Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 13

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 13
Hrafn nr. 802, frá Holtsmúla. Knapi Friðrik Stefánsson. Á árunum 1952—1953 kynntist ég nokkuð hrossaræktarstarfi í Þýskalandi og ræktun stærri hrossakynja. Þar var allt stóðhesta- hald á vegum ríkisins og valdið algjörlega í höndum ríkisráðunauta um það, hvaða hestar voru notaðir í landinu til undaneldis. Ríkið rak stórar kynbótastöðvar, þar sem allt var í senn, stóðhestar, hryssur og trippi. Þau hross, sem ekki voru svo notuð í eigin ræktun, voru seld 2—4 vetra gömul. Tamn- ing trippanna til reiðar og dráttar hófst strax á 2. vetri. Þar var kynjum blandað saman, þungum og léttum, og fenginn þannig milliþungur hestur og blóðblöndun hagað eftir ákvörðun ráðunauta með nota- gildi þeirra fyrir hestamenn og bændur í huga. Þá var akstur í hestvögnum stundað- ur mikið sem íþróttagrein, og virtist sem hefðbundnar venjur liðins tíma væru þar að fjara út. En stóðhestahaldið var frábrugðið því, sem hér var siður. Eftir að ég varð ráðunautur, velti ég því fyrir mér, hvort ekki væri hjálp að svipuðu fyrirkomulagi hér, og sótti það fastar á hug minn, er ég hafði starfað í nokkur ár. Fannst mér sem þörf væri fyrir eitthvað nýtt. Fyrst talaði ég um hugmyndina um stóðhesta- stöð á fundum út um land. í ársbyrjun 1972 fór ég á fund landbúnaðarráðherra, sem tók málinu um stóðhestastöð vel en vildi fá umsögn og álit bændasamtakanna. Lagði ég því eftirfarandi erindi fyrir Búnaðarþing 1972: F R E Y R 3

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.