Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 36
56 FÖSTUDAGUR 13. OKJÓBER2006 Helgin DV Rúnar Gíslason er framkvæmdastjóri Kokkanna en það er veisluþjónusta sem hefur átt gríðarlegum vinsældum að fagna. Rúmlega tuttugu manns vinna hjá fyrirtækinu sem fer sífellt stækkandi. Rúnar þekkja eflaust margir af skjánum en hann var ásamt félaga sinum með matreiðsluþætti á RÚV um nokkurt skeið sem hétu Heima er best. „...mjögnautnalegt enda komumviðalltafnokkr- um kilóum þyngrí úr hverri ferð/'segir Rúnar um vinnuferðir sínar. Kokkamir er veisluþjónusta sem leggur mikið upp úr því að fylgjast með ferskustu straumum eldamennskunnar erlendis. Þó að réttimir sem em í boði hjá veisluþjónustunni séu oft framandi og spennandi er hinn hefðbundni matur að sjálfsögðu einnig á boðstólum. Rúnar lærði til kokks á Hótel Holti á árunum 1990-1994. Hann segir sjálfur að það hafi ekkert ann- að komið til greina enda kominn af sannkallaðri kokkaætt. „Mamma og fóstri minn kynntust á sjó. Það kom nú þannig til að fóstri var sjókokkur og mamma var sjókokkur í afleys- ingum - á sama skipi. Mataráhuginn hefur því alltaf verið mikill á mínu heimili sem sést kannski best á því að við bræðurnir enduðum báðir með kokkagráðu," segir Rúnar. Ferskleiki og skotvopnaleyfi Matarmenningin hér á landi hef- ur batnað til muna að mati Rúnars og þakkar hann það helst öllu því íslenska grænmeti og almennt fer- skara hráefni sem er í boði í versl- unum landsins. „Allt hráefni er að verða ferskara og ferskara og það eru miklar gleðifréttir fyrir stéttina enda ekkert hráefni sem toppar hið ferska. fslenska villibráðin ldikkar heldur aldrei - gæsir og hreindýr, unaðs- legt," segir Rúnar sem er að fá skot- vopnaleyfi á næstu dögum svo villi- bráðin ætti að vara sig. Nautnalegar vinnuferðir Til að standast þær kröfur sem landinn er farinn að gera til veit- ingastaða heldur Rúnar ásamt fé- Framandi og spennandi réttir En þó er hinn hefðbundni maturlíka alltafá boðstólum. lögum tvisvar sinnum á ári í víking gagngert til þess að anda að sér fer- skustu straumum í matargerð. „Oft skipuleggjum við ferðirnar í kring- um matarmessur en dveljum alltaf í lengri tíma en sjálf messan varir og förum út að borða á hverju kvöldi. Þetta er allt fyrirfram skipulagt, mjög nautnalegt, enda komum við allt- af nokkrum kílóum þyngri úr hverri ferð," segir Rúnar og hlær. Ein af fjölmörgum veislum undirbúin Kokkarnirsjá líka um rekstur fiskiborðanna f betri búðum Hagkaupa. Ýsa í tómatsósu klikkar aldrei Rúnar er þó fljótur að hrista af sér aukakílóin enda finnst honum fátt skemmtilegra en að leika sér úti í náttúrunni. „Ég stundaði ísklifur og klettaklifur hér áður fyrr en svo ein- hvem veginn datt það upp fyrir. Ég fékk mér krossara nú í sumar og svo stunda ég laxveiði," segir Rúnar sem borðar líka mikið af fiski. „Ég elda mikið heima og oft erum við með þá fiskrétti sem Kokkamir bjóða upp á í betri verslun- um Hagkaupa. Krakkamir mínir em mjög hrifnir af svona réttum þó að ýsa með tómatsósu sé eitthvað sem klikkar aldrei." berglind@dv.is DRMi r v Nýtt í Föndruí Garn-Fatasnið-Fataefni i Vorum ao taka inn ESKIMO uttarqarn Ný prjónabtöo frá uROPS Nýjir titír i ALPACA virkaidaga 10-18, Laugardaga 11-16 Rúnar Gíslason Framkvæmdastjóri veisluþjónustunnar Kokkarnir. Austurlensk fiskisúpa Fyrir 4 í forrétt Fyrir 2 í aðalrétt ✓ 80 gr reykt ýsa, roð- og beinlaus ✓ 80 gr ferskur lax, roð- og beinlaus ✓ 1/2 rauð paprika ✓ 1/2græn paprika ✓ 1 sm engiferþumall t/ 2 hvítlauksrif ✓ 2 400 ml kókosmjólkurdósir \/ 1 tsk. tómatpurée ✓ 1 hnefi ferskt kóríander ✓ 3 sm blaðlaukur ✓ 1/2 chilli (val) ✓ Olía til steikingar ✓ Salt og pipar Skerið fiskinn i strimla. Skerið paprikuna, hvitiaukinn, blaðlaukinn og chilli-ið niður. Afhýðið engiferið og raspið I rifjárni. Hitið pott og setjið allt grænmetið út i og svitið aðeins. Bætið slðan tómatpurée-inu út I og steikið aðeins áfram og hellið siðan kókos- mjólkinni út í og iátið suðuna koma upp og bætið þá fiskinum útiog fáið suðuna aftur upp. Saxið kóríanderið og bætið útiað lok- um. Kryddið til með salti og pipar. Þáð má líka nota kjúkling í staðinn fyrir físk- inn. Laxa-confit ✓ 800 gr roð- og beinlaus lax ✓ Extra virgin ólífuolía til að þekja ✓ Saltog pipar Setjið oiiuna i djúpa pönnu eða pott og hit- ið en olian á ekki að fara mikið yfir 100°C. Skerið laxinn Iskammtastærðir. Olian á að ná alveg I toppinn á laxinum þegar hann er kominn ofan í. Látið eldastíum það bil. 10- ISminútur, fer eftir þvíhvað olian er heit og bitarnir stórir. Kryddið með salti og pipar. T.H.S.-sósa ✓ 1 sítróna ✓ 4 tómatar ✓ 8 hvrtlauksgeirar ✓ 4 skallotiaukar ✓ 1/2 tsk. kóríanderduft ✓ 350 ml extra virgin ólífuolía ✓ Salt og pipar úr kvörn Skerið börkinn utan afsltrónunni og passið að ekkert hvítt sé eftir. Skerið svo sítrónuna smátt niður og passið að engir steinar seu með. Skerið tómatana í fernt og skerið kjöt- ið frá og skerið síðan í ræmur. Passið að kjarninn fari ekki með. Afhýðið skallotlauk- inn og skerið I sneiðar. Afhýðið hvítlaukinn og skerið smátt. Setjið allt í pott og setjið restina afhráefninu út I. Setjið á hellu, fáið suðuna upp og látið maiia I um það bil 10 minútur. Sælkerasveppir Sælkerasveppir er ný tegund af íslenskum sveppum sem er að koma á markað. Þeir eru stórir og matarmiklir og feiknagóðir. ✓ 2 sælkerasveppir ✓ 1 skallotlaukur ✓ 4greinartimian ✓ 50 grsmjör ✓ Salt og pipar Skerið sveppina i þunnar sneiðar. Skerið laukinn I sneiðar. Hitið pönnu og setjið smjörið út á, siðan sveppina, laukinn og timíanið. Steikið vel og kryddið tilmeð salti og pipar. Kartöflur ✓ 500 gr Agætis-kartöflur ✓ 1 skallotlaukur ✓ Salt og pipar ✓ Olía til steikingar Skerið kartöflurnar i sneiðar. Hitið pönnu eða pott og setjið olíu á. Steikið kartöflurnar velog bætið lauknum útál lokin og steikið 15 minút- ur i viðbót. Kryddiö til með salti og pipar úr kvörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.