Freyr

Volume

Freyr - 15.05.1972, Page 36

Freyr - 15.05.1972, Page 36
Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins. Fréttatilkynning í samningi núverandi ríkisstjórnar um stjórnarsamstarf var meðal annars samið um það, að „lögin um Framleiðsluráð land- búnaðarins verði endurskoðuð í samráði við Stéttarsamband bænda og að því stefnt, að Stéttarsambandið semji við ríkisstjórn- ina um kjaramál bændastéttarinnar og verðlagningu búvara. Miða skal jafnan við það, að kjör bænda verði sambærileg við launakjör annarra vinnandi stétta“. í samræmi við þessi ákvæði stjórnar- samningsins var svo skipuð 9 manna nefnd á sl. hausti til þessa starfs. Formaður nefndarinnar er Sveinn Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúaðar- ins. Aðalfundur Stéttarsambands bænda, sem haldinn var í ágúst sl. ákvað, að breyt- ingar á Framleiðsluráðslögunum yrðu bornar undir aukafund Stéttarsambands- ins. Aukafundur þessi var haldinn í Bænda- höllinni dagana 9. og 10. febrúar, og var verkefni hans einungis athugun á laga- frumvarpi nefndarinnar. Formaður Stéttarsambandsins, Gunnar Guðbjartsson, bóndi í Hjarðarfelli, skýrði í ýtarlegu máli hið nýja frumvarp og helztu breytingar frá eldri lögum. Miklar umræður urðu um málið og kom fram nokkur skoðanamunur á einstökum atrið- um frumvarpsins. Samþykkti fundurinn tillögur um breyt- ingar á einstökum atriðum, en í heild hlaut frumvarpið stuðning alls þorra fundar- manna. Gert er ráð fyrir, að frumvarp þetta verði lagt fyrir Alþingi það, er nú situr. Þessi ráðstöfun tryggir samt ekki örugga útrýmingu á sveppnum, því smit hans lifir að nokkru í garðlandinu og getur lifað þar í mörg ár. Eigi að síður getur útsæðisend- urnýjun borið góðan árangur, og kemur því til álita, þar sem sýking er skæð. Ef nýtt útsæði er fengið, er sjálfsögð ráðstöfun að sótthreinsa það fyrir niðursetningu. Slíkt má gera með lyfinu TIRAM (TIU- RAM), en af því er notað 1 kg á hver 1000 kg af útsæði. Lyfið er í duftformi og er því sáldrað yfir útsæðið. Sótthreinsun með TIRAM er þó enn frekar athugandi, ef ekki reynist unnt að skipta um útsæði. Aðgerð þessi er mjög einföld og tiltölulega kostn- aðarlítil og getur jafnframt veitt töluverða vörn gegn smitun af völdum ýmissa kvilla. Benda má á annað lyf, Benlate, sem kemur til greina að nota á sama hátt, en er þó margfalt kostnaðarsamara. Af Benlate þarf aðeins 0,5—0,7 kg á hvert tonn útsæðis. Einnig er hugsanlegt að nota Benlate á eftirfarandi hátt: 100—150 g eru leyst upp í 100 1 af vatni í hentugu íláti. Útsæðið er sett í gisinn poka, síðan er því dyfið ofan í upplausnina í smástund (10 mín.). Þetta er gert áður en útsæðið er lagt til spírunar. Má aðallega mæla með þessu við smágarð- eigendur. Fyrir smágarðeigendur er lyfja- sótthreinsun garða einnig hugsanleg, aftur á móti er sú aðgerð mjög kostnaðarsöm fyrir stórframleiðendur. Lyfið Brassicol kemur fyrst og fremst til greina í þessum tilgangi, en því er dreift yfir jarðveginn fyrir vinnslu. Varnaraðgerðir, sem beint er gegn ræktuninni koma að takmörkuðu haldi, ef ekki er einnig séð fyrir sótthreins- un á geymslum, kössum og tækjabúnaði. sem notaður er í sambandi við ræktunina. Slíka sótthreinsun verður því að fram- kvæma samvizkusamlega og vel á hverju ári. Má svæla geymsluhúsnæði og kassa með brennisteini eða formalíni og kalíum- permanganati, eins má sótthreins áhöld og tæki úr 0,2% kloraminupplausn eða 4% blásteinsupplausn. Mun nánar vikið að þessu máli síðar. Ó. V. H. 228 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.