hægt að komast heim til sín mánuð- um saman, þá fær maður bara nóg," segir Leó sem reyndi árangurslaust að semja við nágranna sína. Setti blómapotta fyrir bílastæðin Eins og þeir vita sem búa í mið- bænum er oft erfitt að finna bíla- stæði. Leó tók myndir af því þegar Rúnar setti blómapotta í tvö bfla- stæði fyrir framan hús sitt. „Ég skil ekki þetta „helgun" þeirra á þess- um bflastæðum. Þau eiga ekki þessi stæði og öllum ætti að vera frjálst að leggja þarna. Fólk hefur lent í vand- ræðum með að fá stæði og hefur gripið til þess ráðs að leggja hinum megin á götunni uppi á gangstétt og fengið sektir fyrir," segir Leó óhress með gang mála. „Ég hringdi á lög- regluna út af þessum blómapottum og þá voru þeir fjarlægðir en voru svo komnir aftur daginn eftir," segir Leó og bætir við að hann sé orðinn langþreyttur á eilífum leiðindum út af bæjarstjóranum fyrrverandi. myrdal@dv.is Leó R. Ólason Leó hefurstaðið í löngum deilum við nágranna sinn Björgvin Rúnarsson, fyrrverandi sveitarstjóra á Breiðdalsvík. Ófært Rúnarstóð í miklum endurbótum á húsisínu en leigjendurl bakhúsinu gátu varla komistheim tilsin nema klifrayfirsteinhrúgur. Sektað Ibúar við Njálsgötu hafa gripið tilþess ráðs að leggja uppi á gangstéttinni en þá koma stöðumælaverðir um leið og sekta. Stjörnuarkitekt teiknar nýja brú að beiðni Þingvallanefndar Manfreð hannar nýja brú yfir Öxará Manfreð Vilhjálmsson hefur undanfarið unnið að hönnun nýrr- ar brúar yfir öxará að beiðni Þing- vallanefndar. Verkefnið er nú langt komið og auglýst hefur verið eftir athugasemdum við framkvæmdina og rennur frestur til að skila þeim út 1. nóvember. Lögun nýju brúar- innar hefur táknrænt gildi en arm- arnir tveir sem ganga n s frá bökkum ár- innar ná ekki saman og vís- ar það til gliðn- unar jarðskorp- unnar á svæðinu. Bilið á milli armanna verður úr gleri og hægt að horfa í gegn- um það niður í ána. Glerið verð- ur þó ekki breiðara en svo að hægt verður að klofa yfir það. Brúin er göngubrú en þó verður hægt að aka yfir hana ef nauðsyn krefur. Litaval- Gamla brúin yfir öxará Var byggð árið 1911 en endurbætt 1944 fyrir Alþingishátíðina. inu er ætlað að fella brúna j sem best að umhverfinu og verður brúardekk- ið væntanlega klætt harðviði en armarnir úr ryðlituðu stáli. Nýja brúin Teikning séð úr iofti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.