Freyr - 15.05.1972, Síða 27
A3 fyrirbyggja graskrampa
Það segir sig sjálft, að einhver leið hlýtur
að vera til þess að takmarka beitarkrampa
eða takmarka hann að minnsta kosti. í því
ljósi, sem fóðurrannsóknir hafa varpað yfir
þessi fyrirbæri, og svo lífeðlisilegar athug-
anir til samanburðar, hefur það sýnt sig,
að sé verið á verði í þessum efnum er
hægt að takmarka vá og vanda, sem hér
um ræðir.
í fyrsta lagi er um að gera að viðbrigðin
frá húsvist til beitar séu sem allra minnst.
í upphafi beitarskeiðs er eðlilegt að skepn-
urnar fái talsvert trénismagn í fóðrinu,
helzt með því að gefa þeim hey með beit-
inni, það eta þær gjarnian ef byrjað er að
veita þeim útivist áður en gróður er kom-
inn.
í öðru lagi þarf að forðast eftir megni
að skepnumar ofkælist, en hætta á ofkæl-
ingu er mest fyrstu dagana eftir að kýrnar
koma á beit og þá einkum í vætusömu
veðri og blæstri.
I þriðja lagi er svo að sjá kúnum fyrir
því fóðri, sem í er meira magn af magníum
en gerist á öðrum tímum.
Á síðari árum er víða leitast við að gefa
mjólkandi kúm sérstök magníumauðug sölt
eða steinefnablöndur. Magníumsúlfat eða
dólómítíkalk hefur verið valið til þessa í
fyrstu röð, gjarnan blandað öðrium stein-
efnum.
Spurning er hvort við eigum að fara
að eins og gerist hin síðari ár meðal grann-
þjóða okkar, en það er að gefa steinefna-
blöndur með ríkulegu magni magníumsalta
svo sem 2—3 vikna skeið áður en kýrnar
fara á beit svo að í vefi þeirra safnist
nokkurt magn, er tæra má af fyrsta skeiði
beitartímans. Þetta hlýtur að gilda við
ýmiss skilyrði, einkum þar sem magníums-
skorts hefur sannanlega orðið vart fyrr. í
flestum steinefnablöndum, sem á markaði
eru og í eru snefilefni, er jafnan einnig
eitthvert magníumsalt, en þó ekki svo
mikið að nægilegt sé á þessum sérstaka
tíma árs þegar hættan á graskrampa er
mest. Á þeim tíma er viðeigandi að hafa
handbæra sérstaka steinefnablöndu, með
miklu meira magníum en venjulega er um
að ræða í steinefnablöndum.
Talið er að það magn, sem mjólkandi
kýr þarf af magníum daglega fyrir beit
og fyrstu vikur beitartímans, sé 15—20 g.
iHvernig þess skal aflað verða ráðiuniautar
og dýralæknar að ráðleggja bændum. Og
svo er vert að minnast þess, að ef skepn-
umar eru viðkvæmar, hafa vöðvasamdrætti
og minnkandi nyt, eru líkur til þess, að
um magníumskort sé að ræða. Ber þá að
leita dýralæknis áður en krampi drepur
þær skepnur, sem svo er ástatt um.
Sjá einniq qrein urn sama efni í Frey
bls. 211—212, 1967.
F R E Y R
219