Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1976, Side 11

Freyr - 01.01.1976, Side 11
FREYR BÚNAÐARBLAÐ 72. árgangur Nr. 1—2, jan. 1976 Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS STÉTTARSAMBAND BÆNDA Útgáfustjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON ÓLI VALUR HANSSON Ritstjóri: JÓNASJÓNSSON Heimilisfang: BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK ÁskriftarverS kr. 1000 árgangurinn Ritstjórn, innheimta, afgreiðsia og auglýsingar: Bændahöllinni, Reykjavík, sími 19200 Ríkisprentsmiöjan Gutenberg Reykjavík — Sími 38740 EFNI: Hvernig á að búa á íslandi? Stóðhestastöð Búnaðarfélags íslands Búfræðingar og kandidatar vorið 1975 Val eftir alhvítum lit og afurðasemi áa Um sauðfjárrækt Tapar kraftfóður gildi við langvinna geymslu? íslenskt sauðfé reynist vel í Noregi Frá tilraunastarfseminni Frá Fóðureftirliti ríkisins Molar Hvernig á að búa á íslandi? Það er fráleitt að láta sér detta í hug að svara þessari spurningu viðhlítandi og í öllum atriðum. — Slíkt dytti sjálfsagt þeim einum og trúbræðrum þeirra í hug, sem nú reyna af fremsta megni að koma þeirri skoðun inn hjá fólki, að hér eigi helst engan landbúnað að stunda. Það má hins vegar velta ýmsum þáttum þessarar spurningar fyrir sér, eins og t.d. því, við hvað á bústofn að búa hér á landi? Eigum við t.d. að sækjast eftir að búa með svín og hænsni eða annan þar búpening, sem verður að mestu að ala á innfluttu fóðri, keyptu fyrir torfenginn gjaldeyri og jafnvel tekinn frá munni hungr- aðra og vannærðra í öðrum löndum? Þessu er auðvelt að svara neitandi, slíkan búskap er ekki ástæða til að stunda nema að því marki, sem þarf til að fullnægja þeirri hlutfallslega litlu eftirspurn, sem hér er fyrir slíkar afurðir. Búskapur á íslandi hlýtur að meginhluta að grundvallast á þeirri ræktun, sem hér er möguleg, ræktun hvers konar jurta til manneldis svo sem frekast er kostur og neyslu- venjur leyfa, ræktun annars gróðurs til prýðis og nytja og þar á meðal skógrækt, þar sem skilyrði henta. En fyrst og fremst verður ræktun okkar þó „fóSur- ræktun“, og meginbúskapur okkar því það búfjárhald, sem á henni byggist. í þessari ,,fóðurræktun“ verður að leggja að jöfnu öflun nægs og góðs vetrarfóðurs og ræktun beitilands, hvort sem er með fullræktuðu landi eða öðrum hagabótum. Það á ekki síður að vera takmarkið með ræktuninni og fóðurverkuninni, að innlent fóður fullnægi að sem allra mestu leyti næringarþörf búfjárins og það þannig, að afurðageta stofnanna nýtist að fullu. Fullyrða má, að það má ná langt í þessum efnum. Til þess eru margar leiðir, sem of langt yrði að telja. En gild rök hafa verið að því leidd, að hér megi framleiða úr grasi og grænfóðri og svo þeim ,,úrgangs“-efnum, sem koma frá sjónum og falla til í sláturhúsum, megnið af því kjarnfóðri, sem við notum. Á sama hátt hefur verið bent á, að til þessarar fram- uenðslu getum við notað innlenda orku raforku eða Framh. á bls. 24. 1 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.