Freyr - 15.05.1972, Page 7
Engilbert Ingvarsson.
þessara svo að í meðferð þeirra alla hefur
verið lögð mikil vinna.
Helztu breytingar, sem Búnaðarþing
samþykkti til frávika frá gildandi jarð-
ræktarlögum voru þessar:
1. Lagt er til að framlag til nýræktar
hækki verulega og að ekki verði fram-
vegis bundið við stærð túna á bújörð-
unum.
2. Að aukið verði framlag til grænfóð-
urræktar, áburðarhúsa og votheys-
geymslna, frá því sem nú er.
3. Að hreinsun framræsluskurða njóti
opinbers framlags.
4. Að veittur verði stuðningur við vatns-
veitur á sveitaheimilum.
5. Að stuðningur verði veittur til kölkunar
túna þar sem þess þarf, til þess að auka
ræktunarhæfni landsins.
6. Lagt er til að inn í lögin verði tekin
ákvæði um stuðning við ræktun hag-
'lendis.
7. Ákveðin sjónarmið voru uppi um auka-
stuðning við félagsræktun einkum með
tilliti til aukins öryggis um nægilega
fóðuröflun 1 erfiðu árferði.
í sambandi við endurskoðun búfjárræktar-
laganna komu m. a. fram eftirtaldar breyt-
ingar frá gildandi lögum:
1. Búnaðarsambönd, tvö eða fleiri, geti í
félagi haft ráðunaut sameiginlega í þjón-
ustu sinni þegar hagkvæmt þykir.
2. Að aukin áherzla verði lögð á afkvæma-
rannsóknir nautpenings.
3. Ákvæði um Nautastöð B. í. og starfsemi
hennar felld inn í lögin.
4. Að aukin áherzla verði lögð á stofn-
ræktun og afkvæmarannsóknir sauðfjár.
5. Varðandi hrossarækt er lagt til að þar
verði auknar afkvæmarannsóknir og að
stofnað verði hrossaræktarbú á Suður-
landi.
6. Að útflytjendur greiði visst gjald af út-
fluttum hrossum og að gjald það renni
í sjóð, er veiti stuðning til að kaupa úr-
valskynbótagripi, sem annars er hætta á
að seldir verði úr landi.
7. Lagt er til að viðurkennd leiðbeininga-
þjónusta verði upp tekin í loðdýrarækt
og æðarrækt, svo og fjárhundarækt.
Menntun bændastéttarinnar var rækilega
rædd, enda hafði milliþinganefnd starfað
í því máli. Kom þar til álita allt mennta-
kerfið og að sjálfsögðu fyrst og fremst frá
sjónarhódi sveitamannsins skoðað, allt frá
grunnskólastigi, framhaldsskóíanám og
búnaðarmenntun. Voru flestir því fylgj-
andi, að menntastofnunum skuli dreift um
Guttormur Þormar.
F R E Y R
199