Freyr - 01.10.1972, Page 15
12. Tillögur allsherjarnefndar.
Hermann Guðmundsson á Eyjólfsstöðum
var framsögumaður nefndarinnar. Hann
lýsti fyrst þessari tillögu:
„Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn í
Reykjavík 10.—11. júlí 1972 telur, að starf það,
sem unnið er af nefnd til aðstoðar þeim bændum,
sem lent hafa í miklum fjárhagserfiðleikum, muni
koma að verulegu gagni og koma flestum þessara
bænda út úr tímabundnum erfiðleikum.
Því skorar fundurinn á landbúnaðarráðherra að
tryggja áframhaldandi fjárveitingu til þessa máls
næstu fjögur ár, ekki lægri árlega en á fjárlögum
ársins 1972.“
Samþykkt með samhljóða atkvæðum.
Hermann Guðmundsson flutti síðan aðra
tillögu allsherjarnefndar.
„Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1972 ályktar
að auka beri hagfræðilegar leiðbeiningar fyrir
bændur og felur stjórn Stéttarsambandsins að leita
samstarfs við Búnaðarfélag íslands um þetta efni.
Jafnframt verði tekið til athugunar, hvort tíma-
bært sé, að ákvæði bókhaldslaga taki til bænda
eins og annarra framleiðenda í landinu og á hvern
hátt hagkvæmt sé að veita þeim aðstoð við bók-
hald.“
Samþykkt samhljóða.
Hermann Guðmundsson talaði næst fyrir
tillögu allsherjarnefndar um búvélaverzl-
un, en hún var flutt í tilefni af greinar-
gerð millifundarnefndar um búvélainn-
flutning.
Ingimundur Ásgeirsson ræddi um tillög-
una og taldi þurfa að breyta einu orði til
að forðast misskilning.
Gunnlaugur Finnsson gerði grein fyrir
því, hvað fyrir nefndinni vakti með tillög-
unni og var fallizt á að breyta orðalagi í
samræmi við ábendingu Ingimundar.
Þá var tillagan borin undir atkvæði svo-
hljóðandi:
, Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1972 telur að-
kallandi, að koma á fót þjónustu við bændur, er
hafi því hlutverki að gegna að bæta véla- og vara-
hlutaþjónustuna þannig, að bændur geti snúið sér
til hennar, þegar eðlileg fyrirgreiðsla búvélainn-
flytjenda bregzt.
Því felur fundurinn stjóm Stéttarsambandsins að
beita sér fyrir því, að slíkri þjónustu verði komið
á fót innan Stéttarsambandsins eða Búnaðarfélags
íslands."
Samþykkt samhljóða.
Enn flutti Hermann Guðmundsson tvær
tillögur allsherjarnefndar.
„Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1972 beinir
þeirri áskorun til Búnaðarfélags íslands, að það birti
sem fyrst niðurstöður tilboða tryggingafélaga í á-
byrgðar- og slysatryggingar í landbúnaði og þær
verði síðan kynntar bændum ítarlega."
Samþykkt samhljóða.
„Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1972 sam-
þykkir að fela stjórn sambandsins að kanna á hvern
hátt hagkvæmast væri að koma á vinnuaðstoð við
bændur í veikinda- og slysatilfellum. Stjórnin
leiti samvinnu við Búnaðarfélag íslands um málið.“
Samþykkt samhljóða.
13. Tillögur verðlagsnefndar.
Sveinn Jónsson var framsögumaður nefnd-
arinnar og talaði fyrir þessari tillögu um
markaðsleit.
„Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1972 leyfir sér
enn á ný að setja fram þá kröfu, að hafin verði
raunhæf markaðsleit fyrir íslenzka dilkakjötið, sem
sérhæfða gæðavöru fyrir hótelmarkað.
Fyrir því skorar fundurinn á háttvirta ríkisstjórn,
að hún hrindi nú þegar í framkvæmd á þessu ári
slíkri markaðsleit og ætla til þess nægilegt fjár-
magn.
Fundurinn samþykkir, að Stéttarsambandið taki
þátt í þessum kostnaði með allt að 2ja milljóna
framlagi á þessu ári.“
Framsögumaður lagði mikla áherzlu á
stóraukna markaðsleit og ræddi sérstaklega
um hótelmarkað í Bandaríkjunum, en þar
taldi hann að afla mætti mikils markaðs
fyrir íslenzkt dilkakjöt á háu verði. Hann
taldi einnig, að allt of lítið hefði verið
unnið að markaðsleit á undanförnum árum.
Gunnar Guðbjartsson benti á, að enn
væri ekki nema eitt sláturhús hér á landi
sem hefði viðurkenningu fyrir Bandaríkja-
F R E Y R
389