Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 36

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 36
Á mynd 1 kemur fram greinileg aukning á hlutdeild stöngla eftir því, sem líður á sáðtímann, en aukning á hlutdeild blaða verður einkum þar, sem 5 kg fræs er sáð í hektara. Ekki er mikill munur á uppskeru (mæld sem „hey“ hkg/ha) milli liða. Þó er uppskeran mest þar, sem fræmagnið er 20 kg/ha, en þar er jafnframt minnst blað- prósenta. Þess skal gætt, að uppskerutölur eru ekki einhlítur mælikvarði á það, hve mikil not bændur hafa af fóðurkáli, heldur kemur fleira til sem fyrr segir, s.s. hlutdeild blaða og stöngla og efnainnihald. Á mynd 2 má sjá niðurstöður úr athugun á hlutdeild blaða og stöngla úr tilraun með repjustofna síðastliðið sumar. Upp- skera þessara stofna var mjög svipuð. Mynd 2. Hlutdeild blaða og stöngla við mismun- andi sprettutíma g sáðmagn. ÁBURÐARNOTKUN. Heildarnotkun tilbúins áburðar síðustu 4 ár hefur verið: Tegund 1975 smál. 1974 smál. 1973 smál. 1972 smál. Köfnunarefni, hreint N 13.589 13.437 13.628 12.982 Fosfóráburður, P.,0, 7.261 7.489 7.587 7.103 Kalíáburður, K.,0 5.008 5.379 5.450 5.452 Á árinu 1975 var notað aðeins 1,13% meira af köfnunarefni, en 3% minna af fosfóráburði og 6,9% minna af kalíáburði en 1974. Er ískyggilegt, hve áburðarnotkun dregst saman hjá bændum, þrátt fyrir nokkra aukningu ræktaðs lands. Mun or- sökin að þessu sinni hafa verið hin mikla verðhækkun áburðarins, en of mikið var úr henni gert, þegar hliðsjón var höfð af hinni miklu verðbólgu, einkum eftir að ríkis- stjórnin tók þá skynsamlegu ákvörðun að greiða niður hluta af áburðarhækkuninni. Minnkun áburðarnotkunar leiðir til aukinn- ar kjarnfóðurgjafar, sem alla jafna er bæði bændum og þjóðarheildinni óhagkvæmari. Heimaaflað fóður bóndans er undirstaða góðrar afkomu hans. Áburðarverksmiðjan í Gufunesi fram- leiddi 1975 37.480 smálestir af áburði, þar af eingildan N-áburð af mismunandi styrk- leika (33% N, 26% N og 20% N) 7.580 smálestir, en 29.900 smálestir blandaðan áburð. Áburðarsalan seldi 60.588 smálestir af áburði á árinu 1975, sem er 1,5% meira en 174, þó sala hreinna áburðarefna væri 1,7% minni síðara árið. Sýnir þetta vaxandi notkun veikari áburðartegunda. Meðalverð á áburði var 76,5% hærra 1975 en árið áður. Áburðarefnin eru frá 7— 10% dýrari í blönduðum en hreinum áburð- artegundum. (Úr áramóiayfirliti búnaðarmálastjóra). 26 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.