Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 28

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 28
Rauðaberg á Mýrum. Bær Sævars Kristins. Þar kemur Fláarjökull fram og blasir við úr eldhúsglugganum. — Þetta hefur þá verið stórvaxnari stofn. En er nokkuð unnið við það? — Ja, þetta þingeyska, sem kom þarna frá Reyðará, það er geysimikið söfnunarfé. Ærnar verða geysivænar en þær skila því ekki að sama skapi í afurðum. Og ég hef stundum hugsað um það og fundið til þess, ef pestir eru að skælast í þetta á vorin — hvort sem það er doði eða þær bráðdrepast af graseitrun eða öðru — að þurfa þá að vera að moka ofan á allt þetta kjöt. Eins veit ég ekki, hvað er unnið við, að þær bera allt þetta kjöt um yfir sumarið en koma svo með lítil lömb ofan í allt saman. Ég held, að það hafi alltaf verið til í því, sem eftir var í okkar ræktaða fé, meiri mjólkurlagni. — Viltu kalla þetta gamla fé ykkar hérna Mýrafé eða bara skaftfellskt? — Ég vil nú kalla það skaftfellskt, en auðvitað er það ekki hreint skaftfellskt, því að á árunum fyrir 1920 þá er Þorbergur heitinn í Hólum kominn með Möðrudals- hrútana og það er búið að blanda það með þeim. Áður held ég, að fé hér hafi verið lélegt. — En í Öræfunum, hefur þar ekki hald- ist hreinn, gamall skaftfellskur stofn? — Það var líka blandað með Möðrudalsfé og þingeysku á sínum tíma. En nú er það orðið sérstakt vegna þess, að þangað hefur ekki verið flutt kind, að ég hygg í um fimmtíu ár. Yið höfum fengið fé þaðan og það er greinilega allfrábrugðið. Mér finnst það heldur gróft en duglegt. En af því við vorum að tala um þingeyska féð áðan, þá finnst mér það frekar seinþroska — en það er mikið söfnunarfé og við góðar aðstæður gefur það mjög góðan arð. ☆ — Nú virðist mér sem búið sé að sýna fram á, að það sé hægt að búa við góðan sauðfjárbúskap á láglendi. Ertu ekki sam- mála mér um það? — Jú, ég er alveg sannfærður um það. Hér um sveitir hafa menn fjölgað fénu jafnt og þétt, t.d. Suðursveitungarnir, og það gera þeir á þennan sérstæða hátt með ræktuninni, bæði til að fá heyið og svo beitina á haustin. Þarna geta þeir haft féð á góðu grængresi alveg fram á vetur. Og það er alltaf vaxandi árangur hjá þeim, betri og betri fallþungi. — Hvað segirðu mér þá um annað? Það er verið að tala um ofbeit og að við höfum of margt sauðfé í landinu. — Við höfum ekkert of margt sauðfé í landinu. Við getum haft svo margt fé sem 18 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.