Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 39

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 39
SMJÖRBIRGÐIR í LÁGMARKI. Fyrstu 10 mánuði ársins 1975 tóku mjólkur- samlögin á móti 98.073.307 kg aí mjólk, það er 3,1% minna magn en á sama tíma- bili árið 1974. Aukning varð veruleg í sölu mjólkur eða tæplega 3 millj. I, það er 7,5% meira en í fyrra. Skyrsala hefur dregist nokkuð saman, eða um 2,7%, en meðalneysla á hvern íbúa var 0,65 kg á mánuði fyrstu 10 mánuði þessa árs. Framleiðsla á smjöri hefur minnkað um 12,5%, en verulegur samdráttur hefur verið á smjörneyslu. Meðalsala á mánuði var 126 smálestir, það er 32% minni sala en árið áður. Smjörneysla á hvern íbúa var rétt um 7 kg. Af mjólkurosti voru framleiddar 1.805 smálestir, seldar voru innanlands 987 smá- lestir, það er 8,1% aukning frá árinu áður. Birgðir af smjöri 1. nóvember sl. voru 482 smálestir en af ostum 691 smálest. Birgðir af smjöri 1. desember sl. voru 405 smá- lestir. Gert er ráð fyrir, að birgðir af smjöri verði í algjöru lágmarki, þegar kemur fram á veturinn, því smjörframleiðsla er óveruleg um þessar mundir. MJÓLKURFRAMLEIÐENDUM FÆKKAR. Á síðastliðnum tveim árum hefur mjólkur- framleiðendum fækkað um 296. Árið 1972 voru 3.418 bændur, sem lögðu inn mjólk hjá mjólkursamlögunum. Innlegg þeirra var að meðaltali 32.109 kg. Árið 1974 lögðu 3.122 framleiðendur inn samtals 116 millj. kg af mjólk, eða 37.144 kg að meðaltali. Aukning á þessum tveim árum voru 5.035 kg á bónda. Mest mjólk á hvern framleiðanda var hjá mjólkursamlaginu á Akureyri, 60.757 kg, næstir voru í röðinni bændur í Norðfirði með 52.416 kg, og þriðju bændur á Suður- landi með 46.480 kg. Ekki er vitað, hve margir bændur hafa hætt mjólkurframleiðslu á þessu ári, en vitað er nú, að verulegur samdráttur verður á framleiðslunni. Trúiega hefur heildar- magn innveginnar mjólkur hjá mjólkursam- lögunum ekki orðið yfir 112 millj. kg í ár. Reiknað er með, að landsgrundvallarverð á mjólk í ár verði kr. 48.02 á I. Það er hækkun um 38,7% frá síðasta ári. KINDAKJÖT, FRAMLEIÐSLA OG SALA. Heildartala sauðfjár, sem slátrað var sl. haust, varð 959.941. Þar af voru 871.059 dilkar. Meðalvigt reyndist vera 14.64 kg, það var 420 g meira en árið áður. Heildarmagn dilkakjöts varð 12.780 smá- lestir. Gert er ráð fyrir að flytja út um 4000 smálestir af dilkakjöti. Þegar hafa verið af- greiddar til Noregs og Færeyja um 1800 smálestir. Svíar munu kaupa 650 smálestir, Danir 400—500. Á vegum Sambands íslenskra samvinnu- félaga hafa verið kannaðir sölumöguleikar á kindakjöti í íran og Kuwait, en í þessum löndum er mjög mikils neytt af kindakjöti og það flutt inn frá Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Argentínu og yrklandi. Til Kuwait, þar sem íbúatalan er rétt innan við 1 millj., eru flutt inn árlega 30—40 þús. tonn af kindakjöti, F R E Y R 29

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.