Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 42

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 42
Námskeiðjim notkun eilurefna og hættulegra efna i landbúnaði og garðyrkju Haldin verða námskeið um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbún- aði og garðyrkju í Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum, Ölfusi, síðari hluta apríl og í byrjun maí 1976. Námskeiðin standa hvert í 3 daga og eru haldin á vegum eiturefnanefndar, Garðyrkjuskóla ríkisins og garðyrkjuráðunauta Búnaðarfélags íslands. Námskeiðin eru einkum ætluð þeim, sem fengið hafa leyfi til þess að nota efni og efnasamsetningar í X og A hættuflokkum með því skilyrði, að leyfisskírteini yrðu ekki framlengd nema hlutaðeigendur sæktu námskeið til þess að kynnast nánar meðferð og notkun efnanna, sbr. 4. gr. reglu- gerðar nr. 132/1971. Námskeið þessi eru enn fremur ætluð öðrum, sem kunna að þurfa á leyfisskírteinum að halda, en eigi hafa enn fengið slík skírteini. Þeir, sem kynnu að vilja notfæra sér þessi námskeið, skulu senda um- sóknir til eiturefnanefndar, pósthólf 109, Reykjavík, fyrir 1. marz, 1976. Geta skal i umsókn í hverju ræktunarstörf umsækjenda eru einkum fólgin. Fæði og húsnæði verður í Garðyrkjuskólanum fyrir þá, sem þess óska. Miðað er við, að 25 þátttakendur séu á hverju námskeiði. Nánari upplýsingar um námskeiðshald gefur skólastjóri Garðyrkjuskóla ríkisins. Þátttökugjald, sem verður um það bil kr. 5.000,00, skal greiða skólastjóra Garðyrkjuskólans í upphafi námskeiðs. Eiturnefnd, Garðyrkjuskóli ríkisins, Garðyrkjuráðunautar Búnaðarfélags íslands

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.