Freyr

Årgang

Freyr - 15.05.1972, Side 41

Freyr - 15.05.1972, Side 41
Dr. MAIJA SAARIVIRTA: Tuttugu og fimm ára rannsóknir viðvíkjandi fituneyzlu og áhrifum hennar á hjartasjúkdóma, hafa engan árangur borið Eftirfarandi grein eftir finnskan lœkni birtist í LANDSBYGDENS FOLK síðla sumars 1971. Hvað eftir annað hef ég andmælt þeim stað- hæfingum, að neyzla dýrafitu hafi skaðleg áhrif á heilsufar fólks, auki kolesterolmagn blóð.sins og styðji að auknum hjarta- og æðakvillum. Mitt álit og framkomnar stað- reyndir, er fengizt hafa við rannsóknir um þessi efni, eru samhljóma og 20 ára störf á þessu sviði sýna aðeins, að orsakanna er að leita allt annarsstaðar og einhversstaðar utan við fituneyzlu í fæðunni. Þetta eru af- gerandi niðurstöður og annað hafa rann- sóknirnar ekki staðfest um þessi efni. Rauna- legt er því, að heill hópur manna hefur ekki hvorfið frá kenningum Keys um fituna, þrátt fyrir það. Raunar ætti það að vera sjálfsagt, að þegar áhrif fituneyzlu á hjartakvilla eru rann- sökuð, ætti fæða þeirra, sem í rannsóknum eru, aðeins að vera mismunandi að því er fituna snertir hjá þeim hópi, sem rann- sakaður er, miðað við samanburðarhópinn, en allir aðrir þættir sambærilegir og alveg eins. Aðeins í fáum tilraunum hefur þetta atriði verið staðreynd, því er nú verr, og samanburðurinn á fitu með mettaðar og ómettaðar sýrur lítt tekinn með í dæmin. Við rannsóknir þær, sem Dayton, Morris, Lembke og Biernbaum gerðu, var tilrauna- fæðan og samanburðarfæðan rétt og vel aðgreind og mótuð. Hjá Morris og Dayton sýndi sá hópur, er fékk verulegt magn ómettaðrar fitu, verulega lækkun kolesterolmagns í blóðinu (57 til 49) og kolesterolmagnið hjá saman- burðarhópnum, er fékk venjulega fitu, lækkaði einnig verulega (14—16 mg). í rannsóknum hjá Morris dóu 25 manns á 6 ára tímabili og í samanburðarhópnum dóu einnig 25 manns. Eftir því að dæma skipti ekki máli hvað fólkið borðaði. 128 ÞÚSUND MILLJÓNIR eða 128 milljarðar íslenzkra króna er væn fjárhæð, en þessari npphæð var varið á árinu 1970 á vegum Efnahagsbandalagsins til þess að hagræða mark- aðsmálum þess, að nokkru til þess að geyma birgð- ir, svo að verðföll verði ekki sökum offramleiðslu, að nokkru tii þess að greiða niður vissar vörur og svo til þess að kaupa vörur, sem síðan verði gefnar þurfendum, til þess að þær væru ekki að flækjast á markaðssvæðunum. Þýzki landbúnaðarráðherrann EKTL upplýsti þetta á ráðstefnu mjólkurmarkaðsmála í Kiel I sumar. Við sama tækifæri tjáði hann einnig, að á vissum svæðum bandalagsins væru miklar at- hafnir í gangi til þess að skipuleggja framleiðsl- una með tilliti til ódýrari neyzluvöru. NORSKA UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur greint frá því á opinberum og erlendum vett- vangi hver eru helztu vandamál Norðmanna á sviði Iandbúiáaðar í sambandi við inngöngu í Efnahagsbandalagið. Þar segir, að Iandbúnaðarskil- yrði í Noregi séu allt önnur en yfirleitt á banda- lagssvæðinu. Lega landsins er langt í norðri, af- skekkt byggðarlög þurfa að sjá nágrenni, með aðr- ar atvinnugreinar, fyrir lífsviðurværi og gildi það ekki sízt í Norður-Noregi. Yfirleitt séu framleiðslu- skilyrði þannig. að samkeppni á víðum markaði sé vonlaus en bændum afskekktra svæða verði að sjá fyrir mannlegu lífsviðurværi. I»ar að auki sé fráleitt að dæma úr leik smáhændur, sem stundi búskap að nokkru. F R I Y R 233

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.