Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 32

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 32
Vítamín og steinefni. í ýmsar fóðurblöndur eru sett svonefnd bætiefni í þeim tilgangi að vera lystauk- andi og þó fyrst og fremst til þess að efla lífrænt gildi fóðursins. í varpfóður ætlað til eggjaframleiðslu til útungunar, er nauð- synlegt að blanda verulegu magni vissra lífrænna aukaefna, einkum vítamínum, en vítamín hafa mjög misjafnt geymsluþol, sum mjög lítið. A-, D- og E-vítamín þola illa geymslu, einkum þegar búið er að blanda þeim í fóðrið, og þótt til séu að- ferðir til að auka geymsluþol A- og D- vítamína, verður það varla sagt um E-víta- mínið, sem annars er mjög mikilvægt í blöndur, sem varphænur til útungunar- eggjaframleiðslu skulu fá. Það er því mjög líklegt, að árangurinn hjá ungaframleið- endum hafi í fyrra verið laklegur vegna notkunar á of gömlu, innfluttu fóðri. Um steinefni í fóðurblöndum er að segja, að yfirleitt eru steinefnin sérlega endingar- góð en til er, að þau hafi áhrif á vítamínin, svo að þau þoli síður geymslu eftir íblönd- un. Innlent fóður. Auðvitað ættu allar fóðurblöndur að vera gerðar hér á landi. Að undanförnu hefur sú háðulega aðferð verið viðhöfð, að úr landi hafa verið fluttar okkar ágæta pró- teinfóður en fluttar inn í erlendum blönd- um miklu gildisrýrari próteinvörur. Þarna hefur verið varið flutningsgjaldi til frádráttar útfluttu vörunni og á hina sveif einnig greitt flutningsgjald til lands- ins fyrir lakari próteinvöru. Agætur stimp- ill á skipulags- og stjórnleysi valdhafa á viðskipta- og efnahagssviði, sem með öðr- um þjóðum mundi kallað fáránlegt hag- sýslufyrirbæri. Með því að blanda fóðrið innanlands er hægt að hafa betra vald á geymslumögu- leikum frá framleiðsludegi fóðurblöndu til notkunardags. Hér getur þó komið til greina geymsluaðstaða hjá bóndanum, en nú orðið er í vaxandi mæli um búlkvöru að ræða, þar sem skilyrði leyfa það, hins vegar sekkjafyrirkomulagið. Þótt innlend fóðurblanda, sem geymir 6—10% fitu, sé geymd um tveggja til þriggja mánaða skeið að vetrinum, ætti gildisrýrnun hennar ekki að vera teljandi. Annars mæla lög og reglur svo fyrir, að fylgiseðlarnir segi til um, hvað sé í blönd- unni, og hvenær hún sé framleidd. Þá er auðvelt að staðfesta aldurinn. Sé um að ræða búlkfóður, veit bóndinn, hvenær það kom og hvað langt líður til lokadags send- ingarinnar, og sé geymsla hans góð, veit hann, hvað því líður, en ætla verður, að allir bændur hafi rakalausar og rottuheldar fóðurgeymslur. Bóndinn verður alltaf að vera á verði um, hvað hann er að kaupa, og hafa þar til hliðsjónar verð og gæði, miðað við þörf. Þegar útvega skal verulegt magn og geyma um nokkurn tíma, skal hann hafa þetta í huga: 1. Séu fituríkar tegundir hráefna í blönd- unni, þola þær takmarkaðri geymslu en annars. Fiturík blanda skapar hættu á þránun. 2. Bragðgæði fóðursins hafa sína þýðingu og þá er vert að taka með í reikninginn, hver hráefnin eru. 3. Að öllum jafnaði er nauðsynlegt að blanda vítamínum og steinefnum í fóð- urblöndur handa hænsnum, svínum og vaxandi ungneytum. Blöndur handa þessum skepnum þola verr geymslu en hinar, sem eðlilega er hvorki tilefni né nauðsyn að bæta vítamínum. Þurfi mjólkurkýr D-vítamín og steinefni er oftast eðlilegt og sjálfsagt að gefa þessi efni sér. 4. Sjálfur verður bóndinn að ganga úr skugga um, að ekki hitni í fóðrinu í geymslu og að þar sé aldrei raki. Svo má loks bæta því við, að um Suður- og Vesturland, að minnsta kosti, er nauð- synlegt að þessu sinni að gefa búfé D-víta- mín með fóðrinu í vetur. Sennilega fæst það ódýrast með góðu lýsi. 22 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.