Freyr

Volume

Freyr - 15.05.1972, Page 26

Freyr - 15.05.1972, Page 26
fyrstu vikur beitartímans. Hvernig þetta er hér á landi er ekki vitað, rannsóknir í þeim efnum skortir, enda sjálfsagt breyti- legt frá stað til staðar. Hitt er eðlilegt og sjálfsagt iað gera sér grein fyrir, að nauð- synlegt er að fyrirbyggja eftir megni þann annmarka sem kalla má magníumskort. Hvernig á að fara að því? mun einhver spyrja. Því er að svara, að líklegt er að það sé hér eins og hjá öðrum, að þegar kalíáburð- iur er notaður í talsverðum mæli á túnin í gróanda og búféð gengur þar á beit, þá fái það svo mikið kalí í beitinni, að and- verkanir valdi nýtingu magníums þótt sá málmur sé annars nægilegur í grasinu. Á þessum fyrirbærum er annars auðvelt að villast ef eiginlegar rannsóknir leiða þetta ekki í ljós, því að mikið magn lægri köfn- mmarefnasambanda hafa gjarnan álíka verkanir og magníumskortur, þ. e. nítrat- eitranir geta einnig leitt til krampa og skyndilegra dauðsfalla, en eftir að köfnun- arefnisáburði hefur verið dreift er gjarnan mikið magn þeirra efnasambanda í jurtun- um og breytast þau mjög hægfara í prótein- sambönd (amínósýrur) einkum þegar kalt er í veðri. 218 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.